21.9.2008 | 05:54
jamm og jæja
Oft veit ég ekkert hver fyrisögnin á að vera.
Já mikið rosalega var föstudagurinn ekkað skrýtin hjá mér, sko ég vaknaði bar út fréttablaðið, kom heim og fór með dömuna í leikskólan, sem sagt allt venjulegt, nema hvað mér leið ekkað skringilega, en svo kom að þvi að skólin byrjaði og ég mæti en eftir klukkutíma þar, þurfti ég að fara heim, því maginn var ekkað að stríða mér, svo ég fór beint í rúmið, en jæja svo leið og ég þurfti að fara af stað aftur þar sem ég þurfti að erinda fyrir pabba en var ennþá ekkað skrítin, en svo bara allt í einu hvarf verkurinn og fann ég ekkert fyrir honum meira þann dagininn, en ég var komin svo langt niður andlega þarna á föstudeiginum að mér fannst heimurinn vera að hrinja ofan á mig, allt í einu fannst mér einsog ég myndi nú loks bugast allveg, (já ég veit dramatíst en svona er þunglyndið mitt maður missi vitið), en ég er ekki sú típa sem gefst strax upp, svo ég setti hendur bara á höfuðið, til að verja það fyrir hruninu (ekki mikið fyrir höfuð högg). og hóf að anda rólega inn um munninn út um nefið, en ég var samt allveg tilbúin með gemsan, var búin að pikka inn á hann kveðjuræðunni til allra sem ég gæti sent þegar að heimurinn hrindi
. En allt kom fyrir ekki. En eitt get ég sagt ykkur að þetta með öndunina virkar.
Svo var ég komin úr þessu myrkri og fór heim til XXXXX og var búin að elda og bera á borð þegar að hann kom þreyttur heim úr vinunni, ég klikkaði ekki á neinu og var netið sem ég bjó til nokkuð öruggt (æji þið vitið þetta með fiskana í sjónum). ég var með kertaljós og ljúfa tónlist í bagkrunn, jamm kella kann þetta. Svo dagurinn endaði vel.
Svo er annað ég er með svo mikið af hugmyndum í höfðinu a mér, mig langar að gera SVO margt, á hinum ýmsu sviðum, mig langar að mála, teikna, sauma, hekla, læra að prjóna og vinna með gler og bara svo margt að þetta er að gera mig vitlausa (vitlausari meina ég). svo nú ætla ég að fara að sortera hugmyndirnar með númerum frá 1-? 1 mestan áhuga. 2 næstmestan áhuga og svo frammveigis, og gera mér grein fyrir því að ég get ekki gert þetta allt því ég kann ekkert á þetta allt. En það er allavega komið á hreint hjá mér að í ár ætla ég að búa sjálf til allar jólagjafirnar, nema handa englinum mínum, ég er búin að ákveða hennar gjöf. jæja jæja jæja ég pikka meira seinn hér á blog-inu.
ps. takk dömur mínar og herrar sem hafið verið að kommenta mig, þið eruð öll yndisleg og er það ómetanlegt þau fallegu orð sem þið ritið í minn garð. Það er samt allt í lagi að þið látið líka í ykkur heyra sem þolið mig ekki, ég hugsa að ég gæti tekið því.
knús knús og bæjó kv. einfarinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu góðan sunnudag ;)
Aprílrós, 21.9.2008 kl. 13:59
Takk
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 21.9.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.