29.6.2008 | 08:03
Hæ....
Jæja hæ, ég ákvað að blogga bínu lítð núna, hef ekkert verið of dugleg við það upp á síðkastið, Í raun hef ég ekki mikið að segja, nema ég hef verið á fullu undanfarið, hef nánast ekkert stoppað, Það gengur ágætlega að breyta þessum lífstíl minum, mér hefur tekist að losa mig við 5kg síðan ég byrjaði núna, sem er ágætt. Auðvitað á ég samt langt í land, en ég bara veit að mér á eftir að takast þetta, ég hef gert þetta áður þannig að ég hlít að geta gert þetta aftur, samt varð ég svo lítið leið þegar að ég fór á vigtina sl föstudag. það haði ekki farið nema 500gr þessa vikuna, en ég á að vera bara glöð, það hlítur að hafa farið mikið fyrir þessum grömum því ég kemst núna í buxur sem ég hef ekki getað notað lengi lengi, Ég hef styrkst allveg rosalega á þessum tíma, í fótonum og bara eiginlega í öllu, andlega heilsan er nokkuð góð. ég setti mér makmið í þarseinustu viku um að ganga aldrei í minna en 30 mín per. dag og hef ég svo sannarlega staðið við það og gott betur ég hef ekki labbað minna en 2,2km á dag síðan ég setti mér þetta markmið, mér er líka allveg að takast að losna við coke-ið sem ég hef verið svo háð lengi, (það er örugglega ekki til meiri coke fíkill en ég, var að drekka 6ltr. á dag.). Jæja ætla að skella mér í göngutúr núna í rigningunni. Hafið það sem allra, allra best.
ps. Ég er farin að finna pínu mun eftir járngjafirnar, en á 3 eftir svo þetta er frábært.
kv. Göngustelpan
26.6.2008 | 05:35
ÉG BAÐ UM......
Ég bað um að verða sterk/ur og Guð gaf mér erfiðleika til að gera mig sterka/n
Ég bað um að verða vitur og Guð gaf mér verkefni til að leysa.
Ég bað um velsæld og Guð gaf mér hug og hönd til að vinna með.
Ég bað um hugrekki og Guð lét mig mæta hættum til að leysa.
Ég bað um Ást og Guð gaf mér fólk í erfiðleikum sem ég gat hjálpað.
Ég bað guð um greiða og guð gaf mér tækifæri.
Ég fékk ekkert af því sem mig langaði í !!
ÉG FÉKK ALLT SEM ÉG ÞURFTI!!!!!!!!!!
24.6.2008 | 15:57
Búin...
Jæja þá er fyrst járngjöfin búin, og var þetta mun minna mál heldur en ég hélt, réttara sagt fann ég ekkert fyrir þessu, mar sat bara í hægindastól og horfði á tv meðan að þetta var að seittla inn í líkaman, Þannig að ég mun allveg sleppa því að kvíða þessu. Verð bara kát þegar að þessu er lokið
Það er búið að vera allveg yndislegt veður í dag hérna á Ak. Byrjaði ég líka dagin á því að tölta upp í sundlaug og synti þar hálfan km. og tölti svo aftur heim og var þetta bara yndislegt, ég er á réttri leið núna, ég bara veit það. Það er komin rosaleg tilhlökkun í mig og Hönnu mína, föður afi hennar (fyrrverandi tengdapabbi) er að koma heim eftir að hafa verið í Rúmeníu í hálft ár í trúboðaskóla. og höfum við saknað hans mikið, ég hef og er alltaf verið í þó nokkur sambandi við hann eða þau öll, Hann er rosalega góður maður og sér ekki sólina fyrir barnabarni sínu, Hún líka er allveg rosalega mikil afastelpa og á ég þá við með alla afana sína 3já. Hún passar sig á að vera góð við þá, því hún nefnilega ræður ef þeir eru með henni og hún grætur það sko ekki, reyndar hefur ekkert skilið í þvi að hann hafi bara farið. Ég hef verið að sýna henni á mánaðardeiginum hvenar hann muni koma, svo hún skynji betur tíman því jú við vitum að víka er líkt og ár fyrir börnum. Við mæðgur verðum semsagt á flugvellinum á sunnudagin þegar að hann lendir (reyndar öll föðurfjölsk kemur líka þau fóru út að sækja hann).
Sem sagt allt er gott. Við skulum vera góð við hvort annað. Það að brosa til fólks hefur ótrúleg áhrif, prófið bara. sumarkv. Svala
23.6.2008 | 19:42
Stór dagur.....

23.6.2008 | 12:04
Stöndum vörð um börnin okkar
ÁKALL......
Ó elsku barn, ég bið þig árin líða,
að biðja Guð, að lýsa upp veginn þinn.
Í ílsku heimsins illar vættir bíða,
þinn innri mann, að lama barnið mitt.
Líttu um öxl, þá sérðu sorgir víða,
Í sálum Fólksins, allt í kringum þig.
Í auða og tómi, angist sorg og kvíða,
Ó elsku barn mitt ákall til þín snúðu við.
Í myrkum heimi, margar hættur leynast,
sem vilja móta, hug og hjarta þitt.
Og halda þéri, í heljargreipum sínum
hugleyddu þetta, elsku barnið mitt.
Því biðég Guð að blessa þig og leiða,
og benda þér á rétta veigin heim.
Því bjartar hliðar, lífsins laða og seiða,
Í leik og starfi dagsins, ekki gleyma þeim
Höf: S.M.V´2002
Ps. mér finnst heimurinn oft verða bara verri og verri, því þurfum við að verja og styðja börnin okkar. Ég veit ekki nafnin á höfundinum en ljóðið er gott. Guð veri með okkur ÖLLUM alltaf.
21.6.2008 | 12:39
AÐ SLEPPA...
-Að sleppa tökum þýðir ekki að mér standi á sama, það þýðir: Ég get ekki lifað lífinu fyrir aðra.
-Að sleppa þýðir ekki að einangra sig frá, heldur að skilja að ég get ekki stjórnað öðrum.
-Að sleppa er ekki að sitja undir öðrum, heldur að leyfa þeim að læra af eigin mistökum.
-Að sleppa er að viðurkenna vanmátt, sem þýðir : úrslitin eru ekki í mínum höndum.
-Að sleppa er ekki að breyta öðrum ásaka, heldur að gera það sem ég get gert úr mér.
-að sleppa er ekki að vera ábrygð á, heldur að bera umhyggju fyrir.
-Að sleppa er ekki að kippa í lag fyrir aðra, heldur að vera hvetjandi og veita stuðning.
-að sleppa er ekki að dæma, heldur að leyfa örðum að vera einsog þeir eru.
-Að sleppa er ekki að vera önnum kafin að stjórna örlögum, heldur að leyfa hverjum og einum að skapa sín eigin örlög.
- Að sleppa er ekki að afneita, heldur að sætta sig við.
-Að sleppa er ekki að nöldra, rífast eða skammast, heldur að leta af eigin mirstökum og lagfæra þau
-Að sleppa er ekki að laga allt af mínum þörfum, heldur að taka hvern dag fyrir sig og njóta hans.
-Að sleppa er ekki að gagnrýna aðra og skipuleggja aðra, heldur að vera það sem mig dreimir um að vera.
-Að sleppa er að velta sér ekki upp úr fortíðinni, heldurn njóta dagsins í dago og framtíðarinnar.
-að sleppa er er að óttast minna og elska meira
SLEPPTU!!!!!
21.6.2008 | 05:44
Markmið......
Í gær settist ég niður og ákvað að setja sjálfri mér skrifleg markmið, svo ég hafi ekkað að stefna af, ég gerði mér þau rauhæf og skýr, svo ég fari ekki að reyna að beygja þau aðeins eða laga eftir mínum geðþótta. Ég bara þarf að hafa ekkað til að stefna að. Já og ég gerði líka lista yfrir hvað ég myndi græða á því að ná þessum markmiðum mínum, því það er líka nauðsynlegt að hafa smá gulrót við endan. Að öðru leiti var gærdagurinn svona lala. En dagurinn í dag verður FRÁBÆR. ég er búin að ákveða það.
Nú þegar að ég hef heyrt í dömum sem hafa farið í svona járngjöfir líkt og ég á að fara í í næstu viku, að þá kvíði ég ekkrt fyrir þessu reyndar er ég bara spennt, þær segja allar að maður hreinlega eignist nýtt líf, ég meina ekki er það nú amalegt. Þannig að ég bíð spennt eftir þriðjudeiginum hehe. jæja best að fara að gera ekkað gagnlegt.
Njótið dagsins og verum góð hvort við annað. sumarkveðja Svala
18.6.2008 | 06:44
Já mér er.......
Farið að takast það að skrifa ekkert hérna á blog-inu þegar að ég er í einhverju svartsýnis kasti. Í gær var dagurinn ekkað erfiður mér, Það var bara búið að slökkva ljósin. Ég ætlaði mér í gær að fara inn í bæ og kíkja á skemtiatriðin og sollis með stelpuni, en nei ég fór bara ekki neitt, var bara heima í fýlu . Mamma og fóstri fóru bara með dúlluna fyrir mig. og var rosa gaman hjá þeim víst, sem er YNDISLEGT. En ég heima í minni fýlu, fór bara í það að taka vel til og þvo þvott, sem er ágætt.
En að þvi sem ég ætlaði að koma að, Ég er farin að þekkja sjálfa mig betur og finnst mér það gott, ég vissi í gær að ég væri ekkað döpur, en ég vissi líka að það myndi líða hjá, þannig að með því að vita þetta tókst mér að blog-ga ekki, ekki tala við neinn á neikvæðu nótunum, heldur bara bíða því að þetta líður yfrirleitt hjá, á ekki svo löngum tíma. Svo vaknaði ég áðan og hlakka bara til að takast á við daginn, þó hann byrji kanski ekki á því skemmtilegast sem ég þarf að gera, þarf á fund og svo á annan í bankanum jibí En eftir þessa skemtilegu fundi ætla ég sko bara að fara í sjúkraþjálfun (sem felst bara í því að vera í salnum og taka á) og hleypa gremjuni út þar ef einhver verður eftir fundina.
Mig langar líka að óska ykkur góðs dags í dag og hafið það sem allra,allra best og gangi ykkur vel í öllu því sem þið munið gera í dag, jafnt og aðra daga.
kv. Svala
16.6.2008 | 10:36
Gömul kerling....
Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun þrátt fyrir að nenna því eingan vegin, ég fór samt og sé sko ekki eftir þvi, því ég er mikið hressari núna eftir að ég var búin að taka vel á í rúman klukkutíma. En auðvitað var eitt soldið skondið í salnum, þar kemur strákur svona á að giska 10 ára, hann horfir yfir salin, Ég var þar og ein önnur kona svona um 40+ og strákur leit á sjúkrþjálfan sinn og sagði : eru bara svona gamlar kerlingar hérna? ég mátti passa mig á að fara ekki að hlægja. Ég er sem sagt gömul kerling .
Nú heyrst ekki talað um neitt annað en lætin hérna á Akureyri á þessum svo kölluðu Bíladögum. Í alvöru þá var þetta HRÆÐILEGT, sko allveg sama hvert maður leit á laugardasg kvöldið að þá voru slagsmál allstaðar ,það var svo mikil geðshræring í bænum, sem var þess valdandi að allir misstu sig því þetta var greinilega mjög smitandi þessi bilun, Það á að hætta þessum bíladögum undireins. amk. herða gæsluna mikið betur og gera ráðstafnir fyrir þessu brjálæði. Vinkona systir minnar fékk heldur betur að kynnast þessari geðveiki , hún ásamt annari voru á skemtistaði í bænum, þegar að þær eru troðnar niður og fólk bara labbaði yfir þær, og þurftu þær báðar að fara á sjúkrahús. Þetta er ágætis dæmi um það hvernig ástandið var í bænum.
13.6.2008 | 17:36
Fallegur dagur.
Það er búið að vera rosalega fallegur dagur hérna í höfuðborg norðursins. Dagurinn er líka búin að vera mér ágætur, mikil hreyfing og útivera, sem er FRÁBÆRT. Mér er búð að takast að henda af mér 1 og hálfu kg þessa vikuna og er ég mjög sátt við það en það er enn LANGT í land hjá mér en það mun takast hjá mér.
Ég er samt að rembast núna eins og ég get að hafa ofan af fyrir ungu konunni, hún getur ekki beðið eftir að fá frænda sinn í heimsókn, hann ætlar að sofa hjá okkur í nótt vonandi blaðra þau ekki bara út í eitt og neita að fara að sofa, en þetta er samt skyljanlegt þau kanski hittas 2-3 á ári og þá stoppar hann lengst í viku, þannig að þau verða að nýta tíman vel og ég líka, Frændi minn litli er yndislegur strákur (þegar að pabbinn er ekki nálægt, þá þarf hann að vera með strákastæla ). Og guð hvað er krúttlegt að sjá þau saman hann verður allt í einu rosa stór og passar litlu frænku (það munar 2 árum) og leiðir hana um allt.
einhvern veigin virðist allt bara í ágætu standi hjá mér, ég er nokkuð jákvæð, enda þýðir ekki annað. Það verður samt eitt og annað á döfinni hjá mér á næstunni t.d blöðruspeglun, sterasprauta, og járn gjöf 5 skipti af því, og ég er að fara að hitta minn nýja geðlækni þann 30.júni, rosa gaman (not) eftir síðast geðlækni sem ég var með hef ég ekki mikila trú á þessari læknastétt. Lyf eru ekki lausnin, þau hjálpa en þau eru ekki lausnin, þetta þarf maður að gera allveg sjálfur vinna í höfðinu á sjálfum sér, þar er ekki hægt að segja upp. en maður gæti verið rekin og mist algjörlega vitið. hehe bara að bulla.
Er ég var í meðferð þá sögðu fulltrúarnir við mig að ég væri mjög röndóttur karakter og viti menn ég held að þau hafi hitt naglan á höfuðið. Þið sem lesið bullið í mér eruð örugglega búin að taka eftir því.
sumar kv. svala
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar