28.4.2008 | 18:01
AA- Ekki fyrir alla...
Ég tel að AA-sé ekki fyrir alla, allstaðar er sagt þu verður ekki edrú nema að þú farir í gegnum sporin og hendir þér á hnéin í tíma og ótima, ég hef verið innan AA-samtakana sko mér finnst gott það sem þau eru að gera og veit að þetta hjálpar mörgum og hefur reynst flestum eina leiðin til bata frá bakkusi, AA bókin er mjög góð og fræðandi, fyrir alla ekki bara alkahólista. því þessi sjúkdómur bitnar ekki bara á þeim veika heldur leggur hann líf allra í kringum þig í rúst líka, það fólk þarf að leita sér hjálpar, það eru til samtök fyrir aðstandendur og heiti það al-anon og fleiri líkt og f.b.a (fullörðin börn alkahólista) svo er til al-atín sem er fyir er fyirr yngstumeðlimina og meira og meira. Ég er ekki að segja að AA-stefnan sé ekki rétt, reyndar mæli ég með henni við flesta amk þá sem vilja hlusta, Það sem ég er hinsvegar að segja er að maður má aldrei alhæfa neitt, Seinasta sumar fór ég í mína 3ju meðferð, þetta skiptið fór ég í heila meðferð, Ég fór í AA- geriði allt sem mér var sagt að gera og fór einaferð í gegnum sporin og leið mér mjög vel á eftir, ég var með AA-fólkinu og var það allt yndislegt við mig, til að byrja með, svo tæpri viku áður enn að ég verð 5mánaða (í Edrú mennsku), Rakst ég á bakkus og ég féll, það var svo sárt og erfitt,,,, 2 dögum eftir fallið kom ég mér inn á AA-fund en rakst þar á vegg, enginn heilsaði mér og það eina sem ég fann var kuldi, þetta kom mér í opna skjöldu, því tólfta sporið, kveður á um að maður eigi að bera út boðskap samtakana og hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu, ég fór út, ég hélt neyslunni áfram í svona c.a. mánuð, á þeim tíma hafði ég gert 2 aðrar tilraunir til að fara á fund en sami kuldin ríkti þarna. en eftir þennan mánuð í neyslu sá, ég reyndar það sem ég vissi að ég gæti engan vegin lifað lífi með bakkusi, þó ég væri ekki á fylleri ( í þeim skilningi að drekka áfengi) að þá var ég á sterkum verkjalyfjum, róandi við kvíðanum og á svefnlyfjum, ekkert af þessu er leyfilegt fyrir alkahólista, Ég hætti sjálf, tók ákvörðun um að ef ég ætlaði að halda lífi og sleppa við það að eyðileggja lif allra annara að þá væri stopp merkið þarna, Ég sem sagt hætt og hef blessunarlega séð/ hef fengið að vera edrú síðan 18 janúar/08, einn dag í einu, Ég geri samt ekkert annað en að vera í sambandi við minn æðrimátt og leita til hans, Ég sagði ekki vera á hjánum í tíma og ótíma, það sem ég meina að persónulega finnst mér, ekki vera nein regla um það hvenar að maður biður, maður finnur það best sjálfur, ef einhver segir við mig krjúptu á kné og biddu, ég gæti svo sem gert það en ef manni er sagt að biðja að þá kemur það ekki beint frá hjartanu. Æðri mátturinn minn er samt mjög góður og þolinmóður við mig, en er ég auðvitað að vinna í brestum mínum og í 9. sporinu, með hjálpinni að þá hefur mér einnig tekist að hætta að reykja, hef verið laus við það í mánuð.
Vona að þið hafið skilið það sem ég var að fara,
Samt endilega kynnið ykkur starfsemi AA-samtakana og starfsemi SÁÁ í Íslandi, ég ætla að benda á að við skulum vera þakklát fyrir að hafa svona gott sjúkrahús (vog) hér á Íslandi, Starfsfólk þar er yndislegt, og hvergi annarstaðar þarft þú ekki að greiða fyrir innlögnina, það er unnið frábært starf hérna á Íslandi til að hjálpa okkur frá Bakkusi, ef þið þekkið einhvern eða eruð sjálf að kljást við bakkus að leitið ykkur þá að hjálp, kynnið ykkur sjúkdóminn og leiðina til bata. og þó að ykkur verði á og fallið að þá verðið þið að vita að það eru hetjurnar sem leita sér aftur hjálpar, ég horfi ekki á manneskju sem hefur farið kanski í 20 meðferðir sem aumingja, heldur dáist ég að einstaklingnum fyrir að gefast ekki upp og halda áfram að reyna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.