31.5.2008 | 10:49
Það er.....
Rigning á norðurlandi, nei fyrirgefið nóa flóð öllu heldur. sjaldan sem það rignir svona rosalega á höfuðstað norðursins. mætti halda að maður væri í kef. En þetta er víst gott fyrir gróðurinn, ég held samt að Akureyringar séu ekki rosalega kátir. það eiga að vera einhverjar opnunar hátiíðir útum allan bæ í dag og grill og fleyra og það er ausandi rigning, það er vorhátíð í leikskólanum hjá stelpunni í dag, en við ætlum að skrópa, reyndar er hún líka hjá pabba sínum núna til morguns (eða þannig á það að vera, veit ekki hvað verður samt). Annars er ekki margt títt frá því í gær. Jú svona svo ég kvarti aðeins að þá er allveg greinilegt að deyfingin er að fara úr hnéinu svo það er ekki skemtilegt.
bless í bili
30.5.2008 | 15:02
Stoðirnar í lífi mínu....
eru að gefast upp, þá er ég að tala um fæturnar á mér. hnéin eru víst búin að fá nóg, af mér. Ég fór semsagt til bæklunarlæknis í morgun eftir að vera búin að bíða lengi eftir tíma, og þar fékk ég að vita að þau væru búin að fá sig full södd af of mikilin þyngd í alltof langan tíma, brjóskin farin að nuddast saman og ekkað meira drasl, allavega spurði læknirinn hvort hann mætti prófa að sprauta sterum í hnéið til að vita hvort það gagnist ekkað, já já sagði ég allveg grunlaus um hvað væri í vændum. Djöf... var vont þegar að hann sprautaði úr þessari hrossasprautu sinni, þegar að hann hafði lokið verki sínu leit hann á mig og sagði, deyfinginn fer svo úr í nótt og þú verður töluvert verri í nokkra daga, og svo tekur það mánuð að komast að því hvort ekkað gagn hafi verið af þessu eða ekki. semsagt töluvert verri ég er það strax, með hræðilega verki í hnéinu sem hann sprautaði í svo að ef þetta er skárra heldur en bíður mín í nótt þegar að deyfingin fer úr að þá held ég að ég vilji ekki komast að því hvernig þetta á eftir að verða. Það fylgir þessu líka skemtilega mikil ógleði og slappleiki og auðvitað verð ég pirruð þar sem að ég er með stanslausa verki í hnéinu ( thank god fyrir að hann prófaði bara annað þeirra i einu, því annars væri ég í hjólastól núna). og já rúsínan í pylsuendanum er sú, að svona verð ég þar sem eftir er, og mestar líkur á að þetta versni bara með árunum. Frábært og eina manneskjan sem ég get kennt um er ÉG sjálf. FRÁBÆRT. ég er farin í aðhald, nei breita lífstílnum því að ég tel að ef ég næ að koma mér niður í kjörþyngd að þá minkar að sjálfsögðu álagið á hnéin. Svo SKAMM, SKAMM. Svala.
Eigið yndislegan dag dúllurnar mínar.....
30.5.2008 | 03:42
Stöndum saman.....
Jæa nú er komin tími til að við kæru Íslendingar stöndum saman. Þessar hörmungar sem dundu á suðurlandi í gær eru hryllingur. Ég finn innilega til með öllum þeim sem urðu fyrir einhverjum skaða af völdum jarðskjálftans, ég bara get ekki sofið, þetta er svo mikill hrillingur, aumingja allt fólkið, húsin þeirra í rúst, þó ekki húsin sjálf að þá allt innbúið og svoleiðis, ég vildi að ég gæti gert ekkað til að hjálpa til. Maður getur eiginlega ekki ýmindað sér hvað fólkið er að ganga í gegnum, er ég horfiði á fréttir í gær, þá var viðtal við mæðgin í hveragerði, það sást á drengnum litla hvað hann hafði orðið hræddur ég fór bara að skæla, ég hugsaði guð hvað stelpan mín hefðir orðið hrædd, hún er svo hrædd við allan háfaða, Ég er afar þakklát fyrir að vera á norður landi. Hugsa sér til allra sem voru þarna og hlutu einhvers tjóns af, það að hafa verið hræddur er nóg það er vist tjón útaf fyrir sig.
Ég bið Guð að senda ykkur kraft, von og kærleika. endilega stöndum saman núna við þurfum á því að halda, þegar að ekkað svona gerist, við erum ekki það stórt land. Guð geymi ykkur.
kærleiks kv. einfarinn
28.5.2008 | 07:09
Hjálpsöm......

27.5.2008 | 11:11
Aha.
Ég ákvað í morgun að nú væri nóg komið af þessu helv. þunglyndi og skellti mér í kjól,málaði mig og brosti. Þó ég sé hálf vonlaus manneskja að þá hlít ég að hafa allavega gert ekkað rétt, allavega á ég engil, hún er nú samt að reyna að sýna mér smá horn núna og hala, ekkað hefur hlaupið í hana, notandi ljót orð, því er ég ekk hrifin af, þau eru ekki notuð heima við og legg ég allveg blátt bann við þeim. Eftir grillveisluna sem hún fór í til pabba síns á laugardaginn sagði notaði hún orðið hálfviti við mig, ég var svo hissa og viss um að mér hefði misheyrst þannig að ég bað hana um að endurtaka það ekki bara einu sinni heldur 2, og jú hún var að kalla mig hálfvita, ég sagði henni bara nokkuð ákveðið (öskraði ekki, nota þá aðferð ekki) við hana að þessi orð notum við ekki. Ég vissi ekki einu sinni að hún kynni þetta orð eða einhver önnur slík orð. T.d nota ég hansi í koti í staðin yfri þanna í neðra.
Ég er enn nokkuð jákvæð og klukkan orðin11, það er ekkað nýtt. búin að vera frammi frá því kl 05:30.
Svaf ekki vel í nótt enda stelpan alltaf að gráta ekkað upp úr svefni greyið, svo ég var alltaf í því að sussa á hana og taka utan um hana þangað til hún var allveg sofnuð aftur. og Svo voru alltaf einhver óhljóð frammi í mömmu, hún er búin að vera lasin núna í c.a. 2 mánuði núna og tók svo upp á því að fara að æla á fullu í nótt, svo ekki hefur hún fengið mikin svefn heldur þessi krúsidúlla.
26.5.2008 | 11:24
Þessi draumaprins.....
26.5.2008 | 10:24
Svo við unnum ekki...
23.5.2008 | 08:08
Go Iceland, go Iceland
Vá við mamma trilltumst í gær þegar að það var verið að tilkynna hvaða þjóðir færu áfram, við stukkum upp og klöppuðum, hreinlega töpuðum okkur, stelpan mín varð bara hrædd við þessi læti, Vá hvað við getum verið stolt af Friðrik Ómar og Regínu. Þau stóðu sig eins og hetjur og þá sást hvað þau skemmtu sér vel sjálf, svo ég segi bara en og aftur Go Iceland, Go Iceland, Ég verð að spurja hvort ég meigi ekki vera grúbb pían þeirra hehe
Jæja við skulum leggjast á bæn og biðja að þau vinni þessa keppni, eða það skiptir ekki þau eru búin að sigra fyrir okkur, Þau ættu að kallast hetjurnar okkar
22.5.2008 | 06:18
Gærdagurinn....
Var ágætur, fallegt veður. Reyndar eyddi ég deiginu að mestu inni þó að sólin væri að kalla, stelpan var nefnilega komin með hita, þannig að þá var ekki hægt að vera á ferðinni, þannig að afmælisdagurinn minn var bara rólegur, ég eldaði svo saltkjöt og pabbi kom í mat til okkar og var það bara ágætis stund.
Ég vaknaði í morgun aftur við sólina, voðalega er það gott að vakna og allt er bjart. Stelpuni datt í hug að við ættum bara að skella okkur í sund þegar að við vöknuðum kl 05:45, ég var og er ekki allveg til í það, Þó hún sé nú hitalaus að þá má hún ekki fara út í dag þar sem hún var með hita í dag, og þar fyrir utan að þá tækist henni seint að fá mig í sund á þessum tíma dags. Ég ætla bara að reyna að njóta dagsins til hins ýtrasta.
20.5.2008 | 05:57
Hvað það er allt.....
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar