14.7.2008 | 07:21
Jæja þá er helgin búin...
Jæja þá er ein enn helgin búin, og ný vika hafin með öllu því sem henni tilheyrir.
Ég er ekkað hálf stirð núna og með smá kvef, En hvað um það ég er bara að biða eftir að klukkan verði 8 svo ég geti komið mér í ræktina í góðri von um að stirðleikin hverfi, og þetta með kvefið, það er nú oft þannig að ég vakna ekkað hálf kvefuð og en svo svona klukkutíma eftir að ég er vöknuð að þá er ég stál hress. gærdagurinn var ansi langur enda hafði ég ekki sofið nema í svona klukkutima frá því á laugardag, en ég lét það samt ekki á mig fá, ég bara bjó mér til verkefni svona til að láta klukkuna líða, bakaði, tók til, hengdi út þvott og labbaði 4 og hálfan km svo þetta lét tíman líða aðeins.
jæja ég veit eiginlega ekki afhverju ég var að blogga því í raun hef ég ekkert að segja, nema bara allt ágætt...
knús til ykkar. kv ég
11.7.2008 | 02:30
Það jafnast.....
Ekkert á við það, að fara út að ganga, ég hef komist að því, að ef ég er ekkað óhress með lífið og tilveruna að þá er málið einmitt að fara út að ganga, Þar næ ég að hreinsa hugan og fá smá ró í beinin mín, Þó ég geti ekki sofið líkt og núna að þá er ég samt tilturlega róleg, og hefur oft liðið mun ver en núna á sálinni. Líf mitt er samt alls ekki að gera sig þessa dagana og flest allt sem getur hafa farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis, en ég ætla samt ekki að láta þetta buga mig líkt og það hefur verið að gera undanfarið. Ég er orðið aðeins betri í auganu núna eftir að ég fór að nota þessa nýju dropa í gærdag, svo ég get glaðs yfir því og það geri ég .
Stelpan mín er að fara í útileigu í dag föstudag með pabba sínum, ég ákvað að fara ekki með. Það er samt smá uggur í mér með að hleypa henni með, Því að ef ekkað kemur upp á að þá get ég ekki komist strax til að ná i hana, Hann ætlar að fara að eins lengra (rúmum 100km leingra) en áætlað var. Bróðir hans ætlar með honum, og ég get ekki sagt að ég hrópi húrra yfrir því, eða það rói mig neitt að vita til þess, því hann drekkur soldið, og ég veit að þeir fá sér gjarnan í glas saman. En ég ætlað að treysta honum til að gera það ekki, meðan að hann er einn með stelpuna. Svo er ég svo mikið að spá,hvort að henni muni líða vel, ég meina hún er háð mér(samt örugglega ekki jafnmikið og ég henni) og henni semur ekki allveg alltaf við pabba sinn, æji þetta verður bara að vera allt í lagi hjá þeim.
jæja blogg meira seinna
9.7.2008 | 05:08
Það er spurning....
Hvað ég á að gera núna," hann" kom í gær í heimsókn, sem er ekkert nýtt nema að núna vill hann bjóða mér og einglinum okkar í fellihýsa ferð um helgina, og ég er bara eitt spurningar merki núna ?. Er ekki alllveg viss hvort ég legg í það að eyða helgi með honum, ja ég gæti þó huggað mig við það að við verðum nú ekki svo langt frá Ak, þannig að ég gæti farið heim ef ekkað kæmi upp á, En hann var soldið snðugur, bauð stelpunni fyrst, og hún allveg JÁ!!!!! voða gaman, svo spyr hann mig,vitandi það að ég á rosalega erfitt með að neita stelpunni um ekkað svona, Ég vil auðvitað að hún sé hamingjusöm, og fyrir hana var þetta líkt og draumur að hafa bæði pabba og mömmu með sér í ferðalag yfir helgi. En hins vegar að þá verður þetta ekkert skemmtilegt fyrir hana ef okkur lendir saman (Ég er ekki að tala um ofbeldi hér). Hann er búin að vera í miklu sambandi við mig undan farið því honum líður víst svo ill andlega, og ég er sú eina sem hann vill tala við fyrir utan geðlæknin, og ég auðvitað finn til með honum, því þetta skil ég vel enda búin að vera að kljást við þunglyndi í um 13 ár. En alltaf spá í því hvort að hann muni vilja mig aftur (ég er ekki í lagi), eða hvort hann sé bara að leita eftir vináttu hjá mér, en ef ég sé framm á að það muni ekkert verða úr þessu hjá okkur að þá á ég voða erfitt með að vera sálfræðingur hans, því ég í allvöru finn til með honum og það er að kremja hjarta mitt að vita af honum i þessar sálarkreppu, og hugur minn stöðugt hjá honum. En samt þess fyrir utan að þá talar hann ekki við mig ef hann hefur ekkað annað betra að gera eða annan að hanga með. svo ég upplifi það soldið að ég sé bara svona ekkað sem hægt er að nota þegar að manni dettur í hug. Svo oft gerir hann ekkað, segir ekkað sem að fer allveg yfir strikið hjá mér, en samt fyrirgef ég honum alltaf og það sem er verst við það er að hann veit þetta og notar það á mig.........................
Ég yrði rosalega þakklát ef Þið mynduð ráðleggja mér..
kv. ég í óvissu
8.7.2008 | 15:26
one of a kind....
Ég er one of a kind..... það er allveg á hreinu, á sunnudaginn sagði ég ykkur frá því að ég hafi fengið nýja augndropa, svona sem áttu að laga augað mitt, og á sunnudagskvöldið var ég snökkt um skárri að mér fannst augað nánst allveg búið að opna sig, svo ég sá fyrir endan á þessu, en svo í gær mánudag var ég svona svipuð, en í morgun að þá... NEI augað orðið eins og strax eftir að gerðina og er enn að bólgna meira, áðan þegar að ég var í járngjöfinni að þá kom þar læknir og rak mig beint aftur til augnlæknisin og viti menn ég var líka með ofnæmi fyrir þessum dropum, svo núna er hálf andlitið bólgið og eldrautt, og eina meðferðin sem ég fékk í dag var að hringja aftur á fimmtudag ef ég er eingu skárri og auðvitað ef mér versnar að þá hringja. Það er að læsa um sig nettur kvíði í mér og mér komin með hnút í magan, en ef guð lofar að þá batnar þetta fljótlega. Sko vennjulega er það fyrsta sem ég heyri ef einhver hælir mér að þá sé það að ég sé með falleg augu, það á ekki beint við núna....... jæja bla,bla,bla,bla. Nú ef allt annað bregst að þá geng ég bara með lepp fyrir auganu það sem eftir er og verð kölluð frú Sjóræningi heheheh
kv Sjórænignja stelpan.
6.7.2008 | 18:27
Eigum við að.....
að ræða ekkað hvað ég er sein heppin? ég fór í augnaðgerðina og allt í lagi með það, auðvitað varð ég rauð og bólgin ég er búin að segja ykkur allt um það, en svo á föstudaginn var ég allveg viðþolslaus í auganu þannig að ég hringdi til augnlæknisins og var hún í fríi en hinn auglæknirinn vildi líta á mig, hann sagði já heirðu auktu bara dropana sem þú fékkst í 2 dropa 6 sinnum á dag (var á 1 dropa 4 sinnum.) en jæja ég geri það, en samt smá versnar mér bara í auganu og í dag var sviðin og stingirnir að gera mig crazy, ég fer upp á slysadeild þar er haft samband við augnlæknin minn og hún kemur, þá hafði ég haft svona rosalegt ofnæmi fyrir helv.. augndropunum en fékk nýja og ég held að þeir séu að gera gott þó ég sé náttlega bara búin að vera með þá í dag eða frá kl 15.
Annars er bara allt við hið sama ég í barningi við aukakílóin, þunglyndið, fjárhaginn og svo er ég aftur að brasa við að hætta öðrum ósið (reykingar/ sígarettu reykingar svona bara taka það framm svo það komi ekki upp neinn misskilningur). Og einn daginn kemur minn tími líkt og hjá Jóhönnu.
kv. Svala
4.7.2008 | 07:02
Horft.......
Vá hvað fólk er búið að horfa á mig eftir að ég fór í augnaðgerðina á miðvikudaginn, en engin þorir samt að spurja hvað hafi eiginlega komið fyrir. augað er mjög bólgið og eld rautt þannig að það er kanski ekki skrítið að fólk stari á mig. Ég hélt að ég ætti að skána dag frá deigi eftir þessa aðgerð, en nei, verkurinn er mun meiri en í gær, og ákvað ég áðan að binda aftur fyrir augað þar til ég næ á augnlækninum, mér er óglatt af verkjum og augað svo bólgið að ég get ekki opnað augað meira en kanski svona 1/4. En bjarta hliðin á þessu er að ég sé þó ennþá með auganu og þetta grær áður en að ég gifti mig, ætla nebblega að sleppa því. jæja ég ætla að henda mér útaf í smá stund eða þangað til að ég fer með stelpuna í leikskólan.
Njótið dagsins og hafið það sem allra allra best
2.7.2008 | 16:34
Rétt sýn......
30.6.2008 | 12:56
Ekkert rosalega geðveik....
Jæja ég fór áðan til geðlæknis, og var það bara skemtilegt. Honum fannst breytingin sem hefur orðið á mér síðan bara um áramót vera lygileg, tær ólíkar manneskjur sagði hann . heimilislæknirinn minn sem sendi beiðnina til hans hafði líka notað falleg og jákvæð orð í að lýsa mér, sagði mig duglega og mér væri búið að takast margt undanfarið og væri nokkuð jákvæð, vá hvað mér þótti vænt um að heyra þetta, svo segja þeir líka að ég líti vel út, Geðlæknirnn vill samt ekkert hitta mig aftur fyr en eftir þrjár vikur og finnst mér það bara gott mál. Hann taldi að líklega myndi sálfræði aðstoð nýtast mér betur en hann og einhver lyf, enda sagði ég honum að það kæmi ekki til greina að ég færi aftur á róandi eða svefn lyf og svo sannarlega var hann sámála því, svo þetta er allt í góðum málum. Ég ætla bara að halda mínu striki.
Langaði bara að deila þessu með ykkur
30.6.2008 | 10:12
Vinsamleg Tilmæli
Ég veit-er ég dey-svo að verði ég grátin,
þar verður eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig á mig látin
-Þá láttu mig fá hann strax.
Og mig, eins og aðra,sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú,
og hrós um mig ætliðu að segja
en-segðu þau heldur nú.
Og vilji menn þökk mínum virðuleik sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minnigu mína
en- mér kæmi hann betur nú.
Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dónum í hag,
En ætlirðu að breiða yfir brestina mína
þá breidd-yfir þá í dag.
Höf. ókunnur
29.6.2008 | 19:21
Þá er....
Þessi dagur senn að lokum komin og vá hvað hann hefur liðið ekkað hægt hjá mér, En dagurinn var samt yndislegur, Föður fjölskylda dóttur minnar var að koma frá Danmörku og það var æðislegt, við höfum ekki hitt föðurafa hennar í hálft ár því hann var í rúmeníu. Það var svo yndislegt að hitta hann aftur eftir allan þennan tíma, stelpan skríkti af kátínu á flugvellinum þegar að þau komu í gegnum hliðið. hún er algjör afa stelpa (á við um alla afana). Ég var samt engu skárri, veit að hann er fyrrverandi tengdapabbi en mér þykir samt óendanlega vænt um hann og það mun aldrei breytast, þetta er maður með hjarta úr gulli, Og oftar en ekki hefur fólk farið illa með góðmensku hans og hjartagæsku (ég líka hef gert það) Það sem er samt frábært við þetta er að honum þykir líka vænt um mig og hefur reynst mér og stelpunni vel. Svo var líka gaman að sjá HANN, vá hvað ég get verið vitlaus, afhverju get ég ekki bara hætt að elska hann, það virðist vera sama hvað hann gerir, alltaf fyrirgef ég honum, ég veit að hann mun bara særa mig aftur og aftur eins og hann hefur alltaf gert, en þó ég viti allt þetta að þá ELSKA ég hann samt, ég er vonlaus. Ég hef auðvitað sært hann líka og eflaust á hann betra en mig skilið, allavega á hann skilið að vera hamingju samur, og verð ég glöð þó það verði ekki endilega ég. Sem betur fer eyði ég ekki miklum tíma i að hatast út í neinn, það er erfiðast fyrir mann sjálfan.
Ég ætla mér að ná andlegu jafnvægi, veit að það tekur tíma, en ég skal.
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar