16.12.2008 | 08:33
Máttur bænarinnar............
Við eigum oft erfitt með að leita okkur hjálpa hjá þeim sem okkur lífið gaf, En trúið mér bænin hjálpar allveg ótrúlega mikið, amk. hefur hún hjálpað mér. Ég veit ekki hver guð er og hef ekki leyft mér að mynda mér skoðun á því hver hann sé, heldur bara fyrir hvað hann stendur það er nóg að trúa því. Persónlega hef ég ekki nennt að lesa biblíuna spjaldanna á milli og í raun trúi ég heldur ekki á hana (úps). Ég trúi bara á þetta góða í okkur öllum. Það eru milljón dæmi þess sem ég hef verið bænheyrð með eitthvað, stundum meira að segja tek ég ekki eftir því. Mér finnst ég líka oft eins og ég sé ekki ein og ég ætla að trúa því að það sé bara einhver sem fylgir mér og verndar mig. Ég veit ekki allveg afhverju ég er að koma með þetta en þurfti þess bara.
Nú er daman mín að fara til stóru systur minnar á morgun og það er erfitt að greina hvor þeyrra er spenntari, sem mér finnst allveg dásamlegt að þeim þyki svo vænt hvor um aðra. Systir mín er líka ALGJÖR barna kelling og hefur passað svo mörg börn að ég hef ekki tölu á því, hún er líka dagmamma, en er samt með börn þess fyrir utan. Þegar að ég gekk með stelpuna mína að þá svona á seinasta mániðnum að þá fékk hún systa rosalegan áhuga á mér (nei kúlunni minni). og var hún einnig við stödd fæðingu hennar. Svo hún á kanski soldið í henni með mér.
Varðandi þreytuna að þá var ég í blóðprufu áðan og bíð svo bara eftir svari úr henni, ég er 99% viss að það sé járnskortur sem er að trufla mig. En það lagast, svo sem ekki mikið við því að gera annað en að fara bara þá í járngjöf upp á spítala eins og í sumar. ekkert hættulegt.
jæja ég kanski skelli nokkrum orðum aftur inn hérna á morgun en þangað til hafið þið það þá sem allra ALLRA best. knús til ykkar ALLRA, kv. einfarinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.