10.8.2008 | 16:27
Verðlaunin breytast.....
Ég hef verið að hugsa, ég hef alltaf verið alltof þung og er búin að reyna skal ég segja ykkur alla heimsins megrunarkúra sem til eru, allar töflur, duft og bara nefndu það, hef meira að segja farið í magaminkun og gerði það fyrir 3árum rúmum en alltaf hef ég þyngst aftur og aftur og yfirleitt meira heldur en mér tókst að missa með þessum ráðum mínum, eftir maga minkunn mistti ég um 64kg og er búin að bæta á mig c.a 24 til baka af því,
Seinasti kúr hjá mér sem var einhvern tíman í fyrra var soldið skondin, ég fór í göngur sko langar göngur kanski svona 100metra og var það LANGT fyrir mig, fyrst labbaði ég svona 20m settist svo niður og fékk mér orku því ég var SVO þreytt og féllst orkan í því að fá sér Stórt Mars og hálfan líter að kók og svo þegar að ég var búin að klöngrast ALLA hundrað metrana að þá mátti ég sko fá verðlaun, fékk mér þá pizzu, hamborgara eða ekkað álíka og svo botnaði ég ekkert í því að ég næði engum árangra og fór til allra lækna í allar heimsins ransóknir því mér var svo illt í maganum, æji aumingja Svala litla og svo fór ég bara að skæla þegar mér var bennt á að líklegast væri það matarræðið sem ylli verkjunum og ég sagði NEI ég er búin að vera að gera ALLT sem ég get til að megra mig ég labba (tók samt ekki framm lengdina á göngunni) og ég er farið að borða grænmeti og sollis svo ég skil bara ekkert í þessu (ég gleymdi auðvitað að segja þeim frá namminu og gosinu.)
En það geriðst soldið merkilegt í gær þegar að ég var á göngu, ég gerði mér ljóst að ég hef ekki fengið neina alvöru magaverki í soldin tíma (aðeins kanski 3 ristilkrampa) og ég var hætt að verðlauna mig með nammi ( tek samt framm að það kemur fyrir að ég fæ mér nammi) og pizzu hafði ég ekki bragðað í svona c.a 1 og hálfan mánuð og er það met fyrir mig, ég fer ekki á skyndibita staði, en gosinu hef ég haldið, nú fer ég í ræktina 3x í viku og sjúkraþjálfun, ég labba á hverjum deigi minnst 2,2km og í gær skokkaði ég meira að segja 200hundruð metra já ég sagði ÉG skokkaði, (sem var svo ólíklegt með mig að það var næstum stjarnfræðilegt), Og þau verðlaun sem ég fæ núorðið eru betri líðan og sterkari skorkkur og eru það BESTU verðlaun sem ég hef getað ýmindað mér. Í dag labbaði ég meira að segja 6km með dóttir mína í kerrunni svo það var auka álag, já þetta er ekkað annað, ég hef kanski ekki hrunið neitt rosalega í kílóum en ég hef styrkst allveg heilan hellin og jú það sést vel að ég er að breyta lífstílnum ekki í kúr....... Svo bless mitt elskulega Mars.
Svala the skokkari
5.8.2008 | 16:54
Hvernig....
Á ég að fara að því að halda áfram??????? Ég er orðin svo þreytt andlega af þessu martraða veseni á mér, það að þurfa að byrja á því að þurka rúmið á hverjum morgni með hárþurku og skipta um náttföt svona 2 stundum 3 á nóttu er orðið soldið pirrandi, svo ég tali nú ekki um vanlíðanin andlega eftir hvert skipti sem ég hrekk upp, stundum man ég draumana og stundum ekki, það breytir engu hvort ég muni á eða ekki vanlíðanin er sú sama, til að mynda þegar að ég hrökk upp í þriðja sinnið í morgun að þá vaknaði ég með svo mikið viðbjóð á sjálfri mér, ég stökk inn á bað, breiddi yfir spegilinn svo ég þyrti ekki að horfa á sjálfa mig, hentist inn í sturtu og reinda að þvo þennan viðbjóða af mér, sem ég veit ekki afhverju stafaði, ég var bara sannfærðari en allt annað um að ég væri viðbjóðsleg, Þetta og hvering allur dagurinn verður er að gera útaf við mig, ég reyni að vera hress og gera alla skapaða hluti, ég læt fólki ekki sjá hvernig mér líður, ég reyni að hlæja og gera að ganni mínu, en bara ef fólk vissi hvað væri að ske í kollinum á mér, ég hef unun af því að finna til orðið líkamlega, mér finnst að ég labba þó ég sé að drepast í fætinum eftir aðgerðina að þá sé það merki um dugnað,og mér finnst að fólkið mitt ætlist til þess að ég bjargi bara öllu einsog venjulega, fjárhagurinn er óbærilegur og alltaf kemur ekkað nýtt til að kæta mig þar, svo segir fólk að þetta geti nú ekki versnað mikið úr þessu... í síðustu viku brotnuðu gleraugun mína og svona gleraugu kosta c.a 50.000þús kall og ég á eftir að greiða tannlækna draslið sem er 23.000kr og ætla sko að vera snögg að segja tannsa það að hann geti gleymd hinu kjaftæðinu sem hann vill gera sem kostar bara um 80 þús, ég meina er fólk að djóka með að segja svona tölu við mig?
Allt þetta og sú staðreind að geðlæknirinn minn sé í frí framm í sept, er ekki að kæta mig. En heima fyrir má ég ekki láta á því bera, ekki það að fólk seigi það við mig, heldur er mútta að fara í frekar stóra aðgerð á morgun og ég vil ekki að hún sé að hafa einhverjar áhyggjur af mér, ég vil að hún sé afslöppuð þegar að hún fer undir hnífinn, í gær steikti ég kleinur og bakaði 3 jólakökur, eldaði matinn, þvoði þvott, fór í göngu og setti múttu í fótabað og bar á hana hín ýmsu krem til að reyna að láta henni líða vel,svo sendi ég hana og kallinn hennar í sveitaferð í dag, svona óvænt fyrir hana, ég var búin að taka til nesti handa þeim og hafa til sundföt á hana, svona ef á þyrfti að halda, því ég var búin að stinga upp á því við hann að fara með hana í jarðböðin í Mývatnssveit, svona gera henni glaðan dag, þau fóru og voru bara að koma heim áðan, þá var ég búin að þrifa íbuðina hátt og lágt og skúbba gólfin svo hún geti bara slakað á, mikið vildi ég að hún vissi hve vænt mér þykir um hana, og ég held að fjölsk, mín viti það bara almennti ekki, því ég er stundum klaufi við að sýna það....
Kanski fer mér að líða betur á föstudaginn þegar að snúllan mín kemur heim aftur úr höfuðborginni, mikið hræðilega sakna ég hennar, en ég veit að henni líður vel og er að skemmta sér þarna með föðurfjölsk. Svo að ég reyni að hugsa að ég verði bara að vera glöð því hún er glöð og það er einmitt bara það sem að ég vil.
blogga seinna.
2.8.2008 | 20:06
Góð vakt.
Jæja þá lauk minni fyrstu vakt áðan kl 18. (var á vaktinni hjá Aflinu/ sem berst gegna kynferðis og heimilis ofbeldi) Þetta var bara reglulega gaman, en uðvitað bara af því að ekkert skeði, maður skokkaði bara um bæinn, brosti til fólks og lét sjá sig og sjá aðra, gleði og kátina einkenndi bæinn fólk í mjög litríkum klæðnaði var allls staðar enda er þema 80's áratugurinn. Fallega veðrið skemmdi heldur ekki fyrir, svo ég er mjög ánægð með þetta, og líður líka vel með að hafa drifið mig í því að taka þessa vakt og þar með ögra kvíðanum sem hefur hrjáð mig leingi og svona félagsfælni, í dag gegg ég um bæinn í skær bleikum jakka, neon grænu vesti merktu aflinu og hárið á mér er APPELSÍNU GULT, eftir smá litunar mistök, svo ég hef sennilega ekki farið framm hjá neinum og mikið horft, en kanski féll ég samt betur inn í því fólk var jú, mjög misjafnlega klætt og margir afar áberandi, En allavega allt bara yndislegt um þetta að segja.
er ég var rétt komin inn um dyrnar heima, hringdi barnsfaðir minn, til að rugla í hausnum á mér og til að láta mig fá það á heilan að nú þurfi ég að koma suður útaf stelpunni því HANN lætur svo illa, að ég tel það ekki holt fyrir hana að vera mikið nálægt honum, en mútta er að reyna að hugreysta mig og segja mér að hann er nú ekki einn með hana, öll fjölskyldan hans er þarna með honum, en málið er að það gerir mig bara lítið rórri, hann veit þetta og er bara að spila á mig, hann kann það víst orðið mjög vel, urrrrr ég veit ekki hvað ég á að gera, ég elska dóttir mína meira en allt og vil ekki að henni líði illa, sko hann er ekki alkahólisti og er ekki líklegur til að skaða hana líkamlega en andlega er ég nokkuð sannfærð um að hann sé fær um að gera.
æji kv, Svala
ps. stigið varlega inn um gleðinnar dyr
1.8.2008 | 06:09
Bara að láta,,,,,,,
27.7.2008 | 03:54
Óðum nálgast............
Nú nálgast haustið óðum og veturinn, ég veit ég er kanski soldið biluð að vera farin að spá í það strax, þar sem að það spáir 20 stiga hita hér heima á morgun, en nú er bara tæp vika í ágúst byrjun, svo það er nú ekki svo langt í haustið, ástæðan fyrir því að ég sé farin að spá í þessu strax er sú að í þetta skiptið ætla ég að undirbúa mig vel fyrir haustið, venjulega fer ég mjög langt niður á þessum tíma mótum og eru veturinr mér frekar mikið erfiðir andlega, en viti menn það á sko ekki að ske núna, hvorki ég né neinnar sem ég þekki getur stöðvað árstíðirnar og haft sumar allt árið um kring, svo ég verð víst að sætta mig við þetta, Í stað þess að hugsa til kuldans að þá er betra að spá í vetrar fötonum því að er alltaf gott veður ef maður bara klæðir sig eftir því, svo ef rökkrið ætlar að fara ekkað illa í mig að þá kveiki ég bara ljós, set upp séríur, það þarf ekkert að vera dimmt hjá mér, ég ætla ekki að legjast í mat eins og svo oft áður, ég nenni ekki að vera vinur matsins lengur, hann sest svo leiðinlega utan á mig (allt svo ef hann er í of mikilu magni). Svo ætla ég að leyfa stelpunni minni að smita mig af þessari kátínu yfir snjónum (sko þegar að hann kemur). Nú skal sko ekkert slá mig útaf laginu, þetta er bara enn eitt markimiðið sem ég get sett mér,
Ég meina ég varði sjálfa mig í fyrsta skipti á ævinni (held ég), Ég sagði við "HANN" að ég gæti þetta ekki, við ættum einga samleið. Þetta var erfitt þar sem að þessi geðsjúki leikur okkar (haltu mér slepptu mér) er búin að standa heldur lengi yfir, Ég var alltaf sannfærð um að ég elskaði hann, en í alvöru geri ég það ekki, mér þykir bara vænt um hann (þar sem hann er pabbi snúllunar minnar), ég held að mig hafi bara langað til að ég elskaði hann, því það er jú víst rétt að fólk sem á börn saman eigi að vera saman, en mig langar ekki til þess og ég veit að stelpan okkar hefði ekki haft gott afþví þar sem að að yrði mikið um rifrildi og andlegt ofbeldi, ég þyrft stannslaust að vera að skamma hann fyrir að stríða dóttir okkar, hann ræður stundum bara ekki við sig. ég sagð honum að ef mig langaði í annað barn að þá myndi ég nota býflugu og blómin aðferðina en fengi mér ekki stór og hálffullorðin börn/barn.
Í fyrsta skipti á ævinni er ég komin með einhverja löngun í það að bæta líf mitt sjálf og gera ekkað úr mér, mig langar til að líta vel út hvort sem það er á sál eða líkama, mig langar til að gera ekkað gott og jákvætt fyrir aðra og sjálfa mig líka.
Guð veri með ykkur elskurnar.
kv. stelpan með VON um betra líf.
24.7.2008 | 06:07
Martraðir.......
Mig bráðvantar ráð til að losna við martraðir, ég er orðin ansi þreytt á því að vera að vakna 3-4 á nóttu í svitabaði sökum martraða, það hefur ekki dottið nótt úr í amk. 2 vikur þar sem ég fæ ekki martröð. Nú vaknaði ég og ég er enn að reyna að jafna mig, eftir drauminn, allt svo að meðtaka það að þetta var draumur, ég var svo hrædd í draumnum og er að basla við það að henda hræðslunni af mér núna. Ástæðan fyrir að ég bloggi um þetta núna hérna er sú að mig langar að biðja YKKUR um að koma með einhver ráð til að losna við martraðir, bæði gáfulegar og heimskulegar/fáránlegar leiðir til þess. Hvað sem er mig langar bara til að dreyma vel nú eða bara alls ekki neitt, það væri fínt líka.
Ég fer að verða orðin hrædd við að sofna, af tilhugsuninni um martraðirnar sem ég fæ. Það er svo vont að festast i einhverjum draumi.
kv. ég
ps. endilega komið með einhver ráð fyrir mig. PLEASE.
23.7.2008 | 14:42
Það setja stólinn...........
Það að setja stólinn fyrir dyrnar hjá einhverjum, finnst mér hræðilega erfitt að gera og nánast ómögulegt, því með því er ég að krefjast þess að einhver annar hætti að vera hann sjálfur og verði bara ekkað sem manni sjálfum þóknast, en engu að síður þurfti ég að gera það núna, ég þurfti að setja "HONUM" stólin fyrir dyrnar, hann er búin að halda mér og sleppa mér síðan að við skildum fyrir þremur árum og svo kom hann bara askvaðandi í gær og tikynnti mér það að hann elskaði mig og vildi hafa mig í lífi sínu það sem eftir er. ég veit ekki en hvað mér finnst um það, hann á við mörg hegðunarvandamál að stríða, og ég sagði honum að hann yrði að taka á þeim málum áður en að einhver gæti hugsanlega búið með honum, hann þarf einnig að læra það að axla ábyrgð á sér, ég hélt að fyrir rumum 4 árum þegar að dóttir okkar fæddist að þá myndi hann bara verða fullorðin við það, en svo var ekki, en hann er nú að ganga til læknis og vil ég að taki sig vel á þarna því þó ég gæti boðið sjálfri mér upp á þessi hegðunarvandamál hans að þá get ég ekki gert dóttir okkar það, stundum fer meiri tími hjá mér í það að skamma hann fyrir að stríða henni og ergja hana en ekki hún að láta ill og ætti þetta auðvitað ekki að vera svona, en samt spái ég hvort ég hafi í alvöru þann rétt að ætla að þvinga honum til að taka á sinum vanda, hann ætti kanski að finna það sjálfur. Svo langar mig ekkert til að fara að sjá fyrir honum aftur svo ég sagði við hann að ef við færum að búa saman að þá væri það hann sem leigði íbúðina en ekki ég því ég veit hvað það myndi kosta mig. Æji ég veit í raun ekkert í minn haus. ég stend á kross götum og veit sko ALLS ekki hvora leiðina ég að taka. jæja bara svona að koma þessu frá mér.
kv. krossgötu daman.
21.7.2008 | 14:47
Stolt,
Ég fór auðvitað í morgun í sjúkraþjálfun og var þetta einmitt dagurinn sem sjúkraþjálfarinn kom úr fríi, og hún sagði mér að hún væri STOLT af mér og hældi mér í hástert og það vara GOTT að fá svona hól, hún sagði það frammúrskarand árangur að hafa náð að losa mig við 7kg á þessum 5 vikum sem hún var í fríi, og það besta við þetta var að ég fylltist sjálf af stolti með mig. Svo kom hún mér verulega á óvart og var með fullan poka af fötum sem hún vildi að ég skoðaði á stelpuna mína, ég var svo hissa að hún skildi hafa hugsað til mín og dóttur minnar með föt. Vá hvað fólk getur komið manni á óvart.
knús og bros ti allra
17.7.2008 | 14:36
Fríkeypis...........
Já fólk gott það er bara ALLVEG fríkeypis (eins og hjá Vodafone) að fara til tannlæknis...... Ég fór í morgun til kjálkalæknis útaf eimslum í kjálkaliðonum og út í eyra, var sagt að fara fyrir tilskipan heimilislæknisins, og það var auðvitað bara DREP fyndið, þar sem ég er ekki venjuleg að þá var það sem var að hrella mig, svaka vöðvagólga í kjálkanum, og eiginlega bara allveg frá höku og upp í gagnaugað, en það er til ráð við þessu og það er ný bitlíf einhvers konar eftirmeðferð og sá pakki hljómar bara upp á 83.000kr, hvernig gat tannlækninum í hug að ég einstæð móðir og öryrki hefði efni á því, ég sagði eiginlega ekkert bara starði á hana, svo ákvað hún að lána mér gigtarlampa til að setja smá yl á kjálkana og á eg að gera það 2 sinnum á dag meðan að hún er í sumarfíi og svo sendi hún beiðin til sjúkraþjálfararns míns með að eibeita sér að þessu svæði, Hí H'i Hí kanski ég tali bara of mikið. en þessi upphæð er allveg jafn sjarnfræðileg og ég????????????????????? gjörsamlega óskiljanlegt. En viti þið ég ætla ekki að fara í fár yfir þessu heldur bara halda ró minni, notast við æðruleysis bænina góðu, og bara hreinlega sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt....
Fólk hefur verið að benda mér á að kanski sé blogg-ið mitt einum og einlægt og persónulegt og bent á að kanski gæti verið betra að bera sig ekki svona, en í alvöru ég hef ekkert að fela, ég er hreinskilin og létt rugluð, svona er ég bara og að biðja mig um að breyta þessu er fólk að biðja mig um að vera einhver önnur en ég er og leika í þessu risa leikirti þar sem allir keppast að því að vera eins og eiga sem mest og flottast, ég vil ekki vera eins og aðrir og ég er eingin tískufrík og myndi sennilega ekki vera það heldur þó ég hefði efni á.
15.7.2008 | 08:29
Var ekki allveg eins og ég hafði........
Gærdagurinn var ekki allveg eins og ég hafði gert ráð fyrir að hann myndi vera. Jú ég fór í ræktina/sjúkraþjálfun en ég stoppaði nú ekki lengi þar, því maginn í mér var búin að plana að hrella mig allan dagin og viti menn það gerði hann líka, svo þegar að ég var búin með upphitunina að þá þurfti ég að skrölta heim, með STÓRT sammviskubit yfir að hafa farið og látið undan maganum, og var þetta að angra mig mikið í gær, svo bara svona til að maganum myndi ekki leiðast þessi uppsteit að þá tók vinstri fóturinn þátt í þessum mótmælum, bara allveg frá mjöðm og niður en þó einna verst í öklanum, ég lá samt ekki alllveg í leti í gær enda ekki allveg minn stíll (nú til dags), mér tókst að baka þó nokkuð og þvo þvott, og rykmoppa og skúra íbúðina og skutlast með pabba í búð og sollis, svo ég get þó huggað mig við það, þetta með fótin, sko hann er enn í uppreisn, en einn núna, magin gafst upp, en það er í k-inu ég er að fara á fimmtudaginn til bæklunarlæknisins svo hann getur tekið í hann fyrir mig En ég ætla nú samt að fara í göngu á eftir í von um að geta gengið þessa vitleysu af mér.
kv. Ég essi bæklaða
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar