Ég fékk kaupbæti..........

Já ég fékk kaupbæti með tannpínukvölinni, ég fékk flensu líka aftur, er komin með hita og slöpp en það er nú kanski samt ekki til að kvarta útaf nema þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á skólann, Ég fór í morgun því það stóð til að það yrði próf, þegar að kennarinn kom spurði ég hvort ég mætti ekki taka það bara strax svo ég gæti svo farið heim sökum hitans, en hún var betri en svo leyfði mér bara að taka prófið með heim og lauk ég því þar. Ég er búin að vera ansi trekt undanfarið og ekki liðið allveg nógu vel á sálinni minni og í ójafvægi og þá er það einmitt sem hausinn fer að búa til einhverja vitleysu til. T.d í morgunn þegar að ég var svo að fara úr skólanum að þá sagði hausin sjáðu: það eru allir að horfa á þig og spá i hvað þú ert mikil auli alltaf lasin og er bara aummingi. En ég vissi sem betur fer að það var bara hausin í mér sem sagði þetta, EINGIN í skólanum sagði neitt við mig eða neitt svoleiðis, ég er bara að sýna ykkur hvernig hausin í mér getur virkað. Svo hélt þetta áfram og ég kom heim, Mamma horfði eitthvað á mig þegar að ég kom heim og hausin fljótur: þú líka skilurðu ekki að ég er lasin og hvaða rétt hefur þú á því að dæma mig fyrir að vera lasin. (þetta gerðist í hausnum á mér, en mér tókst sem betur fer samt að láta það ekki sleppa lengra). Ég er að átta mig á þessu og læra á þetta, takast á við höfuðið á mér. Mér líður ekkert vel núna og langar mest til að gráta, líf mitt er í svo miklu ójafnvægi að ég er að bugast en samt veit ég að þetta mun líða hjá, það tekur bara tíma, á meðan ætti ég bara að syngja: Daginn i dag, Daginn í dag gerði drottin guð,gerði drottin guð gleðjast, ég vil og fagna þennandag, (já eða einhvern annan Póllýönu söng).

Reyndar í morgun var ótrúlega falleg stund og sérstök, Þegar við mæðgur vorum að fara á fætur í morgun að þá strauk hún mér blítt um vangann og sagði : Mamma þú ert besta mamman í heiminum og það er góður dagur, guð passar okkur.  Hún hefur greinilega skinjað hvernig ég er andlega, Ég kyssti hana bara, hún er yndisleg, mér finnst leiðinlegt og fæ samviskubit yfri því að líða samt illa á sálinni þó ég eigi lítin engill. En mér leið samt auðvitað betur við þetta móment okkar.

 

Æji ég ætla ekki að pikka meira og fara að halda áframm baráttunni við hausin.

 

þykir vænt um ykkur öll, kv einfarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband