16.5.2008 | 06:28
Afi verður Jarðaður í dag...
og ég finn ekkert nema kanski reiði, skyljanlega finn ég svo sem ekki fyrir neinu þvi ég sá hann jú aldrei í lifinu, en samt er ég honum svo reið fyrir því sem hann svipti veggnum mínum, Hann gekk út frá ömmu minni þegar að veggurinn var 8ára gömul og sagði skilið við þær báðar, hann var komin með aðra konu og síðan hefur ekki heyrst í honum. hvernig getur einhver skilið við barnið´sitt? allveg sama þó veggurinn hafi verið ættleiddur, hann jú ættleiddi hana, gegst við henni og varð hún hans dóttir. Mér finnst þetta hræðilegt það sem hann gerðið. Veggurinn sýndi samt aftur styrk sinn og fór suður og ætlar að fara á jarðaför hans, yngsta systir mín fór með henni. fæstir hafa sýnt veggnum skilning (ég var ein af þeim fyrst) og finnst hann bara bilaður að taka þetta nærri sér þar sem það er svo langt síðan hann yfirgaf þær. en það er ekki málið. veggurinn saknar ekki hans sem persónu heldur sýtir hún það sem hann svipti hana, og það sem hún hefði getað átt ef hann hefði ekki tekið þessa ákvörðun sína.
Afi farðu í friði og meigirðu verða betri í komandi lífi sem bíður þín.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir að deila þessu með okkur Það þarf kjark til
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 06:54
Ég er barasta alls ekkert að skilja þessa framsetningu "samt er ég honum svo reið fyrir því sem hann svipti veggnum mínum" og síðan þetta "veggurinn var 8ára gömul og sagði skilið við þær báðar" og að síðustu þetta "fæstir hafa sýnt veggnum skilning (ég var ein af þeim fyrst) og finnst hann bara bilaður að taka þetta nærri sér þar sem það er svo langt síðan hann yfirgaf þær"
Sorrý en er veggurinn hann eða hún eða kannski það ?
Er barasta ekki að skilja þetta enn og aftur. Vil fá betri útskýringar takk fyrir...
Þórður (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 07:40
Ég skil vel að veggurinn sakni ekki mannsins sem persónu en sakni þess sem hefði getað orðið. Takk fyrir þessa færslu.
MBK.
Dísaskvísa
Dísaskvísa, 17.5.2008 kl. 22:37
Herra Þórður. ef þú hefðir lesið eldri færslur að þá var þar ein sem hét Veggurinn og þar skýrði ég vel frá því hver veggurinn er, en allavega er veggurinn Mamma mín, ég veit að veggurinn er karlmansorð en ég vissi ekki betra orð til að nefna mömmu mína. og gott að fólk spurji út í skrif mín.
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 18.5.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.