22.12.2008 | 19:47
Úps..............
Já ég seigi nú ekki annað en úps, Jólin eru víst að fara að skella á. Ég fæ hnút í magan og ógleðistilfinningu við tilhugsunina. Þunglyndið er að berjast um völd við mig og ég veit ekki hvað ég get barist lengi við það er orðin frekar þreytt og þrótt lítil, það veit það líka og veit einnig að það hefur náð yfrir höndinn síðustu 8 ár. eða allt svo frá því að amma lést. Ég hef ekki fengið jólafíling síðan þá, nema kanski akkúrat þegar að klukkan hringir jólin inn og svipurinn á andliti dóttur minnar þegar að hún er að opna pakkana og bara kætin í henni, þá hrífst ég soldið með henni og finnst auðvitað mjög gott að sjá hve ánægð hún er. Hún er að koma frá Akranesi á morgun og mikið hlakka ég til að knúsa hana og kyssa á allt andlitið (eins og hún seigir) ég var að spjalla við hana í morgun en hafði kanski ekki mikið að seigja svo hún sagði: hefurður bara ekkert meira að tala við mig? krúttleg 4ra ára dama, hún veit sko hvað hún vill og hvað hún vill gera. ég elska hana.
jæja kv. einfarinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elskuleg mín, mikið skil eg þig og þú hefur alla mína samúð þótt ég viti að þú sért ekki að leita eftir vorkun eða samúð. Þá veit ég alveg hvað þu ert að kljást við . Við gerum allt fyrir krúttin okkar stöndum uppi fyrir þau og gleðjumst með þeim en síðan fær koddinn að hugga okkur þegar að svefntíma kemur og er svo góður við okkur að leyfa okkur að brynna músum hjá sér.
Og ég veit líka að þu ert sterk og yndisleg kona og þér tekst að ná þér upp og reka burt þennan þunglyndis ófeta sem vill eiga okkur méð húð og hári. Þú færð allan minn styrk og kraft sem ég get gefiðog ég veit að það mun virka eitthvað þvi eg er frekar næm og hef sent til fólks styrk. Sendi einu sinni lækna( að handan ) til pabba og mömmu án þess að þau vissu og það virkaði.
Guð gefi þér og þínum sólgargeysla Gleðileg jól
p.s. Mér þykir alveg undursamlega mikið vænt um þig
Aprílrós, 23.12.2008 kl. 10:57
Takk þú ert yndisleg líka.
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 23.12.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.