Búin...

Jæja þá er fyrst járngjöfin búin, og var þetta mun minna mál heldur en ég hélt, réttara sagt fann ég ekkert fyrir þessu, mar sat bara í hægindastól og horfði á tv meðan að þetta var að seittla inn í líkaman, Þannig að ég mun allveg sleppa því að kvíða þessu. Verð bara kát þegar að þessu er lokið

Það er búið að vera allveg yndislegt veður í dag hérna á Ak. Byrjaði ég líka dagin á því að tölta upp í sundlaug og synti þar hálfan km. og tölti svo aftur heim og var þetta bara yndislegt, ég er á réttri leið núna, ég bara veit það. Það er komin rosaleg tilhlökkun í mig og Hönnu mína, föður afi hennar (fyrrverandi tengdapabbi) er að koma heim eftir að hafa verið í Rúmeníu í hálft ár í trúboðaskóla. og höfum við saknað hans mikið, ég hef og er alltaf verið í þó nokkur sambandi við hann eða þau öll, Hann er rosalega góður maður og sér ekki sólina fyrir barnabarni sínu, Hún líka er allveg rosalega mikil afastelpa og á ég þá við með alla afana sína 3já. Hún passar sig á að vera góð við þá, því hún nefnilega ræður ef þeir eru með henni og hún grætur það sko ekki, reyndar hefur ekkert skilið í þvi að hann hafi bara farið. Ég hef verið að sýna henni á mánaðardeiginum hvenar hann muni koma, svo hún skynji betur tíman því jú við vitum að víka er líkt og ár fyrir börnum. Við mæðgur verðum semsagt á flugvellinum á sunnudagin þegar að hann lendir (reyndar öll föðurfjölsk kemur líka þau fóru út að sækja hann).

Sem sagt allt er gott. Við skulum vera góð við hvort annað. Það að brosa til fólks hefur ótrúleg áhrif, prófið bara.              sumarkv. Svala 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Gott að þetta gekk vel, eins og ég sagði þá er þetta lítið mál.  Þú átt eftir að finna þvílíkan mun á þér mjög fljótlega- oftast fer ég að finna mun á sprautu 3 eða 4.  Þetta verður æði fyrir þig!!

Kv. Dísaskvísan

Dísaskvísa, 24.6.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Takk Disa svkísa. Mig fer bara strax að hlakka til

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 25.6.2008 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband