8.11.2008 | 12:05
Eingin fyrirsögn.
Já mig langaði bara að pikka aðeins, ég gerði svolítið áðan sem var mér frekar mikið erfitt.
Já ég braut odd af oflæti mínu, ég sagði um daginn frá því að vinkona HANS hafi komið í heimsókn og tók upp tjakkin og var kanski frekar dónaleg við konuna þar sem ég hélt að þetta væri keppinautur minn. en allavega að þá tók ég upp síman, singdi mig, hélt niður í mér andanum og hringdi í konuna og bað hana afsökunar á því að ég hafi verið hálf dónleg við hana, Ég get varla sagt ykkur hvað þetta var erfitt en samt svo gott núna þegar að það er búið. Mér líður mikið betur núna, því auðvitað líkar mér ekki illa við hana ég þekki hana ekki og ég er ekkert á móti því að þau séu vinir, þau eru búin að vera það í nokkur ár svo ef þau hefðu ætlað sér að vera saman að þá hefði það gerst fyrir löngu, ég veit að þau þurfa á hvort öðru að halda sem vinir, hún er að ganga í gegnum mjög erfiðan tíma, einn sonur hennar er mikið veikur og auðvitað þarf hún að geta talað við einhvern, HANN er líka kjörin í það, hann er svo rólegur og kann að HLUSTA.
Jæja auðvitað vil ég seigja ykkur frá mér ög dömunni minni. þar er allt gott að frétta, hún fór aftur í leikskólan á fimmtudag eftir að hafa verið veik heima alla vikuna. Ég hef verið spurð er ekki erfitt að vera heima með veikt barn og ég seigi það og meina NEI það er ekki erfitt að vera með dóttir mína hún er ótrúlega þroskuð og þægileg (Auðvitað koma líka erfiðir dagar,) hún er bara búin að vera eins og ljós þessi elska. í gær fékk þessi dama mig til að fella tár, ástar og hamingju tár. hún sat ein við eldhúsborðið og var að leika sér svo allt í einu stoppaði hún og sagði: Mamma ég elska þig svo mikið að ég gæti kysst allt andlitið þitt. Hún er sérfræðingur í því að láta mig fá tár í augun af ást og hamingju. Ég held að eingin ást sé eins hrein og sterk eins og ástin á milli móður og barns. við erum líka líkar með eitt við mægður við erum báðar með mikla snertiþörf, og mikla ást að gefa. Stundum fær hún samt nóg, þegar að ég tek hana og kyssi hana og knúsa. Hjartað gæti sprungið af ást. já ég veit að ég er ógeðslega væmin en svona er þetta bara.
Hún er núna hjá pabba sínum þessa helgi og eru þau að fara í veislu í dag og svo ætlar hann að fara með hana og eina vinkona hennar i bío. Það verður örugglega rosalega gaman hja þeim.
kv. einfarinn. og þið blogg-vinir mínir ég sendi ykkur stórt Knús og við skulum vera góð við hvort annað í dag.
6.11.2008 | 17:46
Hlustun,
Ég fann í gömludóti frá mér nokkuð sem ég vil deila með ykkur og er svo satt og rétt.
Hlustun
Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og þú byrjar að gefa mér ráð
hefur þú ekki orðið við bón minni
Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og þú byrjar á því að segja mér
að líðan mín ætti að vera öðruvísi
þá ertu að troða á tilfinningum mínum.
Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og þér finnst þú verðir að ;Gera" eitthvað
til að leysa mín vandamál
þá hefur þú brugðist mér, skrítið ekki satt??
HLUSTAÐU!!!! allt sem ég bað um var að þú hlustaðir
EKKI tala eða gera-bara heyra
Ráðleggingar eru ódýr lausn
Ég get gert hlutina sjálf, ég er ekki ósjálfbjarga
kanski kjarkminniog óstyrkari en ekki ósjálfbjarga.
Þegar þú gerir eitthvað fyrir mig,sem ég get gert og
verð að gera sjálf/ur, þá leggur þú framm skerf þinn
skerf til að auka á ótta minn veruleika
Ef þú einfaldlega viðurkennir líðan mína,hversu óskinsamleg sem hún er, þá get ég hætt
að reyna að sannfæra þig,snúið mér að því sem máli skiptir og reynt að skilja ástæðuna fyrir
líðan minni.
Þegar það er ljóst, eru svörin augljós og ég þarfnast ekki ráðlegginga.
'Oskinsamleg líðan hefur merkingu þegar við skiljum hvað liggur að baki.
Ef til vill er það þess vegna sem bænin hjálpar, stundum,fyrir suma, vegna þess að guðirnir
eru hljóðir, þeir hafa ekki ráð á reiðum hödum og reyna ekki að ;Redda" hlutunum, þeir"
hlusta bara og láta þig sjálfa/nn finna leið
Þess vegna bið ég þig að hlusta og heyra, Ef þig langar til að tala hinkraðu þá augnablik og ég skal HLUSTA á þig.
Þetta eru yndislega saman sett orð og sem eru svo sönn
kv. Einfarinn
3.11.2008 | 15:27
Anda inn og anda út
Já ég ætti að prófa þetta aðeins oftar stundum. Ég er svo ógeðslega heppin manneskja og það er satt og svo á ég það til að vorkenna sjálfri mér rosalega mikið afþví ég á ekki hitt og þetta. skoðum það sem ég á.
nr1. Yndislega og fullkomna dóttur. sem ég mætti muna oftar eftir þegar að neikvæðar hugsanir koma, því þá veit ég að þær myndu hverfa
nr2. ég á fjölskyldu sem saman stendur af mjög ólíkum karakterum, en samt fólki sem stendur ALLTAF saman þegar á þarf að halda.
nr3. akkúrat núna og undanfarið hef ég verið ástfangin og það hefur nú líka gildi.
nr4. ég hef þak yfir höfuðið.
nr5. ég hef nægan mat eins og sést á vaxtarlagi mínu, svona pínu þétt
nr6. ég hef líkma sem er í ágætis lagi allavega er ég ekki með neina sjáanlega fötlun. (þó það sé eingin skömm af því)
nr7. Ég hef bara fullt FULLT af góðu fólki í kringum mig, lækna þjálfara og kennara.
nr8. ég á bíl (eða er meðeigandi, Avant á víst töluvert stærri hlut í honum en ég) sko og það er munaður. ekki nauðsyn og ég næ endum saman fjárhagslega þó ég eigi ekki mikið eftir,
nr9. Ég er svona bærilega vel gefin manneskja.
nr10. Bíddu er þetta ekki komið nóg.
Ég hef í raun enga ástæðu til að kvarta svo ég ætti að HÆTTA því.
Ég og fleyri lendum oft í því að einblína á það sem við eigum ekki og langar í heldur en það sem við eigum. og við erum alltaf að fatta það en gleymum því samt jafnharðan og við sjáum ekkað sem við höldum að við þurfum að eiga en þurfum samt í rauninni ekkert að eiga.
já og ég gleymdi einu ég á líka mjög gott samband við minn æðrimátt. svo það er yndislegt.
jæja langaði bara að segja þetta, meira samt til að minna sjálfa mig á en einhvern annan.
guð geymi ykkur. kv einfarinn
3.11.2008 | 10:28
hehe
Ég ætla að skrifa hérna snilldar ljóð sem ég fann á netinu (man samt ekki hvar).
Fara að vana frammfarir
frelsi mjög er skerða
allir karlmenn óþarfir
eru nú að verða
Það sem auðvelt var að fá
er nú gert í felum
Því bráðum verða bönrin smá
búin til í vélum.
mér fannst þetta bara skondið.
2.11.2008 | 14:50
Svala the agressive
Hæ, Ég var látin þreyta eithvert próf í skólanum sem ég er í, sko til að sjá hvar ég stæði andlega eða eitthvað. Allt svo ég var látin svara einhverjum 200sp og svo mamma (eða bara einhver sem þekkir mig) og svo á miðvikudaginn fór ég í viðtal við eina ef þeim sem er yfri skólanum til að fá niðurstöðurnar í prófinu. ég hélt ég myndi deyja úr hlátri. Þar átti að koma skilgreiningin á mér, flest af þessu var náttúrulega bara bull, En þar var sagt að ég væri með árásagjarna hegðu (agressive behavior) ég sprakk úr hlátri Ég árásargjörn, vitið það er ekki satt. svo átti ég líka að vera egó-isti þá dó ég úr hlátri, svo kom víst í ljós að ég glýmdi við þunglyndi og kvíða (dö það eru 12 ár síðan að það var greynt) jæja og svo til að fullkomna þetta að þá vilja þau að ég fari til geðlæknisins og láti greyna það hvort ég sé haldin athyglisbrest því það sé það sem þau telja eftir þetta fína fína próf.
Það kom fyrir í prófinu að ég spurði konuna hvort hún væri örugglega með mitt próf en hún sagði svo vera. Mér finnst þetta bara fyndið.
Jæja þá að því sem öllu skiptir, dóttir mín er lasin greyið með hálsbólgu og allveg rosalega ljótan hósta en samt er hún svo dugleg og ekki mikið að kvarta þó ég vissi að ef ég væri svona í hálsinum að þá myndi ég vera hundleðinleg og pirruð. Hún er svo yndisleg þessi telpa. og spekin sem getur komið upp úr henni getur komið brosi framm á öll andlit. Fólk heldur örugglega að hún sé samt á samningi hjá mér með að dásama mig. En byrja allir morgnar Mamma, fína sæta ég elska þig. Það er ekki amalegt að ganga inn í daginn svona. En ég lenti samt í smá uppákomu um daginn þegar að ég sótti hana ´i leikskólan því þegar að hún sá mig leit hún á leikskólan kennarann ( sem er kk) og sagði: Er hún ekki rosalega sæt, ég auðvitað blóðroðnaði og vissi ekkert hvað ég átti að segja, leiksóla kennarinn heldur nú örugglega að ég sé að láta hana hjálpa mér með að ná í hitt kynið.
Svo er ég nú búin að vera að brasa við það að fá hana til að sofa hjá mér heima hjá mömmu bara í rúminu okkar, en hún sagði: veistu ekki að þegar að maður er orðin stór þá sefur maður ekki hjá mömmu sinni. svo ég sagði. já en hjá ömmu, hún: hún er gömul og ég þarf að passa hana.
Svo í gær þegar að við vorum eitthvað að dunda að þá klifraði hún upp í fangið á mér og strauk mér um vangan og sagði : þú mátt allveg sofa í þínu rúmi en ég ætla að sofa hjá ömmu.
ja gott að hafa hlutina á hreinu er það ekki? börn eru yndisleg, þó mér finnist auðvitað sárt að fá þessa höfnun frá henni að þá er ég líka samt stolt af henni að hafa sýnar eigin skoðanir og breyta eftir þeim. það er gott að vera sjálfstæður og ákveðin, þá veður eingin yfrir mann, en það skiptir samt máli hvernig það er gert. engan dónaskap eða frekju þó maður sé ákveðin og vilji halda í sínar skoðanir og vilja.............
Æji guð veri með ykkur öllum. kv. Svala
29.10.2008 | 20:22
Aha hafið þig heyrt minnst á tjakkinnn........
Já kæra fólk þið hafið eflaust heyrt mig röfla um tjakkinn. (allt svo söguna um mannin og tjakkin). Jæja ég var sko svo sannarlega með hann á lofti þegar að ég skrifaði seinustu færslu og það virðist sem ég hafi verið að miskilja hann algjörlega. Já hann er bara svona típa sem talar ekki mikið um tilfinningar svo það er ástæðan fyrir að hann er ekkert að tönglast á þeim við mig, en hann hefur sagt að ég hljóti að hafa verið send af himnum, (get ég beðið um fallegri orð. eeeeeeeeeh NEI) Ástæðan fyrir því að hann vildi að ég færi að gista aðeins heima var sú að hann var einfaldlega að hugsa um mig og dóttir mína ekki sig, já og svo þetta með að ég héldi að hann væri svo upptekin afþví að láta mig þrífa,elda og taka til. var sko alls ekki raunin, heldur þegar að hann bað mig um að vera aðeins heima var einnig ástæðan sú að hann vildi ekki fara að telja þetta sjálfsagt að ég gerði allt, Hann vildi ekki að hann myndi vakna upp við það einn daginn og fynndist það sjálfsag það væri ekki rétt gagnvar mér. Já ég held ég ætti að leggja tjakkin oftar frá mér.
kv. einfarinn.
ps. Það er allt frábært að frétta af snúllunni minni og var ég með hana hjá barnalækni á mánudaginn í bara svona eftirliti eftir sjúkrahús dvölina um daginn og sagði læknirinn hreint út að hún væri stálsleigin og hreint frábær ung kona. sko ég vissi það samt allveg. hún er engill.
25.10.2008 | 19:44
Hálf óviss........
Þar sem að ég skrifa yfirleitt mjög persónulega að þá ætla ég líka bara að halda því áframm annars væri það ekki ég.
Vitið ég er hálf ringluð þessa dagana eða kanski mest í dag, Ég veit ekkert með "HANN", hann tönglast stannsaust á því (jæja allavega mjög oft) á því að hann hefði átt að vera lengur einn, en samt vill hann ekki að ég fari, svo í dag þá vill hann að ég fari að gista sjaldnar hjá sér, en ég má samt ekki fara allveg, svo er hann alltaf að blaðra um gelluna sem hann var seinast með og hvað hún hefði gert honum og hvað það fór illa með hann, Sko ég hef verið særð svo oft af hinu kyninu að ég veit allveg að auðvitað er það sárt fyrir hann, en samt maður kemst yfir það, og hvernig á eithvað samband að geta gengið ef hann ætlar að siitja og bara bíða efitr því að ég stingi hann í bakið? ég er ekki svoleiðis en hann virðist ekki ná því og svo segir hann aldrei að hann sé eithvað skotin í mér, talar bara um að það sé þægilegt að hafa einhvern sem eldar matinn og tekur til. Vá ég veit ekki, hann er samt alls ekki vondur við mig og ég er mjög skotin í honum ég bara veit ekki allveg hvað ég á að gera.
endilega gefið mér einhver góð ráð.
kv. einfarinn
22.10.2008 | 16:41
Ég táraðist.........
Já ég táraðist í morgun þegar að ég var hjá sjúkraþjálfaranum mínum, Ekki af því að ég fyndi til nei heldur afþví að hún sýndi mér svo mikin heiður, Hún fór að segja mér að í Nóvember myndi hún verða með Fyrirlestur á Hótel KEA hérna á Akureyri, Fyrilesturinn á að vera um Vefjagigt, Það sem snart mig var það að hún bað MIG, (svölu) um að mæta og seigja nokkur til valin orð um mína gigt og leið mína til bata, hún sagði mér að hún hefði einnig beðið eina aðra stelpu um þetta og hún sagði að hún myndi kynna okkur sem Hetjurnar sínar,,,,, Ég bara sagði ekki neitt því ég hef ekki áður fengið svona mikla viðurkenningu á því sem ég geri, ég var orðlaus en sagði svo að ég myndi svara henni í næstu viku,, ég er eiginlega ákveðn í að gera þetta, því það gæti hjálpað mér mikið með sjálfstraustið að standa upp og tala fyrir framan annað fólk, mér fynnst samt stjarfræðilegt að ÉG sé beðin um að tala fyrir framan fullt af fólki á Hótel KEA. Ef þetta kvetur mann ekki áfram að' þá er ekkert sem gerir það. Ég mun þakka henni næst þegar að ég hitti hana fyrir að hafa sýnt mér svona velvilja....
kv. orðlausi Einfarinn
21.10.2008 | 13:17
Jæja veturinn kom.......
Jæja veturinn kom fyrir alvöru í gær hingað á norðulandið, hann þurfti auðvitað að monta sig á hvað hann gæti verið SVALUR Hann sýndi sliddu,snjókommu og haglél og auðvitað var hann komin í frábært samband við Kára og hann var semsagt að hjálpa honum í gær, en hefur sennilega orðið þreyttur því hann hefur ekkert sýnt sig neitt sérstaklega í dag.
jæja ég fékk símhringingu í morgun frá heimilislækninum, hann vill fá mig til sín strax í dag til að sprauta mig, með B 12 (sem er vítamín). já á að fá 3, fyrsta i dag svo föstudag svo í næstu viku. þá hlít ég nú að vera komin í rosalegt fjör af öllu vítamíninu hehe. Annars er bara allt gott að frétta af mér, lífið heldur bara áfram að ganga sinn vanagang, Reyndar sótti ég um vinnu í gær og er að bíða eftir svari og það er audda stundum pirrandi að bíða en svona getur maður verið frek/ur.
Það er allt gott að frétta af Prinsessunni minni, hún er bara hress og kát litla daman. svo það er allt bara svona nokkuð með kyrrum kjörum hjá mér.
Eigið góðan dag og verið nú góð hvert við annað, það kostar ekkert að senda smá bros hingað og þangað, og í alvöru að þó að það sé kreppa að þá þurfum við ekki að spara hrós og annað jákvætt.
bless í bili kv. Einfarinn
16.10.2008 | 14:32
Kann ekkert á þetta.......
Vá ég kann sko ekkert á þetta, allt svo ég er byrjuð þarna í undirbúnings náminu (sem ég byrjaði í í sept.) er þar ásamt 19 öðrum einstaklingum, Þetta er soldið erfitt fyrir mig því það er alltaf verið að skipta okkur í hópa og láta okkur vinna eithvað verkefni saman og þar komum við að því sem ég kann ekki það er að vinna í HÓP, Það er allveg hægt að láta mig eina í eithvert verkefni og ég sinni í því en svo þegar að ég er komin með öðrum að þá verð ég eins og kjáni, ég á rosalega bátt með að tja mig í hóp og fer alltaf að reyna að leika einhvern sem ég held að hinum gæti kanski líkað vel oft endar það með að ég er einhver kjána trúður eða ekkað sollis, Ég hef alltaf verið svona, allt svo átt erftitt með að vinna með öðrum. Sko ég er allveg almennileg við hina og kurteis ég er ekkert leiðinleg eða svoleiðis nema bara þá við kanski mig sjálfa. Ég kann allveg ágætlega við hina í skólanum en samt vinn ég best ein enda skýri ég mig hér á blog-inu EINFARA og er það ekki af ástæðulausu. Ég held samt að það sé soldið vegna þess að méf finnst ég aldrei passa inn neinstaðar, upplifi sjálfa mig svo sérstaka að það sé í raun ekki til sú manneskja sem muni skilja mig. Flestum líkar ágætlega við mig (í lífinu almennt) og eru rosalega almennileigir við mig þegar að ég er nálægt þeim en um leið og ég labba í burtu að þá er ég gleymd, þar til ég hitti manneskjuna aftur þá er hún aftur almennileg en gleymirs mér svo strax aftur. Ég hef verið í ótlejandi hópum bæði í skóla og öðru og alltaf er ákveðið að hóparnir haldi sambandi eftir að þeim líkur og allir skiptast á númerum og svoleiðis en hvað gerist engin hefur samband við Svölu, þetta var erftitt fyrst til að byrja með en ég tek svona ekki nærri mér í dag ég bara veit að ég er soldið öðruvísi en flestir, ekkert endilega verri bara hreint ÖÐRUVÍSI. jæja ég ákvað bara að opna mig með þetta.
Börn eru yndisleg eins og þið vitið sjálfsagt og það sem getur dottið upp úr þeim getur verið óborganlegt, annað fyndið og svo eithvað sem maður heldur að börnin spái ekkertí og fara svo að ræða það við mann. Dóttir mín talar ótrúlega mikið við mig um hitt kynið og er búin að gera í langan tíma núna, hún á amk. 3 kærasta í leiksólanum en bara einn af þeim sem er tilbúin í að giftast henni svo í gær þegar að við vorum eithvað að leika okkur í gær að þá sagði hún við mig, Ég má ekki kyssa þig svona (var með vel opinn munninn) bara stráka, ég starði á hana en sagði svo að lokum að hún ætti nú að geyma það samt soldið þangað til að hún væri orðin stærri.
Svo kom hún með bradara dagsins sem ég hlæ ennað því hún var svo krúttleg. við mæðgur vorum hjá pabba mínum í heimsókn og hún lét eitthvað eins og kjána skott svo ég seigi við hana : hva ertu allveg að tapa vitinu unga kona?????? hún leit á mig og sagði : nei,,,,,,,, hvaða viti?.
hvernig er hægt að vera óhamingju samur/öm ef maður á lítinn speking???? allavega hressir hún mig oft ansi við , jú jú þessir litlu spekingar geta líkað tekið mann á tauginni og gert mann gráhærða langt fyrir aldur framm, hún hefur oft allveg gert mig æra líka en svo koma þau með eithvað svona eða bara einhverjar pælingar og hitt er gleymt, ég vil frekar muna eftir því jákvæða í líkinu heldur en hinu við lifum lengur á þessu jákvæða.
(greinilega góður dagur hjá einfaranum )
kv ble.........
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar