Ekki bara ég

Já það er greinilega ekki bara ég sem hætti að blogga ég sé að flestir eru hættir að blogga, það er örugglega ekki inn lengur og Facebook sé bara eina málið en heimurinn nær víst lengra en fésbókin, en samt hver er ekki á fésbókinni???????? Er öllum orðið sama hvað aðrir hafa að segja??? eða eru allir bara orðnir svo þreittir í að heyra í öðrum að það kýs þögnina umfram allt? Voðalega veit ég lítið.

 Mér er SPURN


Komin aftur

Já kæra fólk ég er formlega komin aftur hér á blog-ið, ég hætti seinast útaf óánægju með hreinskilni mína, en hreinskilni er kostur en ég ætla engu að síður að passa mig svo fólk fríki ekki út gjörsamlega.

Vá ég blog-aði seinast 2009, já sæll. Það er sko margt búið að gerast síðan þá, væntanlega á 4árum og það er hreinlega of mikið til að ég geti farið að tilgreina allt sem hefur gerst síðan þá svo þetta verður bara eins og ný byrjun á bloggi.

 

Að vakna á undan öllum öðrum: Mínar bestu stundir eru fyrst á morgnanna ég vakna yfirleitt áður en flestir aðrir og þá er svo yndislegt að njóta þagnarinnar og hugleiða, ég fæ oft mínar bestu hugmyndir á morgnanna, flest ljóðin mín koma að til mín á morgnanna þegar að ég fer að hugleiða, Svo er dásamlegt einnig að leggjast í heitt bað og slaka á áður en amstur dagsins tekur við. Já og svo er enn eitt æðislegt við það ég get bæði kveikt á útvarpi og sjónvarpi ÁN ÞESS að heyra eitthvað um icesave eða aðra neikvæðar og niðurdrepandi fréttir, vá hvað ég er orðin þreitt á þeim. Hugsa sér hvernig á fólki að geta liði vel og verið áhyggjulaust þegar að það eina sem það heyrir og sér í blöðum er eitthvað kjaftæði í stjórnamönnum landsins og annað neikvætt raus allan daginn, það er bara ekki hægt að líða vel með þetta yfir sér allan daginn ég seigi áður þurfti ég ekki að hugsa hvort ég kveikti á útvarpi á daginn en ég geri það núna, fyrst spyr eg mig: treystirðu þér í allt þetta neikvæða raus. Svo segja þeir allir sitt á kvað svo maður er orðin ringlaður og veit ekkert í sinn haus a.m.k ekki ég, kanski bara ekki nógu gáfuð eða eitthvað. En nóg um það, halda áfram að tala um yndisleika þess að vakna snemma. Það er dásamlegt að vera orðin vel vaknaður og ferskur þegar að dagurinn ber að garði, þá getur maður tekið fagnandi á móti honum. Önnur yndisleg stund sem ég á á morgnanna, sem er þegar að ég fer og vek dóttir mína, þá strýk ég henni um kollinn og býð góðan dag, hún skríður í fang mömmu meðan að hún er að vakna og ég nýt þess veit að það mun sennilega ekki endast mikið lengur hún er orðin svo stór 7ára og ekki mörg ár í að vinir verði nr 1 og mamma númer ?. Svo njóta þess meðan getur. Hún er samt yndislegasta manneskjan sem gengur á þessari jörð og ég vona að ég sýni henni það.

 

En jæja nóg í bili svona rétt í byrjun

 

ps: þetta verður gáfulegra þegar að ég kemst í gang og meira í samhengi :-)

 

Eigið góðan dag og farið vel með ykkur.


Yndisleg helgi

Já ég átti svo sannarlega yndislega helgi, var í sveitinna alla helgina var alein í sveitinni á föstudag og var það bara FRÁBÆRT ég naut mín í botn, svo gott að vera laus við allt utanaðkomandi áreiti, þarna er ekkert rafmagn, ekkert vatn nema jú í læknum, engin umferð eiginlega hvað getur það verið betra, eiginlega eina hljóðið sem maður heyrir er í dýrunum og niðið í læknum. Svo var veðrið líka allveg upp á 10+. Besta við þetta var að ég náði að sofa vel og er vel útkvíld vaknaði ekki fyr en kl hálf 9 í morgun og veit ekki hvenar það gerðist seinast, venjulega er ég komin á fætur milli 5 og 6 þó ég þurfi ekkert á lappir næ bara ekki að sofa lengur.

Ég heimsótti dömuna mína á föstudaginn og var það auðvitað rosalega gaman og gott, ég ætla að sækja hana í leikskólan á morgun og vera með henni einni og gefa henni alla mína athygli og njóta þess í botn. Það er frábært að geta verið bæði móðir og vinkona barna sinna, við erum mjög nánar og skynjum hvor aðra mjög sterkt, erum líka mjög líkar sem er nú ekki alltaf kostur, þegar að við stöndum hvor á móti annari með hendur á mjöðum og þrætum að þá er það ekki kostur, erum báðar ákveðnar og vitum oftast hvað við viljum og hún er frekar mikið sjálfstæð.

 

Hafið það gott og knús og klemm á ykkur

kv. einfarinn


Vill ekki hlýða

Nei skrokkurinn á mér vill ekki hlýða mér í dag, hann bara er ekki í sambandi, ég er búin að detta 3 sinnum á hausin í dag og dagurinn er ekki búin, öklarnir eru eins og gúmmi eða eitthvað detta bara í allar áttir og hnein líka, þetta er ótrúlega skrítið, og örugglega hálf skondið að sjá mig svona, gæti virkað líkt og ég væri drukkin eða eitthvað, varð svona eftir veruna í Átaki í morgun.

Jæja þá er það segulómskoðun á morgun það á að mynda höfuðið. þar verður örugglega ekkert að sja hehe.

 

Daman er enn hjá pabba sínum og gengur bara vel hjá þeim og allt gott af því að segja. þau fóru í útilegu um helgina og fannst mér það fínt þvi þá voru þau allavega ekki í bænum meðan geðveikin stóð yfir hérna á Bíladögum, ég þarf að fara að fá þá bannaða með lögum þetta er bara eins og auka verslunarmannahelgi, nema bara verri. 

 

en annars allt gott að frétta héðan ble í bili ,kv einfarinn


Hvað var ég að spá?????

Þegar að ég mætti niður í átak á mánudagsmorgunin hélt ég að þetta yrði EKKERT mál þar sem ég hafði verið svona dugleg að æfa einu sinni, en annað kom á daginn kæra fólk, fór tímin niður í Átaki í það að skamma sjálfa mig fyrir að hafa leift mér að tapa niður því sem ég haði unnið inn og það var ekki létt að gera það seinast og ég veit nú að það mun taka á að gera það aftur, jæja ég fór samt og svo aftur í morgun og mun fara aftur í fyrramálið verða að vera dugleg að ná þessu upp aftur og enga miskun þó svo að hausin á mér kann allveg MILJÓN afsakanir fyrir því að mæta ekki og þær koma allar um leið og mér verður hugsað til Átaks, en þá má ég ekki hlusta bara æða af stað áður en hugmyndirnar ná að kikka inn. afsakanirnar eru t.d : það er tannpína ( er samt búin að vera með hana í c.a 2 mánuði núna) eða í gær var svo erfiður dagur, ég á eftir að gera svo margt í dag, ég meina ég er nú í holly day þar sem daman er hjá pabba sínum og svo meira og meria og meira..... Fyndið hvað maður getur verið klár í að koma sér undan hlutunum.

 

Þjóðhátíðardagurinn var nokkuð góður þráttt fyrir grenjandi rigningu, ég var mætt inn í sveit kl hálf 7 og farin að vinna en varð svo að hætta um hádeigi þar sem ég var orðin rennandi blaut í gegnum allt, brr það var pínu kalt, þá dreyf ég mig heim, svo um kaffileytið ákvað ég að fara að veiða í grenjandi rigningu og roki og var greinilega sú eina sem hafði dottið það til hugar og það fólk sem keyrði framhjá horfði á mig eins og ég væri eitthvað skríti, 3 stoppuðu og horfðu á í smá stund, örugglega að pæla í því hvað ég væri að spá, en mér er sama, maður getur veitt í rigningu það er ekki eins og fiskarnir séu vatnshræddir eða eitthvað. hehe. reyndar fékk ég engan fisk en einn hákarl, veiddi nefnilega sjálfa mig einu sinni í einu af mínum snildarköstum ég er sko professional Wink.

Ég rétt sá engilinn minn aðeins í gær, þau komu að ná í húfu á dömuna, það var gott að sjá sætust og gaman af því hvað hún var hress og kát, þau ætluðu að fara á hátíðarhöldin niður í bæ og leika sér eitthvað. Ég veit ekki en mér finns gott að þau séu líka soldið saman og tengist, hann býr líka einn svo hún hefur hann allveg útaf fyrir sig og er með sér herb. hjá honum og heitir herbergið í höfuðið á henni eins og hún kallar það, það er greinilega nauðsynlegt að herbergin mans hafi nafn svona ef maður skildi vilja tala við það hehehehehe.

hún sagði við mig nokkru áður en hún fór til pabba síns : mamma, nú er ég að fara til pabba í langan tíma og þú mátt ekki gráta, það verður allt í lagi. Vá hún er bara 5 en haga sér eins og hún sé miklu eldri oft. Börn eru HREIN SNILLD.

 

hafið þið það sem allra allra best,


Kanski 100 ára?

Í dag/ sorry nótt liður mér eins og ég sé a.m.k 100ára í skrokknum, í gær og fyrradag var ég nefnilega í girðingarvinnu upp í fjalli inni í sveit og það tók á soldið mikið að hlaupa fram og til baka um fjallið. púfffff. Þegar að ég kom heim í gær úr sveitinni að þá var klukkan um 7 og tvem tímum seinna var ég rotuð eftir að hafa farið í langt og gott bað, og berði ráðfyrir að ég yrði rotuð til morguns en neiiii þá er standandi party hérna i blokkinu og sökum þess er ég vakandi núna. Hrökk upp við lætin um kl 23:30 og virðist ekki geta sofnað aftur, ég mun nú samt gera heiðarlega tilraun til þess á eftir, því ég er að fara aftur í sveitna um kl 10 svo það gæti verið gott að ná að sofa pínu meira.

 

Nú er daman mín að fara til pabba síns í dag í mánuð eða það á að vera svo, hann á rétt á mánuði að sumri og er hann að hefjast núna sá mánuður. Seinast er hann á samt að vera með hana i mánuð að þá urðu það ekki meira en 2 og half vika svo ég veit ekki hvort þetta muni ná mánuði. Mín vegna þarf hann ekki að hafa hana í mánuð en hún þarf á því að halda að eiga gott samband við föður sinn og ég held að hann hafi líka gott af því, því hún er skýr og skemmtileg stelpa og á ekki mjög erfitt með að draga fram bros hjá fólki.  og það er hæfileiki að geta dregið fram bors hjá fólki og við hin mættum líka gera meira í þvi að brosa til fólks og vera jákvæð, skemmtileg og uppbyggjandi og reyna að ná brosi frá öðrum. Mér finnst a.m.k æðislegt að fá bros frá fólki. manni hlýniar við það og andrúmsloftið verður betra.

 

Hafið það gott, kæra fólk,,,,,, ég ætla að fara gera tilraun til að sofna aftur.

 

kv. einfarinn


Lifandi....

Já kæra fólk ég er enn á lífi. ég veit ég hef ekki bloggað  í langan tíma og var eiginlega búin að ákveða að hætta því alfarið þar sem skrif mín virtust koma eitthvað við fólk, en ég tók ákvörðinuna til baka rétt í þessu, ég má tjá mig en auðvitað þarf ég að vanda orða val mitt þar sem ég veit ekki hvernig skapi viðkomandi er í þegar að hann/hún les skrif mín og getur það ráðið úrslitum í því hvernig fólk túlkar það sem það les.

 

En jæja... já seinasta vor/sumar var ég á fullu í uppbyggingu andlega.líkamlega og bara name it og var í því allveg á fullu fram eftir vetri og stóð mig með glæsibrag þó ég seigi sjálf frá, en svooooo kom að því að ég datt af sporinu og er komin í verra ástand núna en þegar að ég byrjaði fyrir ári síðan, ég var búin fyrir svona mánuði síðan að ákveða að sætta mig við þetta ég verð bara alltaf feit og með verki allsstaðar og þunglynd fram úr hófi. En ég ætla að snúa við og reyna að krafla mig aftur á rétta braut og byrja bara upp á nýtt, ég hef gert þetta áður svo það eykur líkurnar á að ég geti þetta aftur. En það fór þó ekki allt úrskeiðis hjá mér, mér tókst að koma mér vel frá prófum í skólanum, eða engin enkunn undir 8 (já já ég má vera stolt af sjálfri mér). Mér hefur aldrei gengið svo vel í skóla svo ég er kanski allveg eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera Smile. Svo ég er bara spennt fyrir næstu önn og mun leggja mig alla framm þar sem og annar staðar. Reyndar hef ég undan farið verið að reyna að koma lag á geðsveflur mínar og virðist það taka smá tíma en það mun koma hef ekki trú á öðru. 

Af minni yndislegu dóttur er allt gott að frétta, Hun er alltaf jafn yndisleg og skemmtileg og vá hvað hún er orðiðn stór mér fynnst svo stutt síðan að ég átti hana svo á hún bara eftir einn vetur enn í leikskóla... Ég veti ekki hvort ég var búin að segja ykkur lesendur góðir að við mæðgur erum komnar í íbúð útaf fyrir okkur og hefur það syrkt bönd okkar. Reyndar er hún á miklu flakki milli heimila, það vilja allir hafa hana, auðvitað erfitt fyrir bæði hana og svo mömmu og hennar mann að hún sé allt í einu farin af heimilinu þar sem við höfum búið hjá þeim frá því hún var átta mánaða. En eins og ég sagði að þá er hún soldið á flakki. En hún er hæst ánægð með að eiga svona mörg heimili, fynnst hún bara vera heppin ung kona skilst mér. Ekki misskilja eða rangtúlka þetta, hún líður ekki fyrir þetta flakk og það er nú aðalega helgarna sem fara í það að vera annarstaðar en hjá mömmu gömlu. 

 

ég mun reyna að blog-a reglulega.

 

kær kv. Einfarinn


Dagurinn í dag.....

Dagurinn í dag hefur verið ágætur, ég er reyndar eitthvað hálf dauf núna og veit ekkert hvert ég stefni eða hvort ég stefni eitthvert yfri höfuð. Stundum verður maður bara þreyttur og það er ég núna, mig langar til að gráta en á eingin tár, sko grátur er öflugt meðal og gott til spennulosunar. En ég fékk samt óvænt símtal í dag sem mér þótti vænt um og kom mér skemmtilega á óvart. Takk fyrir símtalið mín kæra.

Stundum dettur mér einhver snilld í hug og gáfulegt að blog-a og svo koma dagar þar sem ég nánast bulla bara og ekkert vit er í. og nú er sá dagur. Í rauninni er ég bara að blog-a til að blog-a. Reydar er ég að upplifa svolítið sérstakt núna, Fyrst eftir að ég skildi við barnsföður minn og nánast til dagsins í dag var ég alltaf að kvetja hann að vera meira með hana og vera duglegri að taka hana til sín og gefa henni smá af sér og það hefur ekki gengið kanski svo vel. en svo núna þá er hann að gera virkilega góða hluti í sínu lífi og er í betra ástandi en hann hefur lengi verið. Og hann er núna síðastliðið hálft ár verið að taka hana mun meira og standa sig vel gagnvart henni (hann hefur alltaf verið góður við hana, bara svo það sé á hreinu). Og er hann að annast hana núna meðan að ég er að jafna mig eftir aðgerðina sem ég fór í síðastliðin Miðvikudag. Og ég veit ekki allveg hvaða tilfinningar ég finn núna, kanski smá afbrýðisemi og hræðsla, ég er afbrýðisöm út i hann að hann fái svona mikla athygli frá henni og hræðsla kanski um að nú vilji hún bara vera hjá honum og hafni mér. (ég veit ég er skrítin en svona er þetta nú samt). Það væri nákvæmlega það versta sem gæti skeð ef hún myndi hafna mömmunni sinni. En ég á að gleðjast og að vissu leiti er ég glöð, ég gleðst auðvitað að vita að henni líði vel og hún sé hamingjusöm því hún er eingillinn minn ég veit að án hennar væri ég ekki lengur hér í þessu lífi. Æji lífið er skrítið og ég veit ekki hvort neinn skilji mig eða ekki. Nú ætla ég að hætta í dag. bless verið hress (vá þetta rímar). kv. ykkar einfari


Kveðjustund..........

Sæl elsku vinkona, mér þykir það leitt en ég held að við ættum að kveðjast núna, Ég veit það gæti verið sárt þar sem við höfum gengið samaveg svo lengi, þú hefur alltaf verið þarna, gengið með mér öll mín spor. Ekki misskilja mig, mér þykir vænt um þig, því þú ert einstök. Fyrstu ár okkar saman voru við meyra jafnar og unnum betur saman að öllu, en svo kom að því vinan að þú einhvernvegin tóks yfirhöndina og það fór að bera mun meira á þér, og af virðingu minni við þér að þá sté ég aftur á bak. Til að sjá hvert þú myndir leiða okkur. Veistu þú varst ágæt, en soldið brotin, oft varstu líka erfið, leiðinleg, þreytandi og óendanlega þrjósk. En þrátt fyrir það þykir mér vænt um þig, þú hefur kennt mér margt, meira en nokkur annars í rauninni. Leiðin hefur verið ansi erfið hjá okkur seinustu árin, þú ert búin að leiða mig yfir órtrúlega erfiða og langa leið, við höfum reynt margt saman, eiginlega of mikið, og ég er orðin þreytt. Svo nú held ég að við verðum að stoppa og skipta um hlutverk, Mig langar að stjórna ferðinni um tíma og biðja þig elskan að hvíla þig og leyfa mér að spreyta mig og sýna þér eitthvað, við skulum semja að ég fái nú að minnsta kosti jafnlangan tíma og ég gaf þér. Ég lofa að gera mitt besta og reyna að kenna þér eitthvað þó það væri ekki nema brot af því sem ég hef lært af þér. Ég lofa að gleyma þér aldrei og ég mun örugglega fá þig í heimsókn annað slagið en ekki stoppa of lengi ég var orðin soldið rykug svo ég þarf smá tíma til að koma mér á skrið. En elsku Sigríður Svala ég kveð þig nú. Takk fyrir allt í gegnum árin, mér þykir vænt um þig nú og alltaf. Þín Svala Bergmann.

 

 

 

Ps. Fyrir þá sem ekki fatta að þá er ég að kveðja sjálfa mig, allt svo þunglyndið og fortíðina og sorgina.

 

kv. Einfarinn.


Engar fréttir

Jæja ég hef svo sem engar fréttir af mér núna annað en að ég er auðvitað bara í áframhaldandi tannviðgerðum. Jú og eg atti góða helgi. Fór í próf í morgun í tölvum og gekk vel. Stelpan er hress og kát svo það er allt gott.

 

ble í bili kv. Einfarinn


Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 660

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband