Færsluflokkur: Bloggar
24.3.2008 | 05:13
Svefn?
Mikið gæfi ég fyrir að ég gæti sofið, Mér hefur ekki tekist að sofa mikið í nótt, útaf verkjum við það að anda, hósta og særindum í hálsinum, Mér finnst þetta bara ekkert skemtilegt. Í fyrradag æddi ég upp á sjúkrahúst til að hitta vaktlækni, þar mátti ég bíða í einn klukkutíma og fjörutíuog fmm mínútur, bara til að komast að því að þetta væri bara inflúensan og ekkert við henni að gera. Svo í gær æddi ég aftur upp á sjúkrahús til að hitta vaktlækni, en í þetta skiptið var ég að fara með stelpuna mína, við fengum að bíða í 2tíma þarna uppfrá í það skiptið og bara til að fá að heyra það sama, Ég ætla ekki að fara þangað í dag aftur, ekki séns. En hvort ég sé sammála því að þetta sé bara influensan, það er ég ekki, Ætla bara að tala við minn heimilislækni á þriðjudaginn hann þekki mig best og er afar góður læknir.
Ég og dóttir mín vorum ekki í miklu páskaskapi í gær, samt er hún vaknaði þá sagði ég henni að fara að leita af páskaeggjunum sínum, hún var ekki lengi að finna þau, en það eina sem hún vildi með þau var að taka strumpana ofan af þeim. hún snerti varla súkkulaðið eða nammið, enginn áhugi fyrir því og guð hvað ég skildi hana vel, mér hefur ekkert langað í neit síðan að ég varð lasin. Ég átti sjálf eitt páskaegg og fengu hinir á heimilinu bara að njóta þess. enda vantar mig ekki beint hitaeiningar, er allt og þung.
Nú er stelpan mín að fara suður í dag með systur minni í x langan tíma. Mér langar helsti til að hætta við að leyfa henni að fara, en get það samt varla ég var búin að lofa henni því og það er víst ljótt að svíkja loforð. Svo held ég líka að systir mín yrði brjáluð ef ég segði nei því hún er frekar mikið hrifin af stelpunni líkt og öllu börnum, Svo ég verð bara að loka munninum og segja ekki orð.
heyrumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 01:32
I´m sick
blessuð öll sömul, nú hef ég ekki bloggað í nokkra daga, eða allt svo frá því á miðvikudag hled ég. sko ástæðan fyrir því er sú að stóra systir mín kom norður og hennar talfa verður að vera í sambandi og mömmu talfa og örnu talfa, þannig að mín má ekki vera í notkun meðan að þau eru hérna, ég ákvað samt áðan að taka mér það bessa leyfi að plugga mína tölvu í samband og blogga. Enda gerir það voðalítið til þar sem að þau gistu ekki hér í nott.
Sko ég hef haft nóg að gera hérna heima síðustu daga, og er það bara ágætt en ég held að núna verði ég til lítis gagns, Því í gær vaknaði ég með þessa fínu hálsbólgu og hita, og er hún bara frekar slæm, ég held að hálsbólgan sé valdurinn af því að ég get eingan veigin sofið núna, svo erfitt að liggja útaf og anda. Það er gaman að þessu öllu saman. En það er hreint út sagt lygilegt hvað ég er oft lasin og veik, er ekki allveg að verða komið nóg? Mér finnst það.
Jæja mamma er að hressast eftir aðgerðina, reyndar fór hún á sjúkrahúsið í fyrradag því blóðþrýstingurinn var ekkað að stríða henni, þá var henni skipað að hætta á blóðþrýstings lyfjunum og var hún strax skárri í gær, sem er gott, Ég verð að segja eitt um þennan lýtalækni og það er að hann er djöf... fær í sínu starfi...
Ég óska ykkur gleðilegra páska. við heyrumst kv. einfarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2008 | 08:00
Hva eru ekki allir vaknaðir
Ég vaknaði rétt fyrir kl hálf 6 í morgun, rosa mikið stuð, eða ekki, Stelpan vaknaði kvartandi og kveinandi bara illt allstaðar greyinu, svo ég ákvað að mæla hana og reindist hún vera með 39,5 stiga hita. þannig að hún var bara með svona mikla beinverki engillinn. Við fórum svo bara framm og ég fann ekkað handa henni að borða og drekka, svo skellti ég mér í þvotta húsið og er nú að baka maregns fyrir mömmu, Svo ég er bara aktív í morgun sárið, Voða gott svo þegar ég er búin að vesenast að þá ætla ég að fara í heita og góða sturtu og bera á mig ekkað gott krem með góðri lykt.
Hey ég var búin að gleyma að segja ykkur að ég er búin að snoða mig, fólk tekur því svona misjafnlega vel, mér finnst það fara mér ágætlega en jæja allir verða að fá að hafa sína skoðun á þessu, þetta var það eina sem mér datt í hug að gera við hárið á mér, sko ekki á ég pening til að fara í klippingu og litun og allt það vesen, og hárið á mér var komið í leiðinlega sídd þannig að bara af með það allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 17:50
Að fara til augnlæknis
Jæja ég fór með stelpuna til augnlæknis í dag rétt fyrir kl 2 og það tók einn og hálfan klukku tíma. Stelpan var ekki mikið hrifin af þessu og var bara hreint fúl við mömmu sína fyrir þetta, fyrst var hún svo feimin að hún gat varla litið á konuna, svo þegar hún var rétt að fara að þíðast hana að þá setti konan einhverja dropa i augun á henni og við það sturlaðist stelpan, og álit hennar á greyið konunii fór allveg. jæja svo var það að tala við augnlækninn sjáfan og ekki var það betra, troða einhverju ljósi í augun á henni, hún var allveg orðin geðveik í skapinu. jæja það kom útúr þessu að stelpan þarf gleraugu til að ganga með allan daginn. voða gaman. hún er svona skemmtilega fjarsýn einsog mamman og tölurverð sjónskekkja. en þá er bara að splæsa í gleraugu, hún verður að sjá stelpan. en droparnir sem settir voru í augun á henni eru að virka í 2-3 kl eftir að hafa verið settir í augun. og er virknin þannið að þetta þenur út augasteinana sem veldur því að barnið sér nánast ekkert sem er nálæg henni og ljós og birta fer í hana. og það hefur það i för með sér að hún er rosalega skap góð eða þannig. Ég er núna að búa til kvöldmatinn og baka einhverjar brauð bollur. svona á milli ferða í þvotta húsið. er að spá í að nota morgun daginn í að baka marengs fyrir mömmu. og skúra gólfin og taka til. Rosa gaman hjá mér.
heyrumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 12:36
Dagin í dag, Dagin í dag......
jæja vaknaði hress í morgun kl 06:40 með dóttur minni.Svo fór ég með hana í leikskólan í morgun, þaðan brunaði ég til læknis í hefbundið eftir lit. það kom í ljós þar að ég þarf að fara í röntgen mynd með hnéið á mér og sneiðmynd, hann grunar að það sé ekkað slitið þarna, allavega er ekkað að jú þetta er nú einu sinni ég,, GÖLLUÐ vara. Svo er ég búin að baka 3 kökur í dag, 2 fyrir paba og 1 fyirr heimilið hérna. Stóra systir mín og mágur eru að koma á morgun og hlaka ég til þess. Mamma fór í brjósta aðgerðina í gær og er að reyna að jafna sig á þessari stóru aðgerð, það mun að sjálfsöðu taka töluverðan tíma fyrir hana að jafna sig á þessu. Þannig að nú er ég komin með nafnbót Svala húsmóðir. flott ekki satt. Það er eitt við þetta ég á erfiðara með að halda mömmu góðri heldur en stelpunni, hún bara vill stundum ekki skilja það að hún á að liggja fyrir og hafa það gott, hún má ekkert gera ekki einu sinni vera við tölfu. Jæja ég þarf að fara að fara út, er að fara með stelpuna til augnlæknis og þaðan með hana í klippingu. nóg að gera og það er mjög gott fyrir mig, þá næ ég ekki að sökkva mér í mínar eigin hugsanir og vitleysu.
Ferð ég þó að passa mig að fara ekki framm úr sjálfri mér og liggja bakk í rúminu. ég verð líka að passa mig. ég er jú 100ára miðað við líkamann allavega. Ég er svo sem ekkert mjög gömul í anda.
kv.Ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 10:44
Mornig every one
pabba helginni lauk skyndilega í gær, ja það hlaut líka að gerast, ekki geta þau verið með hana heila helgi. En bara allt gott um það að segja, stelpan var bara þæg og góð og fór bara að sofa á sínum tíma og vaknaði kl hálf 7 í morgun. Mér tókst hins vegar ekki að sofa vel, bara nánast ekki neitt, var með einhvern verk í fingrinum. já ég er gölluð vara. Ef að einu líkur að þá tekur bara ekkað annað við. ég hef þá allavega ekkað til að kvarta yfir . En hann þykist ætla að koma núna um ellefu og taka hana ekkað út með sér, sjáum hvað það endist lengi, hef ekki mikla trú á þessu. Ég kanski næ þá að halla mér í hálf tíma eða svo.. Ætla svo að reyna að kíkja á uppáhlads frænda minn í dag, svo er planið víst kvöldmatur með pabba, pizza eða ekkað sollis. Ekki beint hollusta. Ég ætla samt að reyna að halda mér vakandi soldið lengi í kvöld, þarf nefnilega að fasta frá miðnætti á allan vökva og allt, útaf því að ég er að fara í segulómskoðun í fyrra málið kl 09:20. gegt gamgan
jæja heyrumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 13:04
Bla.Bla. Bla.
jæja gærdagurnn endaði ágætlega, ég for að sofa heftir að hafa horft á Bandið hans Bubba, fínir þættir, þessi Arnar er geðveikt góður og Eyþór líka. mér tókst að sofa til klukkan átta í morgun, ég vakaniði ágætlega, er búin að keyra pabba í búðir og svo mömmu líka. þannig að ég er orðin soldið þreitt núna er að spá í að leggja mig aðeins, maður er svona eins og illa gerður hlutur þegar að stelpan fer í pabba helgi, sérstaklega núna því það er komin rúmur mánður sem hún var síðast yfir helgi hjá þeim. Ég fór og skoðaði nýja rúmfatalagerinn, með mömmu áðan, fannst nú ekkert sérstaklega mikið til hans koma en jæja. kanski bara að breytingar fari ill í mig.
skrifa kanski seinn í dag, ef ég nenni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 20:08
Hugrenningar
Ég hef gefist upp á að reyna að skilja eina fjölsk. sem ég tengist, það er allveg komið á hreint að það er sama hvað ég geri, mér mun ekki takast að gera þeim til hæfis, þau hafa einsett sér að vera á móti mér í einu og öllu svo það skiptir ekki máli hvað ég geri þeim mun ekki líka það af einhverjum ástæðum sama hversu fáránlegar þær eru. Ég verð samt að segja að þetta tekur á, því ég hef það á tilfinningunni að þau hafi alltaf rétt fyrir sér og ég sé hreint ömurleg manneskja, hvernig á ég að finna sjálfa mig ef ég mótast bara af skoðunum annara, ég held það sé ekki hægt.
Þegar að mér líður illa að þá reyni ég að finna eikkað sem lætur mér líða betur hvort sem það er ekkað sem ég les, sé, heyri og eða bara hugsa. Ljóð hafa oft mikla þýðingu fyrir mig. það er til eitt ljóð sem heitir Gjöfin eftir Úlf Ragnarsson lækni að kristnesi Akureyri. Ég tek ekki þá áhættu að skrifa það hérna upp, einhverju gæti dottið í hug að kæra mig fyrir ritstuld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 14:10
Skap sveiflur...
Það virðist sem ég sveiflist allveg rosalega þessa dagana, veit hreint ekki hvort ég eigi að hlægja eða grenja, verst að geta ekki gert bæði í einu, Í gær átti ég góðan dag, var hress kát og næstum þvi skemmtileg (sem gerist sjaldan). en í dag upplifi ég mig svo leiðinlega að ég nenni vara sjálf að hanga með mér, svo ég skil vel ef þið nennið því ekki. Ég vaknaði kl 4 í nótt og er búin að vera vakandi síðan, kanski það eigi einhvernn þátt í því hvernig mér líður. Lítill svefn í nokkra daga held ég að geri hvern dag vitlausan, amk. mig. svo á maður engan aur, svo ekki get ég farið og gert ekkað skemmtilegt, eða leiðinlegt. Verst fynnst mér þó, ef dóttir mín biður um ekkað, sem kostar ekki mikið og ég verð samt að segja NEI. Hún er að verða þreitt á þessu svari. Fólk hefur verið að segja við mig að það geti ekki verið að mér líði ekki vel. því ég líti svo vel út. En það er einmitt það sem ég geri þegar að mér líður eki vel, þá passa ég upp á að ég líti vel út komi vel fyrir og brosi ( svona golgate brosi). Allavega það er ekkert sama sem merki á milli útlits og líðan hjá mér...
Nú er móðir mín að fara í brjósta aððgerð á mánudag, og veit ég ekki hvernig ég upplífi það, Mamma allt í einu komin með flott brjóst og þrem mánuðum seinna verður svuntan tekin og vúlla mamma orðin hasar gella. Sko mér finnst það ekki fyndið. en auðvitað vona ég innilega að þetta gangi vel fyrir sig hjá henni og hún verði fljót að jafna sig. Svo er stóra systir min að fara að gifta sig í næsta mánuði og Óska ég henni og unnusta hennar innilega til hamingju. Þau eiga það svo sannarlega skilið að vera hamingju söm. Okkur systrum hefur nú ekki alltaf samið og oft hef ég haft það á tilfinningunni að hún hati mig, en þegar ég varð /barnshafandi fyrir 4, árum að þá einhvern veigi bretist allt, teingslin urðu sterkari og hún hefur óneitanlega mikið hjálpað mér með dóttir mína, Ég þjáðist fyrstu 2 ár ævi hennar af fæðingarþunglyndi, sem var erfitt. ég sleit líka sambúðinni með föður hennar er hún var rétt rúmlega 1 árs. En allavega það hefur margt verið í gangi hjá mér síðustu ár. margt sem ég hef verið að glíma við, og ég dáist að því hvað fjölsk. hefur verið dugleg að hjálpa mér, og líta frammhjá því sem ég hef kanski gert,sem er ekki stúlki sæmandi. Þau hafa verið þarna til að grípa mig hjálpa mér að rétta mig við. Svo TAKK elsku fjölsk.
lífið hjá mér snýst núna bara um það að lifa, hugsa um dóttir mína og reyna að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Vona að það sé satt sem sagt er að Góðir hlutir gerist hægt.
Æðruleysis bænin hjálpar. (svona þið sem trúið á ekkað gott, skiptir engu máli hvað það er bara að það sé algott og geti fyrirgefið allt)
Ég bið guð að geyma ykkur öll í dag jafnt sem aðra daga.
einfarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 13:34
Pestin hefur fengið nafn:::::
Jæja pestin sem hefur verið að hrjá mig, fékk nafn í gær, nafnið er Lungnabólga, það er þó gott því þá hef ég fengið ekkað við henni og get farið að losna við hana. Jibí, annars er ekkert að frétta af mér í dag ekki margt skeð frá því í gær. Annað en ég ætlaði að fara að gera skattskýrsluna og það er of flókð fyrir minn haus svo ég æla að láta einhvern gera það fyrir mig.................
bæ í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar