Færsluflokkur: Bloggar

Góðan daginn,

jæja ég vaknaði nokkuð hress í morgun svaf ágætlega í nótt, og hef sennilega farið rétt framm úr rúminu. Ég fór í foreldra viðtal í morgun kl 8 og var það bara fínt, Þau á leikskólanum höfðu bara allt gott að segja um stelpuna, og ég var ánægð þegar að þær sögðu að það sæist vel hvað væri hugsað vel um hana. Hún er bara best.. Ég er ekki búin að plana neitt sérstakt fyrir daginn, bara taka því rólega held ég.....

Jæja ég loksins að pestin sé á förum, allavega vona ég það......

 

heyrumst. einfarinn 


Þunglyndi

Myrkirð er að ná algjörum meiri hluta í hausnum á mér, líkt og þoka sem verður alltaf meiri og þykkari, byrjar léttskýjað og endar í fárviðri, ef ekert er að gert, en það er svo undarlegt með þennar víta hring þú veist hvað er í vændum og hvað þarf að gera, en hefur samt ekki mátt í þér til að framkvæma það, og áhuginn á öllu er hverfandi, skrítið þetta líf, hjá mér virðist allt líf mitt vera háð einhverju hring sem þarf sárlega að breyta. Ég er ofþung eins og allir vita sem þekkja mig og það fer ekki vel með sálin, þú veist skömmin og sektarkenndin. (jú þetta er sjálfskapar vít) ok þyngdin veldur mér þunglyndi, og þunglydið veldur því að ég borða meira og því mun sætari þeimun betra segir hausin mér, en hvað gerist auðvita þyngist ég og þið skiljið allt fer í hringi........ Ég væri sennilega búin að taka líf mitt en ég hef í alvörunni ekki kjarkin í það, er bara heigull, en það er samt þreytandi að vera alltaf með þessar hugsanirog langanir til þess, en kjarkin vantar... Sem er kanski gott fyrir aðstandendur. Ég hef það á tilfinnigunni að það er til fólk sem þykir vænt um mig.... þá púkin á vinstri öxl seigji ekki. Ég verð bara að leggja þetta í hendurnar á æðri ætti (einsog hver og einn skilgreinir hann). Ég held ég skrifi ekki meira í bili. ég mun blogga aftur

 

Guð geymi ykkur öll....                                                        ykkar einfari 


Hvað er að???????????????

Þetta er búið að vera vægast sagt leiðinlegur dagur,bara ekkað svo erfiður, ég finn að þunglyndið er að banka heldur hressilega á dyrnar, ég vildi ekki opna en ég varð annars hefði það bara ráðist inn með látum, það er ekkert skárr skal ég seigja. svo hef ég ekki verið húsum hæf í dag, það er svona þegar að maður á ekki fyrir tóbaki en hefur samt ekki undir búið sig að hætta þessum ósið, það fer svona nett í skapið á mér, líkt og mörgum, Og ekki kemst ég neitt í heimsókn eitthvert því bensínið verður að duga mér til að fara með stelpuna í leikskólan, vonandi endist það bara til páska. Ég ætla ekki að hrella ykkur með þessu aura röfli í mér. Svö leit ég aðeins inn til Lögfræðingsins í dag þennan sem sér um nauðgunar málið og varð BRJÁLUÐ þar hann spurði hvort ég væri ekki búin að gleyma þessu HALLÓ. þetta er ekki ekkað sem maður gleymir. En hann ætlar að sækja um gjafasókn fyrir mig svo ég geti endur kært fíflið.....

 

Nenni ekki að skrifa meira bæ 


Þetta kvef er endalaust.

Þetta er þrálátasta kvef sem ég hef nokkurn tíman fengið, það bara vill ekki fara, hreint óskiljanlegt, sko ég veit ég er skemmtileg en nú er komið nóg og það má fara. Ég var heldur betur pirruð í gærkvöldi ég var rétt að sofna þegar að þeir tóku til að fara að sperngju upp kl:23-30 einhverjar ragettur og það var þá eingin smá sýning hjá þeim ((veit ekki hverjir stóður fyrir þessu) og lætin eftir því, stelpan hrökk upp og ég náði henni ekki niður fyr en eftir rúma 2 tíma, og Lady (hundurin okkar)  hún er svo hrædd við svona að ég hélt hún fengi hjartaáfall. en jæja við sofnuðum aftur um kl 2. Svo var ég vöknuð kl hálf 6 í morgun. Ég vaknaði þó í betra skapi en í gær, sem er fínt. Ég er bara þreitt á pestinni eins og ég er búin að marg seigja. Ætla bara að taka það rólega í dag, enda ræktin og sjúkratjálfun í fyrra málið,

 

 

                                                        Fátt annað að segja í bili. heyrumst...... 


Hvað er að mér??????????????

Jæja nú er ég búin að leggja mig í klukkutíma náði ekki að sofa meira, og það hlítur bara að vera hægt að fara vitlaust úr rúminu núna, Það er sennilega satt að ég sé soldið röndóttur karakter og nú er ég föst með vona rönd uppi. Vonleysið hefur heltekið mig og satt best að segja er mér nákvæmlega sama hvort ég sé lifandi eða ekki í augnablikinu. Ég bara sé enga leið útúr þessum vandræðum mínum.... ohhh vona að morgundagurinn verði ekki svona, það er nefnilega soldið hættulegt ef ég fer of langt niður. Þá fæ ég heimskulegar hugmyndir, og þar sem ég er soldið hvatvís að eðlisfari, framkvæmi oft og hugsa eftir á, sem er galli skal ég seigja ykkur, oft hef ég frammkvæmd ekkað sem er svo heimskulegt að það nær engri átt, þegar að þannig er gallin á mér......

 

Ef einhver hefur einhverja hugmynd um hvað ég geti gert, að þá er hún vel þeigin. Og svo þið vitið það að þá má skrifa í Athugarsemdir, fólk þarf ekki að vera sammála mér, Það er líka oft bara ágætt að geta sæst á það að vera sammála um að vera ósammála, við höfum öll skiptar skoðanir á lífinu og því sem því fylgri, annars væri þetta nú frekar leiðinlegt.

 

 nú ætla ég að fara að klæða stelpuna í einhver föt, því pabbi hennar ætlar að koma og taka hana í smá stund..                                    þannig að ég blogg meira seinna. bæ í bili


Hva eingin vaknaður?

Jæja það er alltaf yndislegt hvað ég næ alltaf að sofa út, sko ég náði að sofa allveg til hálf 5 í morgun. Eini gallin við þetta er hvað aðrir geta verið miklar svefn purkur, ég meina flestir fara ekki á fætur fyr er en í fyrstalagi kl 07-00 hvað er það?. Kanski eru bara allir aðrir svona ófríðir að þeri þurfi á svona miklum fegrunarblundi að halda. Mikið er gott að vera falleg.

Hey ég var að rifja upp svona hvaða orð hafa verið notuð til að lýsa mér, og það er nokkuð skondið skal ég seigja ykkur. Ég er óborganleg (Heimilislæknirinn). Ég er ofboðslega röndóttur karakter, sem mætti reyna að snúa björtu röndunum oftar upp (áfengisráðgjafarnir). Ég er svo illa haldin af sjálfseyðingar hvöt að ég veit ekki hvað ég á að gera við þig (kæri sáli). Semsag ég er óborganlegur röndóttur karakter sem er haldin sjálfseyðingarhvöt. það er ekki amarlegt.....
 
Plan mitt fyrir daginn er að fara með stelpuna í leikskólan kl 07-45. svo fer ég í sjúkratjálfun og nálastungur kl 09-00. svo ætla ég að ræna banka. og hef pottétta ástæðu fyrir því handa löggunni.
sko í 1. lagi á ég bara 1690kr eftir til að lifa út mánuðinn, sem er frábærrrt. 2. Ég hef ekkert betra að gera jú ég er nú löggiltur aumingi. 3. sko ég er bara að reyna að vera atvinnu skapandi, sko hvað hefðuð þið gert ef ég hefði ekki brotið af mér, (setið á rassgatinu). 4. Mér gengur svo illa að vinna í lotto, (ætti kanski að byrja á þvi að kaupa miða, það gæti hjálðað).
sko hvað ég er gáfuð, þetta verður pottétt rán, og þá er það bara hvernig ég ætla að fara að þessu, ég labba rólega inn í bankann, tek mér númer og bíð eftir kalli gjaldkera, svo þegar að það er komið að mér, þá labba ég að borðinu og brosi voða sættTounge og seigi upp með hendur og niður með brækur og kondu með alla peningana undir eins..........
 
 
jæja ég elska ykkur öll. kanski blogga ég aftur í dag ef mér leiðist, svo gaman að bulla í ykkur dúllurnar mínar............                                              ykkar Einfari 

tveir snillingar = einn hálviti

smá útskýring á þessum titli: Við mamma vorum rosalega skýrar á laugardaginn. sko við fórum á Glerártorg, sem var svo sem í lagi, nema það að mamma keypti þar ægilega fínt nuddtæki á 400kr í rúmfatalagernum, við vorum ægilega lukkulegar með þessi kaup og förum heim. svo biður mamma mig að setja batterí í fína nuddtækið okkar, ég geri það samviskulega, rétti henni það svo og bið hana að athuga hvort tau snéru ekki rétt, jú jú sagði hún, en tækið fer ekki í gang, við ákveðum að ég skuli nú fara með þetta og skila því. En við vorum ekkert stressaðar á þessu, Hjalti bróðir kemur svo í heimsókn á sunnudeiginum og við mamma sýnum honum nuddtækið og segjum honum að það virki ekki og hann meigi líta á það ef hann vilji, hann gerir það. Svo heyrist í honum, þið vitið að þetta er fótaraspur og svo er betra að batteríin snúi rétt og séu öll í. semsagt nuddtækið reyndist vera fótaraspur og það vantaði 1 batteri í. Mikið er ég feigin að ég var ekki búin að skila þessu.

Enn svona fara veikindin með mann.

þetta er ekki búið enn. mamma skreppur í apótek á mánudaginn og fær þar prufu að kremi sem á að virka á allan andsk. þar á meðal frunsur og sollis. það er frekar mikil lygt af þessu. svo okkur þatt í hug að bera það undir nefið á okkur (svona til að losa um hor og sollis) sem var ekki mjög gáfulegt get ég sagt, þar sem við vorum mjög aumar eftir nefrenslið og það orðið næstum að sári. það sem við höfðum uppúr þessu var sviði þá meina ég SVIÐI, líkt og það væri búið að kveikja í okkur, við hlupum upp til handa og fóta og rifum viskastykki kældum það og skelltum undir nefið. við erum algjör gáfnaljós.   
Dagurinn í dag. Búið að vera ágætis dagur, frekar tíðindalítill. að undanskilldu því að ég fór í mitt vikulega viðtal til heimilislæknisins, ég hélt hann myndi fá hjartaáfall, hann var svo ánægður með mig, (ég hætti nefnilega á svefnlyfjunum) það var einsog ég hefði unnið ekkað stórt afrek. allur tímin fór í það að hæla mér og dáðst af mér. Gott fyrir egóið og allt það. Bara átti ekki von á þessu. Svo fórum við mæðgur í prinsessu leik eftir leikskóla. ég mein hvernig get ég fullþakkað guði fyrir dóttir mína hún er eingill. Það er ekkert og enginn sem ég elska meira en hana.
 
 bæ í bili 

Dagurinn í dag.

jæja jæja, loksin virðist sem kvefið og veikindin séu á undanhaldi alla vega eru við mamma mun skárri í dag en í gær, sem er mjög gott. Ég hef tekið ákvörðun um að hætta að ergja mig á öðru fólki, ég verð víst að taka fólki einsog það er get ekki breytt þeim. og svo er spurnig að þó mér tækist það yrði ég þá nokkuð ánægðari held kanski ekki. Ég meina það eru bara ekki allir jafn frábærir og égSmile þetta var djók bara svo það sé á hreinu. Í gær uppástóðu sumir að ég væri í alvöru það illa innrætt að ég væri að reyna að stjórna því hvernig dóttir mín upplyfir suma. Ég allmennt tala vel um fólk við alla og ég myndi ALDREI reyna að snú dóttir minni gegn sumum eða tala illa um suma við hana, ég er ekki þannig. Ég tel að öll þurfum við á báðum forledrum að halda. ég myndi þar af leiðandi ekki reyna að hafa áhrif á það hvernig hún upplifir föður sinn.

 

Einnig tel ég að börn þurfa rosalega mikið á hlýju og ást að halda og jákvæðri gagnrýni og hóli að halda. hverjum þykir ekki gaman að fá hrós. Ef mér er hrósað að þá fær það mig til að gera enn betur og eykur sjálfstraustið hjá mér.

 

                                                            Við erum öll ágæt á okkar eigin hátt. 


Grátur og gnýstan tanna

Jæja jæja. ég veit að ég ætlaði að skrifa í gær eða fyrradag, en ég er svo lasin að ég get vart hugsað hvað þá gert ekkað. bara svona til að sanna mál mitt, þá fór ég með stelpuna í leikskólan í morgun sem er ekkert nýtt en þaðan fór ég með bílin í smurningu þar horfðu menn á mig einsog geimveru eða dauðadrukkna sem ég held þeir hafi haldið allavega þegar að ég var rétt búin að keyra frá verkstæðinu þá var löggan komin fyrir aftan mig og elti mig alla leið heim. mér fannst þetta ekki sniðugt, Þannig að ég hef tekið ákvörðun með það að vera ekki á ferðinni fyr en mér batnar smá. Stelpan mín fer til pabba síns í dag, eftir mikið tuð og þras. Aldrei eru þau þarna heima hjá honum tilbúin að vera með stelpuna þó við mamma liggjum báðar og ég hafi engan annan til að leita til. en svo á ég að hlaupa um til handa og fóta fyrir þau. ég meina ef einhver af heimilinu þar er ekki heima eða með kvef að þá kemur ekki til greina að þau geti verið með hana, ég er orðin soldið mikið pirruð á þessu. Svo ef pabbi hennar ákveður að fara suður að þá passar hann að það lendi nú örugglega á pabba helgi. frábært, ég/við hérna heima eigum alltaf að hliðra til fyrir þeim en ef það er ekkað hjá mér/okkur að þá er það samt ekki hægt. Nema núna þetta skiptið ég veit ekki hvað það mun vara lengi þau skipta svo oft um skap. jæja hætta gremjunni. Venjulega reyni ég að leiða þetta hjá mér en þegar að ég er lasin verð ég kanski helst til of meir og viðkvæm. Ég meina ég myndi skilja þetta ef stelpan væri erfið eða óþekk en það er hún ekki. Það er ekki oft sem það kemur fyrir að ég geti ekki haft hana, en þegar að ég get vart hugsað og virka á fólk sem dauðadrukkin að þá er þetta soldið slæmt.

 

jæja það var gott að fá útrás.                    KV. ÉG 


Bara að reyna að drepa tíman.

jæja. ég vaknaði í morgun um kl 05:30 eða þá gafst ég upp á því að liggja í ruminu, ég sem var að monta mig í gær við pabba að ég væri búin að ná að sofa í 2 nætur og það meira að segja án svefnlyfja. en í morgun var ein breyting, það var eingin til að fara á fætur með mér. því eingillinn minn (Hanna lára) er hjá pabba sínum. seinustu viku höfðu við það mæðgurnar bara næs heima því hún er búin að vera veik og ekki getað farið í leikskólan. Fólk hefur spurt mig hvort það sé ekki erfitt að fara á fætur svona snemma á morgnanna með henni ( hún er vöknuð svona á milli 4-6 á morgnanna) En ég svara því hiklaust netandi, því hún er svo þæg og góð ekkert fyrir henni að hafa þannig séð. húin er ekki fiktin eða fyrir það að skemma hluti. Svo er hún ofsalega góð í því að dunda sér, Hún er bara lang best. svo er hún líka svo skýr. Ég veit ekki um mörg önnur 4ra ára börn sem eru svona góð. en auðvitað getur hún orðið soldið snúin stundum því hún er með mikið skap og veit hvað hún vill. (frek semsagt á köflum) Ég veit, ég veit hverjum þykir sinn fugl fegurstur.

Spurning hvernig dagurinn verður, ætli ég taki því ekki bara rólega í dag, enda sár lasin (kvefuð öllu heldur) bara hreint eins og drusla, afsakið orðabragðið.

 

jæja ætla að reyna að blogga í kvöld aftur ef ekii þá á morgun. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband