Eingin fyrirsögn...

Jæja, ég hef ekki hugmynd hver fyrirsögnin ætti að vera svo það verður eingin...

En allavega að í gær gerðust góðir hlutir, allt svo ég fékk frábærar fréttir, Því ég fæ loks íbúð núna 1 Feb næst komandi og finnst mér það GEÐVEIKT. Ég er búin að vera á lista í 3 ár eða eitthvað álíka svo það hlaut að fara að gerast að ég fengi íbúð fyrir mig og gullmolan minn. Það verður frábært bara ég og hún. Hún verður samt örugglega einhvern tíma að venjast því, þar sem við höfum búið hjá mömmu síðan að hún var 8 mánaða svo hún þekkir ekkert annað, Enn hún er dugleg stelpa og glaðlynd svo það bjargast allveg hún mun jafna sig á breytingunum og finnast það örugglega bara gott eftir einhvern tíma. Jæja svo er þessari önn i skólanum að ljúka núna á fimmtudaginn og er það bara fint, Hlakka bara til að hefja næstu önn eftir áramótin. Það heftur gengið fínt, enda kanski ekki hægt annað.

 

jæja knús til ykkar


jólakortin..

Undan farin ár eða sirkamát alltaf hefur mér tekist að krota á einhver kort en aldrei tekist að koma þeim á pósthúsið, því það er svo langt þangað (alla lítur það þannig út) En núna kæra fólk að þá er ég búin að búa þau til, skrifa á þau og það sem meira er að þá er ég líka búin að senda þau, VÁ hvað ég er duglegWink.

Jæja ég skrapp á ball í gær með "HONUM" og var það allveg rosalega fínt, það voru ekki margir samt út á lífinu, en það skipti ekki máli við vorum saman, ( vá væmin). Ekki spurja hvernig sambandið er því ég á eftir að finna það út, en guð veit að hann er algjörlega búin að bræða mig. og var ég nærri orðin að Ísjökul svona líkt og Snæfells jökul Smile (allt svo gagnvart kk)

 

Dúllan mín er með pabba sínum enda hans helgi, þau eru núna í jarðböðunum í mývatns sveit, örugglega rosa gaman hjá þeim. Á föstudaginn fór ég með dömuna í jólaklippinguna og vildi hún fá hárið stutt, sko ég sé eftir hárinu hennar en þetta er það sem hún vill svo hún fékk að ráða, það er jú víst hún sem á þetta hár. En auðvitað er hún allveg jafn sætust kanski bara sætari þar sem að nú sést andlit hennar bara betur og það er ekki beint leiðinlegt. Ég held ég viti ekkert fallegra en að sjá hana sofa. 


já hæ kæra fólk.

 

Langaði bara til að pikka nokkur orð, eingin stór merkileg, nema þá kanski fyrir mig sjálfa.

Ég er búin að taka ákvörðun með að dagurinn í dag verði góður, og ég ætli að vera jákvæð og hjálp söm við aðra, því ég veit að aðeins með því að bjarga öðrum, bjargar maður sjálfum sér. Ég ætla að halda jafnvægi og láta skap mitt ekki stjórna mér. Ég ætla að gera einhver góð verk í dag. þó það sé ekki nema að brosa til einhvers sem mér sýnist þurfa á því að halda. já og í dag ætla ég að seigja fjölsk að mér þyki vænt um þau og ég sé þakklát fyrir að þau séu til, mér til aðstoðar og kennslu. ég ætla EKKI að láta skap mitt og líðan stjórnast að kreppu talinu. Ef við tökum þetta allt inn á okkur þá endar það með ósköpum, hvernig á reitt og hrætt fólk að taka gáfulegar ákvarðanir.

 

jæja knus


jæja......

Jæja þá er enn ein helgin liðin hjá, vá hvað tímin flýgur hjá, aður en við vitum af verður komið vor og páskar.  Það gerðist svo sem ekki neitt merkilegt um helgina nema á laugardeiginum fór ég snúllan mín á jólaföndur í leikskólanum og það var frábært. gott að eiga svona stund með henni litla englinum mínum, ég dásit alltaf af því hvað hún er góð og falleg dama. Aldrei þurfti ég að hata á hana meðan að sumir forledrar gerðu fátt annað en að hasta á börnin sín. Við tvær einar = Frábær stund. og afþví að guð er góður að þá finnst henni litlu allveg jafn dásamlegt að vera með mér og er frekar háð mér. þó ég hafi nú gengið í gegnum nokkur tímabil í móðurhlutverkinu.

Nú í dag erum við reyndar báðar með hita og liggjum í rúminu með höfuðverk. Rosa gaman, en samt ekki svo slæmt ég myndi ekki nenna að vera veik með einhverjum öðrum, því við lasnar saman þýðir auðvitað að hvorug okkar á að vera á einhverju flandri utandyra. hún er nú duglegri samt en ég að hlýða því. En í allt aðra sálma að þá skellti ég mér til miðils í dag og var það afar áhuga vert, seigi ekkert meira samt um það en það. Ég kýs að trúa því að við deyju aldrei allveg heldur heldur sál okkar áfram að þroskast í öðrum lífum og persónul.ega finnst mér afar notalegt að hugsa til þess að þeir sem við höfum mist séu samt í raun með okkur.

Af mér og sambandinu að þá er það ennþá jafn ruglingslegt og eiginlega hálf fáránlegt. ég veit að ef eingin breyting verður þar á að þá mun ég gefast upp á sambandinu. Í alvöru að þa held ég að eg eigi  allveg skilið að eignast mann sem í raun og veru elskar mig og vill hafa mig í sínu lífi. Kanski er það frekja en þá það þá er ég bara frek.

 

Já og svo er ég enn i ljóðagerðinni og gengur það svona ágætlega allavega er ég komin með annað ljóð töluvert lengra en hitt saman, en kanski er það of persónulegt til að láta það flakka hér á blog-heiminum að svo stöddu.

 

en jæja mér þykir vænt um ykkur öll algerlega óháð því hvort ég þekki ykkur eða ekki, það er bara yndislegt að til séu svona margar mannverur til að kenna manni eitthvað, ég hef aldrei hitt einhverja manneskju sem ekki hefur kennt mér eithvað sumt smátt annað stórt. knús til ykkar


Góðan daginn......

Já ég er vöknuð, er farin að eiga í basli aftur með svefninn er alltaf komin á fætur á milli 04-04:30. og finnst það svona heldur snemmt sé tekið tiliti til þess að ég fer að svona um kl 22:00-23.00. En jæja það þýðir ekki að ergja sig á þessu. En sko ég vaknaði núna við það að stelpan ákvað að reyna að fara inn í mig aftur, allavega lagðist hún svo þétt að mér, sem er auðvitað bara frábært!!! (ég meina það) en það besta við það var að hún á það til að tala upp úr svefni og sagði hún um leið og færði sig nær mér: mamma ég elska þig. Það er EKKERT sem hljómar fallegra en það. Ég veit að án hennar væri ég ekki á svona góðum stað í lífinu núna. Því það var hennar vegna sem ég fór að taka á öllum mínum vandamálum.

Svo núna á eftir þegar að ég er búin að skutla dóttir minni ´í leikskólan að þá er það bara að skella sér í ræktina og svo í skólan kl 13. jibí. Annars held ég að dagurinn verði bara ágætur.

 

knús og ennþá meira knús til ykkar kæru lesendur  Blush


Enn á ný er komið að nýrri viku.........

Já þá er enn ein vikan að byrja á morgun, sem er gott mál, finnst mér. Ég fór út á lífið í gær með krökkum úr skólanum og komst að því að ég hafði ekkert saknað þess að fara á skemmtistað. ég hafði ekki farið út í rúma 3já mánuði og ætla að láta líða allaveg jafnlángt þangað til að ég fer út aftur. Annars hef ég ekkert að segja. Nema ég á yndislegustu dóttir í heimi. sem hefur kennt mér hvað sönn ást er, ég held að það sé ekki til sterkari og hreinni ást eins og hjá móður og barni.

 

Hafið það gott og afsakið hvað ég er búin að vera löt að lesa blog-in hjá ykkur en ég hef eiginlega ekki komið nálagt tölfu í smá tíma. knús samt til ykkar


Finndu þér leið til að sleppa......

Lífið er snúið og oft, reyndar alltof oft þurfum við að ganga í gegnum eithvað sem er okkur erfitt sumt allt af því óyfirstíganlegt, Svo að ef við ætlum ekki að sitja kjur í sársaukanum og eymdinni þurfum við að gera eithvað í því. engin getur gert það fyrir okkur. Mín leið hefur verið i gegnum skrif þar sem mér finnst auðvelt að skrifa og það gefur mér líka möguleika til að brenna það. það virkar oft rosalega vel að kveikja bara í því óþægilega og halda áfram (farið samt varlega með eldinnn elskurnar). Þetta snýst auðvitað allt bara um það eitt að SLEPPA tökonum á því sem við ráðum ekki við og tjóðrar okkur niður. En þetta kostar auðvitað kraft og er EKKI auðvelt eða þægilegt fyrir neinn. Og það að biðja um kraft til að fyrirgefa einhverjum eithvað sem virðist ófyrirgefanlegt, það var mér ekki auðvelt að biðja um kraft til að fyrirgefa þeim sem tók mig gengn mínum vilja, en afþví ég ætlaði mér það nógu mikið að þá hefur mér tekist að losna við hatrið og hef fyrirgefið gerandanum eins mikið og ég get.

Ég gekk í gegnum afar óþægilega lífsreynslu nú í haust, ég þurfti að fara í gegnum fóstureyðingu og hefur það verið að fara allveg með mig, fannst ég svo ógeðslega vond þó það væri samt ekki neinn önnur leið fær, fóstrið var skaddað en það breytti samt ekki þessari tilfinningu minni um að ég hafi gert eitthvað ófyrirgefanlegt.  Þetta hefur verið að naga mig og valda mér MIKLUM vanlíðan,ég hef auðvitað reynt að skrifa það frá mér, og brenna meira að segja grafa en það dugði ekki til, svo í gær settist ég niður og hripaði niður ljóð sem ég held að segi allt sem segja þarf, ég mun láta það fylgja hér með. ekki til að fá vorkun (hún er óþægileg) heldur bara til að losna við þessa tilfinningu um að ég hafi gert eithvað svo hræðilegt að ef einhver vissi það að þá myndi ég vera dæmd morðingi. ég get látið það fylgja hér en bara afþví að í morgun gerðist ég huguð, ég var í skólanum og bað um að fá að ljúka deiginum með ljóði, ég stóð upp í lok tímans, sagði fólkinu hvað ég hafði gengið í gengum og sagði þeim að ég þyrfti að gera þetta til að geta sleppt tökunum á þessu. jæja hérna kemur ljóðið mitt.

 

 

                                                kveðja

 

Nú ertu mér farin frá

og himna komin á.

Hjarta mitt brostið er,

en svo fer, sem fer.

 

Tárin mér falla á kinn

ó elsku engillinn.

Ég fel nú guði þig,

að gæta fyrir mig.

 

Ég býð þér góða nótt

og að þú sofir rótt.

já vertu bless ástin mín

kveðja, mamma þín

 

                                           Höf. Sigríður Svala Hjaltadóttir.

 

 

jæja, takk fyrir mig. ég vona að ég geti sofnað nú með aðeins skárri samvisku.

 

Munið að elska eins mikið og þið getið og verið bara eins góð hvort við annað og hægt er, ég fæ kjánahroll ef ég sé einhvern hlæja af einlægni það er ekki til neitt fallegra, allveg sama hvernig manneskjan er ef hún brosir þá er hún bara falleg. Ef að hún grætur þá er hún hugrökk og er ekki sama, ef hún er reið þá hefur hún verið særð, ef hún er leið, já farðu þá og faðmaðu hana (er bara að tala um manneskjuna, þessvega seigi ég hana). Gleymum okkur ekki í sorginni. 

oft lendir fólki saman, jafnvel vinum og allt í einu eru þið ekki vinir lengur útaf einhverju einu, en stoppaðu þá og hugsaðu til baka, hvort voru/eru þar meiri plúsar eða mínusar, lang ofast eru plúsarnir miklu fleyri. 

knús til Ykkar ALLRA, og guð geymi ykkur.

kv. einfarinn.


Gærdagurinn...

Gærdagurinn var ákaflega skemmtilegur og skondin. Í gærmorgun var ekkert öðruvísi en venjulega, fór með dömuna í leikskólan, svo í ræktina og þaðan í skólan bara svona venjulegt. En svo var leikskólanum lokað kl 12. svo þá náði ég í dömuna. þegar að ég var á leiðinni ákvað ég að prófa að hringja í pabba, gá hvernig hann væri upp á hvort við gætum komið í heimsókn. jæja ok ég hringi og þá  svarar bróðir minn og ég:hvað ert þú hérna?? Hann:nei pabbi sendi mér bara síman í pósti svo ég gæti svara að þér. ég:hva er þá xxxxx með þér? sem er sonur hans og já hann var þar líka. sem var frábært því hann bróðursonur minn og prinsessan eru svo miklir vinir enda munar bara 2 árum á þeim og það er hann sem er eldri enda sést það hann er alltaf að passa frænku sína og þau leiðast um allt. Jæja allavega ég næ í dömuna, seigi henni hver sé á Akureyri og Vá fagnaðarlætin voru engu lík, við auðvitað drifum okkur til þeirra og knúsuðum unga mannin og hina. en allavega ákveð ég svo að taka hann með okkur heim til mömmu og leyfa honum að gista hjá okkur. Það var voða gaman hjá okkur öllum, ég fór í það með þeim að leyfa þeim að baka möffins. það var fínt. svo léku þau sé bara og ég vissi nánast ekki af þeim. Svo kom það mér sko aldeilis á óvart hvað gekk vel að koma þeim í háttin. Ég var auðvitað soldið kæn og sagði þeim að þau ættu að fara í keppni hvor væri undan að sofna og ég skildi síðan seigja þeim það í dag, Daman datt nánast strax útaf og hann svo líka ég lá bara á milli þeirra með lokuð augun og beið. Þau eru svo yndisleg. Svo í nótt fékk ég að sofa hjá sætasta strák í heimi og Fallegustu stelpu í heimi. já ég er sko svo sannarlega HEPPIN manneskja. Gaman að fá svona óvænta heimsókn, sérstaklega þar sem daman mín er búin að vera að bíða eftir því að geta hitt hann í marga mánuði, sem er nánast óendanlegur tími í augum barns.

 

Ég er alsæl eftir gærdægin. Auðvitað dettur þeim samt einhver vitleysa í hug en það er samt ekkert mál að tjónka við þau. jæja ég Elska ykkur kæru börn.

 

Eigið góðan dag öll sömul og knús til ykkar.

ps. Gangið hægt inn um gleiðinnardyr.


blog,blog,blog

Stundum langar mig að blogga en hef samt eiginlega ekkert sérstakt að seigja, Lífið heldur bara áfram eins og það hefur gert með tilheyrandi breytingum, það er alltaf allt að breytast. Ég nenni ekki að svekkja mig á kreppunni og sytja föst í eymdinni og volæðinu, langar frekar að líkjast Pollýönu (hef ekki hugmynd hvernig þetta nafn er rétt skrifað þið meigi allveg deila því með mér ef þið vitið það), Mestum hluta ævi minnar hef ég einmitt eitt í þetta og sjálfsvorkun svo ég held ég sé bara búin með þann kvóta tók hann allan út í einu þegar að ég greip í hann og sleppti honum sko EKKI strax. svo komst ég að því að ég hafði val um að líða betur því allt snýst þetta bara um hugsun við ákveðum ósjálfrátt og sjálfrátt hvernig okkur líður og mun líða, við ákveðum að lífið sé vonlaust og viti þið hvað gerist lífið verður vonlaust, allveg þar til við ákveðum annað. Auðvitað dett ég ennþá oft í þessa gryfju sjálfsvorkunar og eymdar, en sem betur fer er mér farið að takast að festast samt ekki aftur í henni.

 

Núið er þar sem er ágætt að dvelja ekki í fortíð eða framtíð. Akkúrat núna er ég sit hér og pikka að þá heyri ég i dóttir minni skellihlæjandi yfir einhverju skemmtilegu í sjónvarpinu og ég get ekki annað en brosað með henni.  Einlægni og lifsgleði barna er yndisleg, svo koma þau líka reglulega með einhver gullkorn sem fá mann til að skellihlæjaLoL. Dóttir mín á það til að tala eins og áttræð kona í fyrradag var ég að seigja mömmu að ég ætti að fara til læknis í gær og þá heyrðist í dóttir mínn: Ég held nú síður unga kona (hún er 4ra ára). Svo í gær sagði hún: við ættum að eiga smá samtal. Ég veit ekki allveg hvar hún lærir að tala svona en þetta er yndislegt. Það væri ágætt ef við sem fullorðin erum ættum jafn auðvelt með að læra eins og þegar að við vorum börn. Dóttir mín hefur t.d. ótrúlegt minni, niðri í kjallara hjá okkur eru tveir, 30ltr kassar fullir af dóti en svo getur hún sagt við mig að hana bráðvanti eitthvað pínulítið dót sem er í einhverjum kassanum og til tekur hvaða kassa meira að seigja. hvernig það lítur út. og ég hristi bara hausin hvernig er hægt að muna þetta?????????''  kanski þarf ég bara að kaupa mér nýjan heila, það hlítur að vera að einhver sé að losa sig við sinn í tilliti til kreppunar.

 

jæja þetta var gaman að blaðra um ekki neitt. og eithvað sem er algjörlega fullkomin tíma sóun að lesa. Hafið það gott og ekki gefast upp það birtir upp um síðir


Jamm og jæja

Já dagurinn í dag er frábær, þó það sé nú kanski ekki langt liðið á hann að þá held ég að hann haldist góður, því ég fór á viktina í morgun og já ég er komin í 2ja stafa tölu komin í 98 kg (eg veit samt að það er allt of mikið en ég er glöð). Þetta er svo yndislegt því þetta sannar að vinnan ber árangur, og að með mikilli vinnu og einlægum vilja er ALLT hægt, svo nú er ég komin niður eitt þrep enn, og gefst sko ekki upp, Þetta kvetur mig til að halda áfram. og vitið þið hvað ég gerði, ég klappaði sjálfri mér á öxlina og sagði mér að ég væri kanski ekki svo glötuð eftir allt saman.

 

Ja kanski fynnst fólki skrítið að ég nefni þyngdina, en í alvöru að þá breitir það ekki vexti mínum þó ég seigi einhverjum hve þung ég er. hehe.

 

jæja eigið góðan dag


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband