Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
30.4.2008 | 05:45
Vaknaði í morgun...
Og komast að því að þetta er svona einn af þessum dögum, þar sem allt er svart (amk. mjög dökkt) ég var glaðvakandi en samt að reyna að opna augun, þau vildu það ekki og einhver rödd skipaði mér að draga sængina betur upp fyrir haus og bara liggja þar og bíða eftir því að það komi betri dagur, en ég ákvað að vera dugleg og opna augun, ég leit í kringum mig í herberginu og var að gá að einhverju vissi ekki allveg hverju, vissi bara að mér var ekkað svo kalt, það var myrkur í herberginu ég leit svo á barna rúmið og þá sá ég skýringuna á því að mér var svo kalt, lifandi hita pokinn minn var í sínu rúmi, þar kúrði hún með sængina sína og svaf svo vært. það var yndislegt ég vissi þá að ég gæti farið á fætur og tekist á við daginn, ég gæti það fyrir hana. Það er svo skrítið að bara við það að taka ákvörðun um að takast á við daginn að þá það eitt var nóg til að mér liði betur og varð bjartsýnni með að eiga ágætis dag. En samt er einhver pirringur í mér, skapið svo sveiflótt það þarf orðið ekker til að feikja mér upp allt og allir fara í taugarnar á mér, sem segir mér í hvaða jafnvægi ég er=engu. Þegar að allir í kringum mig eru orðnir að fíflum að þá ætti ég að fara að skoða sjálfa mig verulega. Þetta bitnar svo á þeim sem mér eru kærastir, ég verð svona þessi óþolandi mamma stöðugt gargandi, Fyrirgefðu Hanna. og Svo verð ég svo ömurlega leiðinleg dóttir, allt að hjá mér og allt mömmu og pabba að kenna, og vera systir get ég ekki þarf alltaf að vera að ráðleggja þeim hvernig hlutirnir eiga að vera og hvernig ekki því jú ég veit auðvitað betur, Maður er eiginlega þannig að maður eyðir deiginum í það af finna sér einhverja ástæðu til að vera pirraður og gerir allt sem maður getur til að finna ekkað að hjá öðrum.
Jæja í allt aðra sálma. Ég heyrði í gær að stelpan mín fór allt í einu að hágráta, ég stekk upp rík inn í herbergi, þar sat hún og hágrét samt sá ég að hún var allveg heil, þannig að ekki hafði hún dottið, svo ég spyr hvað sé að, Hún segir ég vil horfa á aðra mynd mamma, ég hafði látið lion king í fyrir hana og akkúrat þarna var múfasa (ljóna pabbin) dáin og búið að reka Simba (ljóns ungann) í burtu og hún brást bara svona sterkt við þessu stelpan, Ég varð að setjast hjá henni og horfa með henni á myndina og reyna að ústkýra fyrir henni boðskap myndarinnar og segja henni að Múfasa hefði bara farið til englanna og að simbi færi aftur heim. Mér brá samt því ég hélt að börn hefðu ekki þann tilfinningalega þroska að geta grátið yfir sjónvarpi. það var greinilega misskilningur hjá mér.
29.4.2008 | 07:17
Prófa nýja hluti......
Nú er ég að prófa nýja hluti, í verkefninu við að sofa. ný liðna nótt reyndi ég að liggja í rúmina til kl 06:00 þó ég hafi vaknað kl 03:00, það var ógeðslega erfitt að liggja þarna andvaka, en ég verð að reyna kanski með tímanum mun ég ná þá að sofna aftur, það eina sem ég gat þá gert í nótt var að liggja og dáðst að minni fallegu dömu, sem svaf svo vært, þannig að ég lá og horði á þá fallegustu sjón sem til er meðan að hausin á mér var á fullu og var að segja mér að ég þyrfti að vera að gera svo rosalega margt, og það væri bara letið að vilja sofa meira, bara aumingjar þrá meir svefn, ég reyni að hlusta á púkann sem segir mér þetta, heldur hinn sem segir, svala ef þú hvílir þig ekki þá á endanum muntu missa vitið og þá gerirðu sko ekkert gagn, heldur verður meiri byrði á fólkinu þínu. Það er ekkert grín þegar þeir eru að rífast ( ég er ekki með ofheyrnir, heldur er ég að meina að ég sé að rífast við sjálfa mig). það er einn vinur sem mér langar virkilega til að eignast, mig langar svo mikið til að verða vinkona sjálfrar mín, Ég tel að þegar að það hefur gerst að þá muni hlutirnir ganga betur.
Ég ætla að leyfa ykkur að kynnast því hvað gerist þegar að ég lít í spegil.
Í hvert skipti sem ég lít í spegil, fæ ég kaldan hroll niður eftir bakinu á mér við það að sjá viðbjóðin sem í speglinum er. ég hreinlega gæti ælt. Einu sinni var ég alger kelirófa og elskaði það að snerta einhvern og vera snert (ekki að tala um kynferðislega, bara faðmlag eða halda i hendina á einhverjum). ég var einnig alltaf glöð,hlæjandi og bara skemmtileg stelpa. En í dag ef einhverjum verður það á að koma við mig, kippist ég til og líður hræðilega mér finnst svo vont að láta koma við mig, og það skiptir engu máli hver það er allir fyrir utan dóttir mína eru á þeim lista að meiga ekki koma við mig án þess að mér líði illa, finnst ég hafa smitað fólk af viðbjóðnum sem ég er, stundum verð ég bara reið við fólk, kann það ekki að passa sig , svona viðbjóður er smitandi. Ég er ekki allveg hætt að hlæja eða gera grín, en það hefur minkað rosalega mikið. oft er ég bara það langt niðri að ég reiðist fólki fyrir að láta einsog kjánar veit fólk ekki að lífið er alvarlegt. Þið haldið kanski að ég sé að djóka með þessu en svo er ALLS ekki, en þó þetta sé í hausnum á mér að þá reyni ég að láta ekki á því bera og tekst það ágætlega, reyni að líta alltaf vel út, fólk feirlar sig nefnilega alltaf á því að ef þú lítir vel út að þá hljóti þér að líða vel, en í alvöru þá er ekkert sama sem merki þar. Ég get líka hleigið og látið einsog kjáni, en langað til að sofna svefninum langa. Það er til máltæki sem er svona : Ekki er allt sem sýnist. og það er rétt.
Ég er líka svona einfari, eiginlega enga vini, mestalagi 2 hérna á Ak, og svo einhverja vini sem eru eiginlega ekki vinir mínir heldur mömmu, ég á engan vin á mínum aldri sem ég get hringt í og spurt hvort að hann/hún vilji koma og gera ekkað með mér nema barsfaðir minn, sorglegt. einhvern veigin hefur mér tekist að hrekja alla frá sem hafa viljað tengjas mér vináttu böndum oft hef ég ekki hugmynd um hvað gerðist en bara allt í einu er búið að loka á mig, það er sennilega einginn jafn fær í að taka því að vera sagt upp eins og ég, mér hefur verið sagt svo oft upp og af fólki sem seigir venjulega engum upp, auðvita hefur mér verið sagt upp af karlmönnum, vinum og jafnvel fjölskyldu meðlim en mér hefur einnig verið sagt upp af Geðlækni, lögfræðing og núna seinast af magasérfræðingnum. Ég er örugglega með svona stimpil framan á mér sem segir: SEGIÐ HENNI UPP. Ég hlít að vera geimvera eða ekkað, svo ólík öðru fólki en tekst samt að plata því ég fékk útlit einsog mannvera, svoldið stóran galla reyndar.
eigið góðan dag, passið ykkur á geimverum og uppsagnaraðlinum
28.4.2008 | 18:01
AA- Ekki fyrir alla...
Ég tel að AA-sé ekki fyrir alla, allstaðar er sagt þu verður ekki edrú nema að þú farir í gegnum sporin og hendir þér á hnéin í tíma og ótima, ég hef verið innan AA-samtakana sko mér finnst gott það sem þau eru að gera og veit að þetta hjálpar mörgum og hefur reynst flestum eina leiðin til bata frá bakkusi, AA bókin er mjög góð og fræðandi, fyrir alla ekki bara alkahólista. því þessi sjúkdómur bitnar ekki bara á þeim veika heldur leggur hann líf allra í kringum þig í rúst líka, það fólk þarf að leita sér hjálpar, það eru til samtök fyrir aðstandendur og heiti það al-anon og fleiri líkt og f.b.a (fullörðin börn alkahólista) svo er til al-atín sem er fyir er fyirr yngstumeðlimina og meira og meira. Ég er ekki að segja að AA-stefnan sé ekki rétt, reyndar mæli ég með henni við flesta amk þá sem vilja hlusta, Það sem ég er hinsvegar að segja er að maður má aldrei alhæfa neitt, Seinasta sumar fór ég í mína 3ju meðferð, þetta skiptið fór ég í heila meðferð, Ég fór í AA- geriði allt sem mér var sagt að gera og fór einaferð í gegnum sporin og leið mér mjög vel á eftir, ég var með AA-fólkinu og var það allt yndislegt við mig, til að byrja með, svo tæpri viku áður enn að ég verð 5mánaða (í Edrú mennsku), Rakst ég á bakkus og ég féll, það var svo sárt og erfitt,,,, 2 dögum eftir fallið kom ég mér inn á AA-fund en rakst þar á vegg, enginn heilsaði mér og það eina sem ég fann var kuldi, þetta kom mér í opna skjöldu, því tólfta sporið, kveður á um að maður eigi að bera út boðskap samtakana og hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu, ég fór út, ég hélt neyslunni áfram í svona c.a. mánuð, á þeim tíma hafði ég gert 2 aðrar tilraunir til að fara á fund en sami kuldin ríkti þarna. en eftir þennan mánuð í neyslu sá, ég reyndar það sem ég vissi að ég gæti engan vegin lifað lífi með bakkusi, þó ég væri ekki á fylleri ( í þeim skilningi að drekka áfengi) að þá var ég á sterkum verkjalyfjum, róandi við kvíðanum og á svefnlyfjum, ekkert af þessu er leyfilegt fyrir alkahólista, Ég hætti sjálf, tók ákvörðun um að ef ég ætlaði að halda lífi og sleppa við það að eyðileggja lif allra annara að þá væri stopp merkið þarna, Ég sem sagt hætt og hef blessunarlega séð/ hef fengið að vera edrú síðan 18 janúar/08, einn dag í einu, Ég geri samt ekkert annað en að vera í sambandi við minn æðrimátt og leita til hans, Ég sagði ekki vera á hjánum í tíma og ótíma, það sem ég meina að persónulega finnst mér, ekki vera nein regla um það hvenar að maður biður, maður finnur það best sjálfur, ef einhver segir við mig krjúptu á kné og biddu, ég gæti svo sem gert það en ef manni er sagt að biðja að þá kemur það ekki beint frá hjartanu. Æðri mátturinn minn er samt mjög góður og þolinmóður við mig, en er ég auðvitað að vinna í brestum mínum og í 9. sporinu, með hjálpinni að þá hefur mér einnig tekist að hætta að reykja, hef verið laus við það í mánuð.
Vona að þið hafið skilið það sem ég var að fara,
Samt endilega kynnið ykkur starfsemi AA-samtakana og starfsemi SÁÁ í Íslandi, ég ætla að benda á að við skulum vera þakklát fyrir að hafa svona gott sjúkrahús (vog) hér á Íslandi, Starfsfólk þar er yndislegt, og hvergi annarstaðar þarft þú ekki að greiða fyrir innlögnina, það er unnið frábært starf hérna á Íslandi til að hjálpa okkur frá Bakkusi, ef þið þekkið einhvern eða eruð sjálf að kljást við bakkus að leitið ykkur þá að hjálp, kynnið ykkur sjúkdóminn og leiðina til bata. og þó að ykkur verði á og fallið að þá verðið þið að vita að það eru hetjurnar sem leita sér aftur hjálpar, ég horfi ekki á manneskju sem hefur farið kanski í 20 meðferðir sem aumingja, heldur dáist ég að einstaklingnum fyrir að gefast ekki upp og halda áfram að reyna.
28.4.2008 | 14:02
Rekst á veggi.
Svo virðist sem ég sé stanslaust að rekast á veggi, í morgun ver ég til doksans míns, bara til þess að við yrðum ósammála, Ég fór að tala við hann um svefnleysið hjá mér og hann vildi þá ólmur að ég færi að taka inn svefnlyf, ég bennti honum auðvitað á að það gengi ekki upp. ég óvirkur alkahólisti á ekki að taka inn svefnlyf, þá sagði hann, Fíklar misnota ekki svefnlyf, svo spurði hann gerðir þú það nokkurn tíman, ég sagi ég var farin að taka 2*2 á nóttu, hvað er það annað en að misnota. Hann sagði svo jú við skulum samt prófa og skrfaði upp á 10tbl fyrir mig, ég tók það, ekki allveg viss hvernig mér leið, fór og leysti það svo út, Ég ákvað þegar að ég kom heim að prófa að taka 2 og leggja mig, ég vaknaði aftur eftir tæpa 3 tíma. og það eina sem ég hafði út út þessu er vanlíðan og ekkert nema vanlíðan, ég finn að ég er ekki allveg skýr í hausnum enþá, æji bara vont, en þetta sagði mér að ég mun ekki geta notað þetta og vil það ekki. þetta kveikir í löngun hjá mér til að fara og ..................... Svo ég hugsa að ég láti pabba gamla bara fá þetta , hann hvort eðer notar þessa gerð af svefnlyfi og við erum hjá sama lækni öll fjölskyldan. Svo þar er einn veggurinn, ég hljóp á vegg er ég talaði seinast við magasérfræðinginn minn, ég hef ákveðið að leita suður í þeim efnum. Ég ætla ekki að falla aftur í einhverja vitleysu, ég lagði ekki á mig allt það sem ég er búin að ganga i gegnum með því að hætta, bara til þess eins að falla, nope. fyrr skal ég aldrei sofa, kanski einhver ykkar hugsar það er til fult af öðrum lyfjum sem gætu hjálpa og eru ekki fíknvaldandi, ég er á 3 lyfjum úr þeim hopi, og vaki samt,
En þá er það bara að gefast ekki upp, Veit ekki hvernig ég á að halda áfram svona svefnlaus en sjáum til.
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar