17.12.2008 | 13:55
eitt lítið ljóð.
Nú er ég sé þig hér í fyrsta sinn
veit ég að þú ert engilinn
sem ættir eftir að lífi mínu breyta
ást,hamingju og gleði veita.
Þú er lítil falleg og yndisleg
og mun ég elska þig á þann veg.
Að þú munir eiga allt mitt hjarta og hug,
og áhyggjum henda á bug.
Ég vil fá að sjá þig vaxa og dafna
og yndislegum minningum safna,
Að þú verðir bara þú sjálf
öll, hvorki að hluta til né hálf.
Því guð skapaði þig í sinni mynd
hreina og tæra sem fjallalind.
Hann gaf þér skynsemi og heimikið vit
og áru bjarta, gullna að lit.
Rödd þín minnir helst á vorið
já það var ekkert við nögl skorið.
Hann gaf þér allt sem hægt var að gefa,
mátt til að hugga aðra og sefa.
kraft til að færa kærleika þar sem hatur er
og ljós þar sem birtuna þver.
Færa von þar sem efinn ríkir
myrkrið dofnar og inn sólin kíkir.
Þú er mér allt litla skott
og vona ég að ást mín beri þess vott.
ég hef elskað þig frá því ég sá þig fyrist
Takk guð fyrir að við höfum hist.
ljóð þetta orti ég með þig í huga Hanna mín
ástarkveðja, mamma þín. Höf:SSH 16.12.08
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haltu utan um þessi fallegu ljóð þín, einn dag áttu eftir að gefa þau út. Takk fyrir að deila með okkur.
Klemm og knús á þig og þína
Dísaskvísa, 18.12.2008 kl. 17:27
Svala mín, þú ert alveg snillingur í að semja. Farðu að leggja það fyrir þér, þú ert alveg yndisleg og hversu væntumþykjan geislar í gegn í þessu ljóði þínu, vá, það er það eina sem ég get sagt....
Þú ert alveg yndisleg og hefur allaf verið með gott hjarta
Farðu vel með þig elskan mín
Unnur R. H., 20.12.2008 kl. 18:39
Takk fyrir þetta dömur mínar.
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 21.12.2008 kl. 06:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.