12.12.2008 | 10:29
Litlu jólin,,,,
Já litlu jólin voru í skólanum hjá mér í gær og var það bara ánægjuleg stund, skemmtilegt fólk sem ég er með í skóla. Samt soldið skrítið mér finnst svo rosalega stutt síðan að önnin byrjaði og svo er önnin bara búin. Svo er ég að fara á morgun á jólaball í lekskólanum hjá prinsessunni og þegar við erum búin að ballast að þá ætlum við mæðgur í Leikhúsið og sjá leiksýninguna Lápur, Skrápur og Jólaskapið. Svo það verður drauma dagur hjá okkur mæðgum. Mér skillst samt að faðir hennar ætli líka að mæta, en það verður þá í fyrsta skipti. Það verður í lagi, því það gleður dömuna. Svo verður nóg að gera hjá mér líka á sunnudaginn, en þá ætla ég að fara með gömul föt í norðlenska kolaportið og selja, til að reyna að verða mér út um smá aur, ekki veitir af á þessum tíma og þessum mánuði. En ég á samt bara eftir að kaupa 3 gjafir, hinar eru búnar. púfffff. Afhverju er allt þetta vesen með jólagjafir, ok börn eiga auðvitað að fá jólagjafir en við fullorðna fólkið, ættum að vera farin að vita að jólin snúast um samveru en ekki dýrar gjafir. Sko það er alls EKKI það að ég tími ekki að gefa gjafir, ég geri það auðvitað en mig langar ekki í neitt því besta gjöfin sem ég fæ er að vera með fjölskyldunni og borða góðan mat og kökur (reyna samt að hafa þetta í hófi). Mamma er búin að baka litlar 39 sortir ég hélt að það væri ekki einu sinni til svona margar uppskriftir af smákökum.
Jæja svo er snúllan mín að fara næsta miðvikudag til systir minnar á suðurlandinu og verður þar þangað til þau koma norður fyrir jólin. það verður gaman fyrir hana.
jæja ble í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.