15.10.2008 | 10:10
bara að blogg-a til að blogg-a.......
Jæja ég tók ákvörðun aftur í morgun líkt og í gærmorgun með að dagurinn yrði góður, það virkaði í gær og þá sannfærðist ég um að flest verður eins og manni langar til ef maður bara tekur ákvörðun um að svo verði. Ég fékk einhverja magakveisu í gær og hún er enn að bögga mig smá en ég ætla ekki að láta það stjórna því hvort dagurinn verði langur og leiðinlegur eða ekki. Ég finn aðeins fyrir því samt að sumarið sé á enda, hugur minn verður þungari og ég þreyttari og þreyttari ég sem svaf sama og ekkert í sumar, get sofið endalaust núna og er alltaf þreytt, ég held að þetta tengist árstíðunum beint. Þó ég viti að veturnir eru mér erfiðari og ég viti svona nokkurn veigin hvernig hann verður ef ég geri ekki neitt til að sporna við því, að þá hefur það verið mér soldið erfitt að sporna við því, og leiðinlegi púkinn sem býr á vinstri öxl minni tuðar í mér allan daginn, Í fyrradag tókst honum að halda mér í niðurrifsstarfsemi (á sjálfri mér) allan daginn, en hehe ég fattaði um kvöldið að það var í raun ekkert að og mér liði í alvörunni ekki svona ég vissi að ég ræð því hvort ég hugsi svona eða ekki. og ég vil það EKKI. bla bla bla bla bla bla bla bla................ ( vá hvað ég röfla mikið)
Engillinn minn er bara hress og kát og er bara jafn yndisleg og alltaf. Stundum bregður mér samt hvað hún getur verið fullorðinsleg í tali og háttum? þau eru svo fljót að stækka þessir englar, mér finnst hún enþá oft pínulítil henni til mikillar gremju stundum, þegar að ég tek það að mér að klæða hana í og úr,(hún getur það auðvitað sjálf) og stundum hefur mér dottið í hug að mata hana, (ég veit að ég er rugluð). Svo verð ég að venja mig afþví að tala við hana eins og smábarn, það er allveg hægt að tala eðlilega við hana.
Afþví ég var að blogg-a þetta í gær og hafði miklar áhyggjur afþví að henni liði mjög illa með þetta fyrirkomulag að þá fór ég að hugsa, hún hegðar sér nú ekki beint þannig. eins og ég sagði þá kem ég henni alltaf á fætur og afstað inni í daginn og það fyrsta sem ég fæ að heyra á hverjum morgni er: mamma sæta besta ég elska þig. og þetta hljómar nú ekki líkt og að hún sé nú beint ósátt við mig. Ég ætla að taka það framm strax að : að allar ákvarðanir mínar sem ég tek fyrir og um dóttir mína geri ég alltaf með hennar bestu hagsmuni í huga, ég reyni að setja mig í hennar spor. það er EKKERT og EINGINN sem ég elska meria en HANA. ég veit ég er væmin en þetta er bara SATT. þið meigið efast ef þið viljið en það er ekki beint mitt vandamál. (já já kanski dettur ykkur líka í hug að ég seigi þetta bara til að líta vel útá við, en þið ágæta fólk sem þekkið mig ættu að vita betur).
jæja það er kanski best að ég hætti hér................
kv. ég
14.10.2008 | 18:33
Hvað skal ég gera??????????
Ég ætla bara að láta eitt mitt særsta vandamál flakka hérna. (allt svo vandamál líðandi stundar).
Ég bý nú orðið á 2 stöðum og það er vandkvæðum háð því ég hef náttúrulega ekki viljað kynna hann og dóttir mína strax (fyr en ég er orðin nokkuð viss um sambandið, að það liggji í báðar áttir ekki bara frá mér). Svo ég sef hér og hún er heima hjá mömmu. svo var að koma upp vandamál hann býr í 3ja herbergja íbúð og sonur hans líka og svo var að koma sú staða að dóttir hans verður að búa hér líkur og við verðum að koma okkur fyrir í stofunni svo það er eiginlega ekki pláss fyrir engill minn líka hérna og ég veit ekkert hvað ég á að gera er eitt stórt ? merki. Ég er ótrúlega hrifin af honum en auðvitað elska ég dóttir mína meira en ALLT annað í heiminum, svo mér virðist sem ég þurfi að segja við hann nei þetta gengur ekki ég verða að hætta núna........ En spáum samt í einu ég og dóttir mín höfum búið hjá mömmu síðan hún var 8 mánaða svo hún þekkir ekkert annað og tekur breytingum illa, auðvitað vilja mamma og hennar maður ekki að daman fari þar sem þau hafa alið hana upp með mér (verið mér innan handar) þetta er erfitt því ef á ákveð að hún muni bara verða þar að þá hugsa allir já þetta konan sem yffirgaf barnið sitt eða ekkað álíka. Ég er samt alltaf mætt heim til mömmu áður en hún vaknar og ég kem henni í leikskólan og ég sæki hana og er með hana eftir leikskóla. Svo auðvitað er ég enn að sinna henn dömunni. í alvöru segið mér skoðun ykkar FULLKOMNLEGA HREINSKILNI. ég get tekið allri gagnýnir góðri og slæmri.
9.10.2008 | 21:49
Furðulegt....
Seinustu 2 dagar hafa verið hálf skrítnir fyrir mig ég veit í raun ekki hvað er að gerast með mig, enda skiptir það kanski ekki máli. Það er komin einhver undarleg ró í hjarta mér og hug, Þessi stannslausa hugsun mín um það hvað fólki finnst þegar að það sér mig hún er farin. ég tek ekki lengur andköf í hvert skipti sem ég þarf að fara í búð eða bara innan um annað fólk, hjartað stekkur ekkert niðurí buxur. skrítið, ég held að hér sé Guð að vinna, ég þakka honum innilega fyrir. áðan fór ég í bað (það er samt ekkert nýtt) ég var með kveikt á kerti og einum lampa þar inni ég læsti en var samt ein heima, en svo þegar að ég er komin í baðið og að byrja að slaka á að þá slökknaði allt í einu á lampanum og venjulega hefði ég gargað og sokkið upp úr baðinu í taukaveiklunar kasti en nei ég hvíslaði TAKK upp í loftir þetta var miklu betra. jæja nú er ég að fara að skríða upp í rúm og það ríkir einhver undarlegur friður yfir mér. Ég hef sterka trú á að ég muni sofa vel í nótt. Guð geymi ykkur. (ég er samt ekki að tengja þetta við ástina).
Það tekur á mig hvað er að gerast hérna heima á Fróni. Þessi kreppa er að æra allt. Fólk er að tapa sér og virðist allveg vera að bugast. í Landsbankanum í dag voru lögreglur að tryggja að fólk hagaði sér skikkanlega, Reynum að halda stilli okkar og vera öðrum til stuðnings, í raun getum við ekkert gert lengur í því hvernig þetta skeði en við getum haft áhrif á það sem eftir á að koma og mér þykir ekki gáfulegt að fólk sem er sturlað af hræðslu sé það fólk sem taki þær ákvarðanir, biðjum því um fríð í hjarta von í brjóst okkar. Hörfum á börnin okkar sem ekkert taka eftir þessu sérstaklega sjáum hvað þau eru frjáls og glöð við skulum taka þau okkur til fyrir myndar,(ég er ekki að segja að við eigum ekki að gera ekki neitt og leika okkur bara, heldur sjá hvað manni líður mikið betur ef maður er frjáls).
Auðvitað eru margir að missa allt sitt og í raun virðist þetta ástand vera óyfirstíganlegt, en reynum samt.
kv. Svala
8.10.2008 | 07:09
Lyfið fyrir mig..................
Ég er búin að komast að því að "vinur minn" er einmitt rétta lyfið sem ég þarf, allavega núna. Ég er farin að ná því oftar og oftar að sofa svona nokkuð normal eða svona 5-6 tíma á nóttu sem er frábært, svo er ég alltaf eiginlega hálf brosandi eins og hálfviti og er farin að minka aðeins við mig þunglyndis lyfin (auðvitað í samráði við lækni). Ég er allveg hætt að taka eftir aldursmuninum og það hefur engin áhrif á mig hvað öðrum finnst um hann, reyndar hefur fjölskyldan mín tekið þessu furðu vel og standa bara öll með mér. (Takk elsku fjölskylda). Ég er ný búin að ganga í gegnum mjög erfitt verkefni sem hefur reynt mikið á mig andlega en mér virðist takast það ágætlega að vinna úr því og halda í jákævðnina, kanski hefur Guð ekkað með þetta að gera, allavega hef ég beðið til hans og er full viss um að hann eða einhverjar aðrar góðar vættir séu með mér og ykkur öllum líka.
Guð gefi ykkur góðan dag.
kv. Svala
6.10.2008 | 06:25
Kreppa...........
Já það er nú orðið aldeilis ljótt þetta með kreppuna því hún virðist fara rosalega með fólk, svo mikið að fólk er farið að halda að það sé best að spara í öllu, líka mannasiðum,kurteisi og tilit til nánugnans, Ég er allveg til í að spara en ekki á bros, og hitt sem ég var að nefna. Það er allveg sama hvað er í gangi hverju sinni fólk þarf alltaf að missa sig. Þetta er neyða ástand og við þurfum að standa saman í því að vinna úr þessu ekki vinna í því að gera það verra með því að brjálast. Ég botna orðið ekkert í fólki, hef kanski aldrei gert það, persónulega finnst mér fólk alltaf vera að leggja sig lægra og lægra. hvernig í öllum andsk.. dettur einhverjum TVEIM mönnum að ráðast á einn tæplega sjötugan (eða áttræðan) mann, ég næ ekkert upp í þetta. Gamalt fólk, börn, fatlaðir og dýr að níðast á þessu fólki er að leggjast eins lágt og hægt er.
Brosið og verið nú góð hvort við annað, ekki spara í mannlegum samskiptum.
29.9.2008 | 17:07
Heyrði einn góðan áðan.....
Áðan vorum við hérna heima að spjalla og svo kom barnsfaðir minn í heimsókn og hann sagði soldið sem mér fannst drep fyndið. Við vorum að ræða það að nú væri ríkið búið að kaupa 75% í Glittni og þá sagði hann að þá hlyti Glittnir að vera orðin 75% öryrki og mér fannst þetta bara snilld hvernig hans sjón var á þessu máli. En ég sjálf reyni að missa mig ekki í þessari kreppu umræðu sem hljómar allstaðar og allan dagin. Það batnar ekkert með að grenja undan þessu, kallarnir sem viraðst stjóna þessu dáldið voru einmitt kosnir af okkur svo í raun getum við sjálfum okkur um kennt. Auðvitað finn ég samt fyrir þessu allt hefur hækkað nema launin svo endarnir eru ekki allveg að ná saman hjá fólki (amks ekki öryrkjum og elliliífirisþegum). Vonandi fer að koma einhver lausn við þessu en þanngað til verðum við bara að þrauka og velta okkur sem minnst upp úr þessu og reyna frekar að horfa í það hverju við getum breytt hjá okkur sjálfum til að hlutirnir gangi betur. ég ætla að fara að horfa soldið í það hvert mínir peningar fara og í hvað, held að maður eyði töluvert meiri pening í óþarfa en manni grunar. Það sem fór að opna augu mín betur fyrir þessu að nú er ég á fjármálanámskeiði sem ég tel að sé snilld og ætti bara að fara inn í nám í 10 bekk eða amk. strax í framhaldsnámi. ég var að fá sent forrit til að halda heimilisbókhald og ætla ég að prófa þær aðferðir sem verið er að kenna mér, ég mun láta hvernig gengur í því svo þegar að líður á mánuðinn.... en já Glittnir er 75% öryrki hehe
29.9.2008 | 03:53
Þú komst við hjartað i mér..........
Já lagið eftir Pál óskar (lagið þú komst við hjartað í mér) á svo sannarlega við hjá mér núna. Hann er búin að koma við hjartað í mér og stela því líka, nei það var ekki þjófnaður ég gaf það fúslega.
Þetta er búið að vera yndisleg helgi hjá mér, og ótrúlegt en satt að þá náði ég að sofa í 9 klukkutíma á laugardagsnóttina, það hefur ekki gerst hjá mér síðan ég veit ekki hvenar, enda var ég orðin vel þreytt á laugardaginn, allan laugardainn vorum við í þvi að flytja dót í sveitina og laga þar til, setja dúk á gólfið og svoleiðis. Það að vera í sveitinni gerir held ég flestum gott, losna frá öllum raftækjum og áreiti, vera frjáls og vera með einhverjum sem manni þykir vænt um. Nú fer að verða komið að skrefi 2 hjá okkur, allt svo að hann hitti dúlluna mina og hún hann, ég efast ekki um að þeim muni semja ágætlega, hann er svo rólegur og góður og þannig fólk líkar henni líka best, allt svo hún þolir ekki hávaða.
Það mun samt verða smá erfiðleikum háð hjá okkur að opinbera samband okkar, fólk gæti tekið því illa og fundist það skömm, en mér er sama, það er töluverður aldursmunur á okkur, en ég hef ekki heyrt að ástin banki og spurji hvort hún sé velkomin eða ekki. Ég veit að ég er með breytt bak og get tekið því (ekkert of háð áliti annara), en ég veit ekki allveg hvort hann sé tilbúin strax í það. það er ekkert of langt síðan hann var særður af annari konu. En þetta kemur allt í ljós.
guð gefi ykkur öllum góðan dag, verum góð hvert við annað.
kv. ég Svala.
25.9.2008 | 07:56
Já ég varð kjafstopp....
Sko það er ekki oft sem ég verð kjaftsopp. En í fyrradag varð ég það og það var hún dóttir mín sem afrekaði það að láta mér verða orða vant.
Ég var að gera hana klára fyrir leikskólan, og þegar að ég var að greiða á henni hárið að þá spyr hún, Mamma afhverju verður maður rauður í framan þegar að maður talar við stráka? Ég gjörsamlega misti andlitið og það eina sem heyrðist í mér var uuuuuuuuuuuhhhhhhh svo Hvað sagðirðu elskan? Hún æji ekki seigja neinum það, ég: Nei nei ég lofa. Svo náttúrulega fór hún bara í leikskólan og dagurinn leið svo er ég kem að ná í hana í leikskólan að þá heldur hún áfram á heimleiðinni..... Fór ekkað að ræða stráka og ég í DJÓKI spyr hana hvort hún sé nokkuð skotin í einhverjum og hún : Jú ég er skotin í stórum strák og ég : ekki þó xxxxxx (sem er fóstri á leikskólanum) og hún: Nei mamma,,, hann er á bláu deildinni og ég: já og sagði nafnið á deildinni, hún :já, ég var að tala við hann um daginn úti og þá varð ég bara rauð í framan. Ég: aftur algjörlega kjaftstopp, en sagði svo já svona getur gerst ef maður verður pínulítið feimin.......
En er hún ekki helst til of ung til að fara að roðna er strákur lítur á hana og of ung til að verða skotin, ég meina hún er 4ra ára.....
Já þessu er ekki lokið, yngsta systir mín sótti hana í leikskólan daginn eftir og á fékk hún líka svona smá sögu, sem ég er að spá í að láta ekki flakka hér að svo stöddu. Samt svo þið vitið að þá var ekkert gert neitt við hana mér finnst sagan bara aðeins óviðeigandi...
En eftir þetta fór ég að spa´, hvað ætli börn séu ung þegar að þau fara að spá í hinu kyninu?
kv svala
24.9.2008 | 06:15
Átök.. hjá mér
Já það eru rosaleg átök í gangi hjá mér þessa dagana og í raun veit ég ekkert hvar ég er stemd, það er farið að dimma og kólna og það hefur það í för með sér að staðan verður eins í kollinum á mér. Þetta er að fara með mig, ég er að reyna að hlíða ekki neikvæðu röddunum í hausnum á mér, þær eru farnar að segja mér að hætta bara í flestu sem ég er því ég sé hvort eðer fædd til að mistakast og þær vilja líka að ég sofi bara allan sólarhringinn. og margt fleyra í þessum dúr. En í þetta skiptið sá ég hvað var í vændum og byrjaði STRAX að berjast á móti þessu og halda áfram í öllu burt séð frá því hvort mér takist þetta allt að þá ætla ég ekki að láta undan, en þessi átök hafa kostað mikla skapsveiflur hjá mér, eina stundina er ég hætt öllu og leiðinleg og svo næstu er ég full af ákveðni í að láta allt ganga.
jæja þetta er svoldið erfitt en ekki gefast upp, ég veit að þetta er bara tímabil og svo líður allt hjá eftir einhvern vissan tíma og ég verð aftur orðin einsog í sumar ódrepandi (eða svoleiðis). Framm, Framm fylking og allt það.
Jæja ég bið guð að gefa ykkur góðan dag og veri með ykkur í ykkar verkum og orði. Við skulum elska náungan og semja um frið. Munið að það er ókeipis að BROSA svo gerið það, ég ætla að brosa í dag og gera það besta úr deiginum . kv. Svala
22.9.2008 | 09:34
Myrkfælni....
Þegar að ég var líttil telpa var ég rosalega myrkfælin og langt framm á unglingsár, eða í raun þar til ég fór að búa og mátti ekki vera að hafa fyrir því að hræðast myrkrið og í raun hef ég talið framm á þessu að myrkfælnin væri farin fyrir fullt og allt og ég væri orðin fullorðin (fullorðnir meiga ekki vera hræddir). En í morgun rétt fyrir klukkan 5 þegar að ég fór að bera út blöðin að þá fann ég þessa gömlu tilfinningu rosa sterkt, ég var allt í einu komin með súper heyrn og heyrði alls kynns hljóð sem hafa sennilega verið líka bara ýmindun og ég var orðin viss um að einhver væri að elta mig í myrkrinu ég bölvaði fólkinu sem var ekki með ljós við útidyrnar eftir fyrstu götuna var ég farin að hlaupa, Þetta er bilun og þegar að ég áttaði mig á því hvernig ég lét og hvað væri í gangi að þá stoppaði ég andaði rólega inn um nefið og útum munnin nokkru sinnum, svo fór ég bara að segja sjálfri mér að ef einhver væri með mér að bera út að þá væri það ekkað gott. og Kári átti öll hljóðin sem ég heyrði, auðvitað var allt í lagi þetta sannar bara hvað hausin á manni getur verið skrýtin, núna hlæ ég að þessu og finnst soldið skondið hvað maður getur misst sig útaf eingu. En kanski er þetta ekkað týpískt með mig ég er alltaf með TJAKKINN á ferðinni (ef þið skiljið hvað ég meina) ég byrja og endi allar samræður fyrst í hausnum á mér áður en þær eiga sér stað . Kanski fynnst ykkur ég skrítin og barnaleg en það verður þá bara að hafa það.
Það hefur samt skeð soldið sem ég hélt að gæti ALDREI gerst. ég hef ekki mikið blogg-að um besta vin minn eða í raun hef ég aldrei minnst á hann, en samt erum við búin að vera BESTU vinir í mörg mörg ár og höfum stutt hvort annað í gegnum súrt og sætt bara svona eins og bestu vinir gera. En ég held að vinskapnum sér lokið og ég lauk honum ekki. Ég er enn að reyna að átta mig á þessu, veit ekki allveg hvað skeði. Kanski hef ég ekki sinnt vinnskapnum nægilega mikið undanfarið en ég er samt ekki búin að láta klóna mig svo ég get ennþá bara verið á einum stað í einu og ég hef haft allveg nóg að gera undanfarið og held að hann/hún vissi það. En svona er þetta fólk getur verið manni hverfult. það er ekki neitt í heiminum sem er allveg 100%.
Hvað er að ske, afhverju er ekki hægt að hafa neina jákvæða frétt, maður heyrir bara vondar fréttir, einhver að skaða einhvern hvort heldur sé líkamlega eða andlega, HÆTTIÐ þessu, afhverju getur fólk ekki hugsað aðeins áður en að það framkvæmir, Svo er þetta orðin svo mikil geðveik að það er eingin leið að skilja hvað fær fólk til að gera það sem það gerir. T.D hvernig getur einhver meitt barn? gamalt fólk og fatlaða og já dýr, þetta er komið langt fyrir utan að vera bara minnimáttar kennd. Svei þessu öllu saman.
Við eigum að vera góð hvert við annað og reyna að sjá hlutina líka með augum annara.
Ég mun bara halda áfram að biðja fyrir heiminum, ég veit ekki hvort það skilar árangri en það gerir hlutina allavega ekki verri. Guð veri með ykkur.
kv. ég
ps. já prinsessan mín er aftur orðin eins og hún á að sér að vera
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar