29.4.2008 | 07:17
Prófa nýja hluti......
Nú er ég að prófa nýja hluti, í verkefninu við að sofa. ný liðna nótt reyndi ég að liggja í rúmina til kl 06:00 þó ég hafi vaknað kl 03:00, það var ógeðslega erfitt að liggja þarna andvaka, en ég verð að reyna kanski með tímanum mun ég ná þá að sofna aftur, það eina sem ég gat þá gert í nótt var að liggja og dáðst að minni fallegu dömu, sem svaf svo vært, þannig að ég lá og horði á þá fallegustu sjón sem til er meðan að hausin á mér var á fullu og var að segja mér að ég þyrfti að vera að gera svo rosalega margt, og það væri bara letið að vilja sofa meira, bara aumingjar þrá meir svefn, ég reyni að hlusta á púkann sem segir mér þetta, heldur hinn sem segir, svala ef þú hvílir þig ekki þá á endanum muntu missa vitið og þá gerirðu sko ekkert gagn, heldur verður meiri byrði á fólkinu þínu. Það er ekkert grín þegar þeir eru að rífast ( ég er ekki með ofheyrnir, heldur er ég að meina að ég sé að rífast við sjálfa mig). það er einn vinur sem mér langar virkilega til að eignast, mig langar svo mikið til að verða vinkona sjálfrar mín, Ég tel að þegar að það hefur gerst að þá muni hlutirnir ganga betur.
Ég ætla að leyfa ykkur að kynnast því hvað gerist þegar að ég lít í spegil.
Í hvert skipti sem ég lít í spegil, fæ ég kaldan hroll niður eftir bakinu á mér við það að sjá viðbjóðin sem í speglinum er. ég hreinlega gæti ælt. Einu sinni var ég alger kelirófa og elskaði það að snerta einhvern og vera snert (ekki að tala um kynferðislega, bara faðmlag eða halda i hendina á einhverjum). ég var einnig alltaf glöð,hlæjandi og bara skemmtileg stelpa. En í dag ef einhverjum verður það á að koma við mig, kippist ég til og líður hræðilega mér finnst svo vont að láta koma við mig, og það skiptir engu máli hver það er allir fyrir utan dóttir mína eru á þeim lista að meiga ekki koma við mig án þess að mér líði illa, finnst ég hafa smitað fólk af viðbjóðnum sem ég er, stundum verð ég bara reið við fólk, kann það ekki að passa sig , svona viðbjóður er smitandi. Ég er ekki allveg hætt að hlæja eða gera grín, en það hefur minkað rosalega mikið. oft er ég bara það langt niðri að ég reiðist fólki fyrir að láta einsog kjánar veit fólk ekki að lífið er alvarlegt. Þið haldið kanski að ég sé að djóka með þessu en svo er ALLS ekki, en þó þetta sé í hausnum á mér að þá reyni ég að láta ekki á því bera og tekst það ágætlega, reyni að líta alltaf vel út, fólk feirlar sig nefnilega alltaf á því að ef þú lítir vel út að þá hljóti þér að líða vel, en í alvöru þá er ekkert sama sem merki þar. Ég get líka hleigið og látið einsog kjáni, en langað til að sofna svefninum langa. Það er til máltæki sem er svona : Ekki er allt sem sýnist. og það er rétt.
Ég er líka svona einfari, eiginlega enga vini, mestalagi 2 hérna á Ak, og svo einhverja vini sem eru eiginlega ekki vinir mínir heldur mömmu, ég á engan vin á mínum aldri sem ég get hringt í og spurt hvort að hann/hún vilji koma og gera ekkað með mér nema barsfaðir minn, sorglegt. einhvern veigin hefur mér tekist að hrekja alla frá sem hafa viljað tengjas mér vináttu böndum oft hef ég ekki hugmynd um hvað gerðist en bara allt í einu er búið að loka á mig, það er sennilega einginn jafn fær í að taka því að vera sagt upp eins og ég, mér hefur verið sagt svo oft upp og af fólki sem seigir venjulega engum upp, auðvita hefur mér verið sagt upp af karlmönnum, vinum og jafnvel fjölskyldu meðlim en mér hefur einnig verið sagt upp af Geðlækni, lögfræðing og núna seinast af magasérfræðingnum. Ég er örugglega með svona stimpil framan á mér sem segir: SEGIÐ HENNI UPP. Ég hlít að vera geimvera eða ekkað, svo ólík öðru fólki en tekst samt að plata því ég fékk útlit einsog mannvera, svoldið stóran galla reyndar.
eigið góðan dag, passið ykkur á geimverum og uppsagnaraðlinum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er samt ekki að vanmeta ykkur fullorðnu vini mína, ég er bara að tala um að ég eigi engan vin á sama aldri eða nálægt því.
bara svo þetta sé á hreinu
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 29.4.2008 kl. 09:02
Ert þú ekki fulldómhörð á sjálfa þig- ég þekki þetta af eigin raun og maður verður að gera allt sem í sínu valdi stendur til að snúa þessu við og læra að meta sjálfan sig. Ég veit.......það er hægara sagt en gert.
Bkv. Dísaskvísa
Dísaskvísa, 29.4.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.