22.10.2008 | 16:41
Ég táraðist.........
Já ég táraðist í morgun þegar að ég var hjá sjúkraþjálfaranum mínum, Ekki af því að ég fyndi til nei heldur afþví að hún sýndi mér svo mikin heiður, Hún fór að segja mér að í Nóvember myndi hún verða með Fyrirlestur á Hótel KEA hérna á Akureyri, Fyrilesturinn á að vera um Vefjagigt, Það sem snart mig var það að hún bað MIG, (svölu) um að mæta og seigja nokkur til valin orð um mína gigt og leið mína til bata, hún sagði mér að hún hefði einnig beðið eina aðra stelpu um þetta og hún sagði að hún myndi kynna okkur sem Hetjurnar sínar,,,,, Ég bara sagði ekki neitt því ég hef ekki áður fengið svona mikla viðurkenningu á því sem ég geri, ég var orðlaus en sagði svo að ég myndi svara henni í næstu viku,, ég er eiginlega ákveðn í að gera þetta, því það gæti hjálpað mér mikið með sjálfstraustið að standa upp og tala fyrir framan annað fólk, mér fynnst samt stjarfræðilegt að ÉG sé beðin um að tala fyrir framan fullt af fólki á Hótel KEA. Ef þetta kvetur mann ekki áfram að' þá er ekkert sem gerir það. Ég mun þakka henni næst þegar að ég hitti hana fyrir að hafa sýnt mér svona velvilja....
kv. orðlausi Einfarinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að heyra og ég verð að segja mitt álit:
Á þessum tíma sem ég hef þekkt þig í gegnum skrif þín hér, hefur þú tekið þvílíkum breytingum - öllum til batnaðar. Þú hefur tekið líf þitt í þínar hendur og tekið við stjórnartaumunum og það eru ekki lítil skref. Þvert á móti. Þú hefur tæklað hvert einasta mótlæti með þrautseigju og ákveðni- og tekist það vel.
Þú verður æðisleg upp í pontu á KEA og ert að öllu verðug titlinum sem sjúkraþjálfarinn þinn hefur gefið þér
Knúsur á þig og þína
Bifrastarblondinan (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:22
Takk stelpur
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 24.10.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.