14.12.2008 | 16:31
Þreytt.........
Já ég er sko ÞREYTT, og veit ekki afhverju, ég er bara algjörlega orkulaus og andlaus, geispa bara og geispa, þetta er ekki eðlilegt ég bara get ekkert gert. Ég rétt dröslaði mér í gær á jólaballið með dömunni minni og í leikhúsið og var gærdagurinn afar ánægjulegur en hefði kanski notið hans betur ef ég hefði ekki verið svona þreytt og vitlaus, en ég dansaði samt og söngt allveg á fullu á jólaballinu og skemmti mér ágætlega, og leikritið var allaveg frábært. Auðvitað þarf ég ekki að segja að stelpan mín sé bestust, en hún er nú samt búin að vera aðeins að reyna á þolrifin í mér seinustu daga, hún talar stannslaust allan dagin og hangir í mér, ég má ekki tala við neinn annan en hana og ef ég geri það að þá hangir hún í mér og skammar mig fyrir að tala við aðra og verður bara REIÐ. og í rauninni að þegar að ég er svona orkulaus að þá er þetta ekki besti tíminn fyrir mig að takast á við þetta og skammast ég mín hálfpartin fyrir hvað ég hef verið óþolinmóð við hana og pirrast auðveldlega. Kanski ég sé bara búin með járnið og þurfi að fara aftur í járngjöf, ég ætla að hrigja í heimilislækninn minn og láta taka blóðprufu til að sjá hvar ég stend. Það fylgir þessu óhjákvæmilega depurð, svo ég er ekkert skemmtileg þessa dagana (kanski aldrei). Nú er klukkan hálf 5 og ég væri meira en til í að fara að sofa núna STRAX og í viku tíma eða svo.
Að sambandi er lítið að frétta, gengur bara eins og það hefur verið að ganga. ég bíð samt bara spennt eftir því að fá íbúð og eignast heimili, núna meðan að ég bý á milli heimili líður mér ekkert rosalega vel. Alltaf á ferðalagi með töskur og drasl á milli heimila og veit aldrei á hvorum staðnum henti að ég sé á hverjum tíma fyrir sig. En ég er svona farin að spá aðeins meira í því hvað mér langi í og hvað það er sem ég vilji fá útúr lífinu en ekki alltaf hvað öðrum langar eða hvað aðrir vilji.
jæja bæ í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku vina mín, ég var svona í haust, vildi alltaf sofa. Ég tók járn og fór að drekka lysi, og þá hresstist ég, en þar fyrir er ég alltaf þreytt og nú fyrir nokkrum dögum þá var ég svo orkulaus, áhugalaus, vildi bara sofa og sofa. Þá setti ég upp jólaljósin og þá kom smá orka.
En ég skil þig ofruvel, og allt hafur áhrif á mann, þreyttur að ferðast milli heimila , endalaus flækingur.
Ég bið með þér að þu farir að fá þitt heimili. Dóttlan vill hafa mömmu sína útaf fyrir sig, skil hana svo vel, þu ert yndisleg mamma og hugsar svo vel um dóttluna þina, og þegar maður er svona orkulaus og þreyttut þá er þetta svo erfitt og elskulega dóttlan finnur þetta hvað mamma er viðkvæm.
Gangi þér vel elsku vina mín. Sendi þég mitt kærleiks knús sem umvafið er jóla anda. ;)
Aprílrós, 14.12.2008 kl. 17:41
Takk þú ert yndisleg. og Takk fyrir öll þau fallegur orð sem þú sagt um mig og mig sem móður. Það er rétt stelpan er mér ALLT. Já hitt hlítur að koma.
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 14.12.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.