19.5.2008 | 07:20
Væmin, Væmin og Væmin..
Mikið rosalega er ég væmin. tek við tittilinu miss væmin á morgun kl 15. eða svoleiðis. Ég ákvað núna áðan að lesa sjálf yfir færslur mínar og ég komst aðþví að eftirfarandi orð eru ofarlega hjá mér og eiginlega ofnotuð: falleg,engill,elskan,hamingja,yndislegt og svo frammvegis, mig sjálfa langaði til að æla. Svo held ég því framm að mér líði ekki vel.
Frábært ég talaði um i gær í seinni blogg færslu minni að ég hlakkaði svo til að sofna með stelpunni, en það undarlega geriðst að ég var farin inn i rúm á undan henni og steinsofnuð um kl 19. mamman setti hana svo í rúmið sitt á hennar tíma um kl:20. svo þetta var allt í lagi auðvitað. Ég er búin að vera að bæta upp svefninn sem ég var búin að glata á síðustu vikum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2008 | 16:41
Þetta var voðalega...
Yndisleg stund þetta kaffi sem ég var með núna áðan í tilefni af því að ég verð gömul á miðvikudaginn, eða amk árinu eldri. Það sem var best við þetta var að það var hægt að þreyfa á góðaskapinu í íbúðinni og ég fann að ég var bara HAMINGJUSÖM, i was happy fólks, það er frekar langt síðan það hefur gerst í meira en einn klukkutíma í einu. sko oft held ég að nú sé allt breytt og ég verið happy ever after en svo kikkar raunveruleikinn inn, en ég ætla þá samt að njóta þess meðan það varir. Hann var þarna í kaffinu og við vorum svo þannig að við vissum ekki hvernig við áttum að láta, en come on við erum fullorðin eða eigum að heita það. Mér finnst soldið krúttlegt hvað hann er feiminn og vandræðalegur veit ekki hvernig hann á að láta og þar sem ég er ekki hundraðprósent viss um hvaða hug hann ber til mín að þá þori ég ekki að gera neitt eða segja, ég vil allavega ekki skemma það sem við eigum núna með því að rjúka ótímabært á hann. Hann er ekki steik sem ég get klárað á einni kvöldstund, ég vil treina steikina. Kanski ekki góð samlíking en so what. eitt sinn sagði hann, (þegar að við vorum að kynnast) Það er svo rosalega gott að kyssa þig að það er líkt og að broða súpu með gafli, maður fær aldrei nóg. þetta er hrillilega væmið og mér fannst það hálf hallærislegt en hann mætti samt segja mér það aftur. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit ég ekki, bara það sem er að gerast á líðandi stundu.
Auðvitað kom eingillinn heim líka og er hér þar sem hún á að vera, hún færði mömmu sinni pakka, mynd af engli. auðvitað var hann fallegur en ég á einn lifandi. hun gaf mér rós á mæðradaginn og það er auðvita vika í dag síðan að hann var en rósin er enn lifandi og ofboðslega fallega útsprunginn. það er sagt að ef þær eru gefnar með góðum hug að þá lifa þær lengur, hún hefur sko gefið mér hana af öllu hjarta,, við eigum það sameiginlegt að elska hvor aðra á óendanlegan hátt. Mig hlakkar til að fara að sofa með henni í kvöld og horfa á hana sofna við hliðina á mér svo hundrað prósen örugg um að allt verði í lagi. og ég sver að það er ekkert sem ég er ekki tilbúin í að gera til að veita henni hamingju. sofandi barn er sennilega það fallegasta sem til er. ef þú sérð manneskju sofa þá sérðu oft á svefninum hvernig fólkið er statt andlega og hversu þreytt fólkið er og öruggt. Ég ætla að ákveða að morgundagurinn verði góður.
18.5.2008 | 08:41
Þessi tilfinning.....
17.5.2008 | 18:13
Já allveg rétt nú man ég....
16.5.2008 | 06:28
Afi verður Jarðaður í dag...
og ég finn ekkert nema kanski reiði, skyljanlega finn ég svo sem ekki fyrir neinu þvi ég sá hann jú aldrei í lifinu, en samt er ég honum svo reið fyrir því sem hann svipti veggnum mínum, Hann gekk út frá ömmu minni þegar að veggurinn var 8ára gömul og sagði skilið við þær báðar, hann var komin með aðra konu og síðan hefur ekki heyrst í honum. hvernig getur einhver skilið við barnið´sitt? allveg sama þó veggurinn hafi verið ættleiddur, hann jú ættleiddi hana, gegst við henni og varð hún hans dóttir. Mér finnst þetta hræðilegt það sem hann gerðið. Veggurinn sýndi samt aftur styrk sinn og fór suður og ætlar að fara á jarðaför hans, yngsta systir mín fór með henni. fæstir hafa sýnt veggnum skilning (ég var ein af þeim fyrst) og finnst hann bara bilaður að taka þetta nærri sér þar sem það er svo langt síðan hann yfirgaf þær. en það er ekki málið. veggurinn saknar ekki hans sem persónu heldur sýtir hún það sem hann svipti hana, og það sem hún hefði getað átt ef hann hefði ekki tekið þessa ákvörðun sína.
Afi farðu í friði og meigirðu verða betri í komandi lífi sem bíður þín.
15.5.2008 | 07:30
Þessi Helv...... frænaka þurfti endilega....
13.5.2008 | 02:28
Maðurinn eða kanski mennirnir....
Í mínu lífi eru 2 sem eru mér afar kærir enda standa þeir mer mjög nærri amk. annar þeirra. Hann spilar stóru hlutverki í mínu lífi, ég hef frá því ég man eftir mér reynt að gera honum til hæfis og hef verið lömuð að hræðslu oft við að standast ekki væntingar hans, þeir eru erfiðir í skapi og oft bara hreint óþolandi (en hver er það ekki?) en það breytir því ekki hversu vænt mér þykir um þá, oft er eins og þeir séu þeir einu sem meigi vera leiðinlegir við mig og stundum bara vondir (ekki að tala um að þeir leggi hendur á mig) þeir eru allavega manna fyristir til að hlaupa til ef einhverjum öðrum verður það á að vera vondir við mig. Ég efast samt ekki um að þeir elski mig þó þeim finnist ég erfið, þeir líkt og aðrir hafa þurft að fylgjast með mér takast á við þunglyndið og reyna að vera eðlileg, það gengur erfiðlega oft. en þeir eru svo líkir hvor öðrum að manni dettur í stundum í hug að þeir séu í raun einn og sami maðurinn, það eina sem er að annar er töluvert eldri en hinn og hefur kanski róast með árunum. Oft hef ég kvartað sáran undan þeim, þeir geta gert mig brjálaða. Held þeir meini samt vel,ég ætla svo sem ekki að tala meira um þá, veit þeir væru ekkert hrifnir af því. Mér bara datt í hug að segja samt fólki að mér þykir vænt um þá, þó ég virðist bara tala um mömmu og eingilinn minn.
Og svo í allt aðra sálma, nú hef ég einungis náð 2 og hálfum tíma í svefn á 2 sólarhringum og ég bara skil ekki hvað er að, mér líður ekkert sérstaklega illa, hefur allavega liðið mun verr og þá hvort sem talað er um andlegu eða líkamlegu heilsuna. Það eina sem virkilega er að er svefnleysið, ég óttast að ég missi vitið og muni sjálf ekki taka eftir því að það hefur yfirgefið mig. Mig langar bara svo ofboðslega mikið til að geta verið sátt.......... Ég lá auðvitað upp í rúmi áðan og leið bara undarlega finnst ég þurfa að vera að gera ekkað, veit ekki hvað bara ekkað, það er leti að liggja upp í rúmi, oft held ég að ég virki löt og sérhlífin, en það er samt ekki vandamálið heldur bara ekkað sinnuleysi ef einhver segði mér að standa upp og gera ekkað að þá gerir ég það í langflestum tilvikum, í dag er ég búin að djöflast og djöflast, bara verið hreint á fullu, ég gæti sofnað og ef ég sofna þá gæti verið að ég svæfi of lengi eða yrði bara enn þreyttari fyrir vikið. Svo þegar að liðið er svona á nóttina að þá finnst mér ekki taka því að fara að sofa því það er ekki svo langt þangað til að stelpan vaknar og nýr dagur hefst. Vitið þið afhverju þetta er svona skríftið, það er afþví að áður fyrr svaf ég svo mikið ég gat sofið allan sólarhringinn og ég gat sofið alls staðar, Venjan var að ef einhver hringdi og spurði eftir mér að þá var svarið nei því miður hún er sofandi get ég tekið skilaboð. sko ef það er hringt eftir kl 8 á kvöldin núna að þá er sagt að ég sé sofnuð því jú ég fer inn á kvöldin með stelpunni og næ þá ofast að sofna í amk. 1klukkutíma, en reyni svo að liggja sem lengst í rúminu og hvílast, en gefst svo oft upp líkt og núna en ætla að reyna aftur á eftir að sofna, oftast reyni ég einhvern tíman að deiginum að fara inn í rúm og sofna, og aftur ef það tekst að þá er það í mestu klukkutími sem ég næ. Það breytir samt engu með nætursvefnin, það skiptir ekki máli hvort ég leggi mig að deiginum til eða ekki. bla bla bla bla bla........ veit ekki einu sinni afhverju ég sit hérna og pikka og pikka á tölfuna, hef ekki hugmynd hvort einhver hafi áhuga eða ekki að lesa það sem ég skrifa enda er það kanski ekki höfuð málið, málið er að það er gott að geta losað aðeins af hausnum (ef þið skiljið). góða nótt
12.5.2008 | 07:59
Það er gott að geta brosað
Í dag er eikkað heimskulegt bros á vörum mér, veit ekki hvað það er, einhver gömul tilfinning sem er að kíkja í heimsókn, tilfinningin er gleði og friður, í fyrsta sinn i langan tíma sit ég allveg slök fyrir framan tölfuna, Ég er nokkuð tengd sjálfri mér og ég fyllist von, von um ekkað betra andlegt ástand en ég hef verið í en þó þetta muni bara vara í nokkrar mínútur eða vonandi klukkutíma að þá mun ég þakka fyrir það. Kanski er að Sólin og fuglarnir og þessar stóru "yndislegu" randaflugur sem eru byrjaðar sveima og tilkynna komu sumarsins, sumarið er jú tími ástarinnar, kanski verð ég ástfanginn í sumar ef ekki af einhverri mannveru þá bara lífinu sjálfu. Ég ætla samt ekki að gera neina sérstakar kröfur til komandi mánaða eða ára nema meiri sálarró, en svo sorglet sem það er að þá er það einmitt ég ein sem get bætt einhverju þar, þarf bara að reyna að sætta mig við MIG, það eru auðvitað til betri manneskjur en ég en líka verri (úps þar sagði ég það). áðan var engilinn minn að vakna, yndislegt að taka hana í fangið og finna ylinn af henni og lyktina og finna hversu sterkt ég elska hana.
nú ætla ég að segja ykkur soldið sem fæstir eru ekkað að deila með öðrum. Ég veit ég tönglast á því að ég elski barnið mitt og það geri ég svo sannarlega NÚNA og það er ekki sjálfsagt og þó jú að finna fyrir þessari tilfinningu. Ég líkt og svo margar aðrar konur lenti í fæðingarþunlyndi og það er hrillilegt ekkert er jafn sárt og það, að fá lítinn engil í fangið og finna nákvæmlega EKKERT en þannig var það kanski fann ég jú mest fyrir hræðslu, ég var komin með líf í fangið sem ÉG átti og á að bera ábyrgð á, ég varð skelfingu lostin og í staðin fyrir hamingju yfir lífinu í fanginu á mér fannst mér ég halda á reipi, keðjum what ever bara ekkað sem myndi binda mig, ég vissi að ég átti að tárast af ást og hamingju en ekkert, ég get ekki sagt ykkur hvað það var sárt og er enn að hugsa til þess, þar sem nú er EKKERT í heiminum sem ég veit til þess að sé DÁSAMLEGRI en hún, og hún elskar mig. það þarf ekkert að efast um það, þessir englar eru tilbúnir til að taka manni hvernig svo sem maður er, þau sjá mann ekki einsog við fullorðnu gerum þau sjá sálina held ég. Ég ætla að bakka aðeins, auðvitað hef ég samt alltaf elskað hana fyrst var ég bara of hrædd að til að leyfa mér að elska hana, hélt að eikkað eða einhvert tæki hana frá mér , mér fannst hún líka ekki eiga það skilið að sitja uppi með mig, hún á eftir að verða pirruð á mér og hefur örugglega oft orðið það, reið langað að öskra á mig en ekki afþví hún þoli mig ekki heldur afþví hún Elskar mig líkt og ég hana, oft er líkt og hún sé að passa mig og kenna mér ekki öfugt, hún hefur sagt mér sögur afþví þegar að ég var lítil og hef ég lúmst gaman afþví og leyfi mér að halda að það gæti svo sem hafa verið einhvern tíman áður í öðru lífi. Ég held við séum alltaf með sama fólkinu aftur og aftur, nei ekki fólkinu heldur sálunum, Ég vona það allavega því þá get ég elskað fjöslkyldu mína lengur. Ég veit fólki langar stundum að æla yfir væmninni í mér en so what, svona líður mér bara. Elska þau öll á sinn hátt, stundum hata ég þau það er þegar að þau líkjast mér of mikið eða eru bara að eru óhamingju söm þá þoli ég þau ekki því þá taka þau athygli frá mér, aumingja mér ég sem á svo bágt, það fær allavega fjölskyldan oft að heyra, ég finn til hérna og þarna ég get tönglast á því dagin út og dagin inn (verð samt brjáluð á fólki sem er svona), núna velti ég því fyrir mér hvort ég finni í alvörunni til í líkama mínum eða bara hvort þetta sé allt í hausnum á mér, kanski ekki skrítið að ég velti því fyrir mér, það hefur komið svona nokkrum sinnum fyrir mig undan farið að ég heyri og skynja ekkað sem ekki er rétt, ég er semsagt létt geggjuð. Það þarf samt ekki að loka mig inni eða neitt sollis, það stendur engum ógn af mér nema sálinni minni. það er samt í vinnslu. þið takið eftir því að ég veð úr einu í annað, ég hef svo margt að segja að ég veit ekki hvernig ég get komið því öllu frá mér líkt og mér hafi verið skammtaður einhver ákveðinn tími til að segja hvernig mér líður eða hvað mér finnst og finnst ekki. Það er veikt fólk í umferð sem getur lesið bloggið mitt og kanski beitt einlægni minni gegn mér, en ég ætla að standa og falla með því.
Ég og sólargeislinn minn ætlum að eiga góðan dag SAMAN. vonandi verður hann ykkur góður líka.
12.5.2008 | 07:03
Veggurinn...
Hvernig get ég verið svona vitskert? Ég hef verið að velta því fyrir afhverju ég reiðist vegginum mínum svona mikið og ég hef komist að ástæðunni, þessi veggur sem var sterklega bygður úr múrsteinum, hann var fallegur allveg hreint listaverk er allt í einu búin að missa ljóman og steipan sem hélt múrnum saman var aftur orðin blaut og allt farið að renna til, það var einhver búin að særa og skemma vegginn minn hann var að hrinja og ég get svo lítið gert annað en horft á og reiðst veggnum fyrir að hafa verið særður og að hann glansi ekki líkt og fyr, líkt og aðeins ég hafi verið særð, en veggurnn hefur líka verið særður og ég reiðíst í alvöru ekki vegginum heldur þeim sem hafa verið að veikja veggin minn, Ég elska veggin minn svo er hann að hrinja fyrir framan mig, afþví það hefur fólk verið vont við hann (ég líka) og veggurinn er bara orðin þreytur og hann finnur til, mig vantar vegginn minn, ef veggurinn minn hrinur að þá hrin ég líka og ég held að ég myndi bara gefast upp. Oft hef ég setið og kastað skít í veggin minn afþví að það voru að koma rifur á milli múrsteinanna, í staðin fyrir að reyna að styrkja vegginn að þá hjálpaði ég við að rífa hann niður afþví ég var og er hrædd, hann má ekki hrinja. mig langar ofboðslega mikið til að læðast inn núna og faðma vegginn minn og segja að ég elska hann og ég muni ekki leyfa neinum að skemma hann, Veggur ég bara elska þig óendanlega mikið, (TEK ÞAÐ FRAMM AÐ VEGGURINN ER MAMMA). Ég sagði eitt sinn hér í bloggi að maður ætti í raun að standa upp og taka ofan fyrir henni og það er rétt. hún hefur unnið endalaust í góðgerðar starfi, hjá rauða krossinum, Aflinu og bara fjölskyldunni og heldur alltaf áframm þó hún sé löngu búin með orkuna sína, samt reynir hún.
Guð ég bið þig vertu með veggnum mínum nú og alltaf.
ps. mér er sama þó ykkur finnist ég væmin
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 16:38
stundum fer ég....
Bara framm úr sjálfri mér ég reykti 2 sígarettur eða kanski voru það þrjár og strax ákveðin í því að ég væri fallin, en í alvöru að þá hef ég það ekki í hyggju að reykja, mig langar ekkert til þess og fynnst reykingar ógeðslegar, en það virðist svo sem ekki skipta máli hvort manni þyki hlutirnir í lagi eða ekki maður gerir það samt, ég veit ekki kanski verð ég búin að fá mér sígarettu áður en mér að tekst að senda þetta frá mér, hver veit hvað Svala gerir??????????' Þegar að fólk segir við mig þú átt að vera svona og gera svona þá verð ég svo pirruð hver erum við að segja einhverjum öðrum hvernig þeir eigi að vera og hvernig ekki???? Erum við ekkað betri en hver annar? ert þú betri en ég eða eda er ég ekkað betri en þú? vissulega höfum við skoðun á hlutunum enda væri annað hundleiðinlegt en þá er líka betra að segja MÉR finnst að þú ættir að gera hitt eða þetta, því þá er þetta bara álit einnar manneskju en ekki ekkað algilt.
Þreytan er virkilega farin að segja til sín hjá mér, skapið allveg vonlaust, reyni að hemja mig en gengur ekki alltof vel, ALLIR fara ógeðslega í pirrurnar á mér, en samt reyni ég að setja upp þetta heiskulega bros og segja allt í fínu og auðvitað máttu traðka á mér, hver er ég til að banna það. ég meina ég var keipt í tuskudeildinni í RL búðinni (rúmfatalagrernum). það voru teknir afgangar að gömlum afrifum pressað saman og kallað tuska og kostar aðeins 99kr vá og ekki einu sinni á tilboði.
Í dag er þessi yndislegi mæðra dagur, til hamingju mæður með að hafa eignast litla engla til að bæta, ég við eigum að dáðst meira af því heldur en mömmonum sem sjalfum, því að án eiinglanna væru við ekki mæður og ekki sömu manneskjur og við vorum, við það að eignast lítið barn gjörbreytist allt, maður fær að fá að vakna á næturnar við grenjur og kúkalbeyjur og maður er orðin það skemdut að manni finnst það YNDISLEGT. fleyri andvökunætur og kúkableyjur takk.
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar