16.10.2008 | 14:32
Kann ekkert á þetta.......
Vá ég kann sko ekkert á þetta, allt svo ég er byrjuð þarna í undirbúnings náminu (sem ég byrjaði í í sept.) er þar ásamt 19 öðrum einstaklingum, Þetta er soldið erfitt fyrir mig því það er alltaf verið að skipta okkur í hópa og láta okkur vinna eithvað verkefni saman og þar komum við að því sem ég kann ekki það er að vinna í HÓP, Það er allveg hægt að láta mig eina í eithvert verkefni og ég sinni í því en svo þegar að ég er komin með öðrum að þá verð ég eins og kjáni, ég á rosalega bátt með að tja mig í hóp og fer alltaf að reyna að leika einhvern sem ég held að hinum gæti kanski líkað vel oft endar það með að ég er einhver kjána trúður eða ekkað sollis, Ég hef alltaf verið svona, allt svo átt erftitt með að vinna með öðrum. Sko ég er allveg almennileg við hina og kurteis ég er ekkert leiðinleg eða svoleiðis nema bara þá við kanski mig sjálfa. Ég kann allveg ágætlega við hina í skólanum en samt vinn ég best ein enda skýri ég mig hér á blog-inu EINFARA og er það ekki af ástæðulausu. Ég held samt að það sé soldið vegna þess að méf finnst ég aldrei passa inn neinstaðar, upplifi sjálfa mig svo sérstaka að það sé í raun ekki til sú manneskja sem muni skilja mig. Flestum líkar ágætlega við mig (í lífinu almennt) og eru rosalega almennileigir við mig þegar að ég er nálægt þeim en um leið og ég labba í burtu að þá er ég gleymd, þar til ég hitti manneskjuna aftur þá er hún aftur almennileg en gleymirs mér svo strax aftur. Ég hef verið í ótlejandi hópum bæði í skóla og öðru og alltaf er ákveðið að hóparnir haldi sambandi eftir að þeim líkur og allir skiptast á númerum og svoleiðis en hvað gerist engin hefur samband við Svölu, þetta var erftitt fyrst til að byrja með en ég tek svona ekki nærri mér í dag ég bara veit að ég er soldið öðruvísi en flestir, ekkert endilega verri bara hreint ÖÐRUVÍSI. jæja ég ákvað bara að opna mig með þetta.
Börn eru yndisleg eins og þið vitið sjálfsagt og það sem getur dottið upp úr þeim getur verið óborganlegt, annað fyndið og svo eithvað sem maður heldur að börnin spái ekkertí og fara svo að ræða það við mann. Dóttir mín talar ótrúlega mikið við mig um hitt kynið og er búin að gera í langan tíma núna, hún á amk. 3 kærasta í leiksólanum en bara einn af þeim sem er tilbúin í að giftast henni svo í gær þegar að við vorum eithvað að leika okkur í gær að þá sagði hún við mig, Ég má ekki kyssa þig svona (var með vel opinn munninn) bara stráka, ég starði á hana en sagði svo að lokum að hún ætti nú að geyma það samt soldið þangað til að hún væri orðin stærri.
Svo kom hún með bradara dagsins sem ég hlæ ennað því hún var svo krúttleg. við mæðgur vorum hjá pabba mínum í heimsókn og hún lét eitthvað eins og kjána skott svo ég seigi við hana : hva ertu allveg að tapa vitinu unga kona?????? hún leit á mig og sagði : nei,,,,,,,, hvaða viti?.
hvernig er hægt að vera óhamingju samur/öm ef maður á lítinn speking???? allavega hressir hún mig oft ansi við , jú jú þessir litlu spekingar geta líkað tekið mann á tauginni og gert mann gráhærða langt fyrir aldur framm, hún hefur oft allveg gert mig æra líka en svo koma þau með eithvað svona eða bara einhverjar pælingar og hitt er gleymt, ég vil frekar muna eftir því jákvæða í líkinu heldur en hinu við lifum lengur á þessu jákvæða.
(greinilega góður dagur hjá einfaranum )
kv ble.........
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær dóttir sem þú átt ;)
Aprílrós, 16.10.2008 kl. 22:32
Takk
. já ég veit hún hún er algjör engill 
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 17.10.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.