Lögreglan og dómar, hvað er að þessu drasli.

Veistu ég er búin að vera að velta svolitlu fyrir mér, Við konur sem verðum fyrir nauðgunum ( á líka við um karlmenn sem lenda fyrir því), fáum enga hjálp, þannig séð við erum látnar ganga í gengum ekkað ákveðið ferli og svo stoppar bara allt. Ég lenti síðast fyir þessu í ágúst 2006, og ég ætla aðs seigja ykkur frá ferli sem ég fór í gegnum. Eftir atvikið kem ég mér á sjúkrahúsið til rannsóknar og töku sönnunargagna, Það voru allir á sjúkrahusinu mjög góðir og hjúkkan sem sá um mig er yndisleg, en svo fæ ég að skjótast heim í sturtu áður en ég á að fara í skýrslu töku upp á lögreglustöð, er ég kem þangað tekur rannsókralögreglu kallinn á móti mér, ég fylgi honum inn í herbergi og skýrslan tekin, Hann var hræðilegur, talaði alltaf við mig eins og ég væri að ljúga eða að ég væri sökudólgurinn, Þetta var vitanlega hræðilega erfitt fyrir mig. En jæja ég fer svo bara heim og býð átekta, ekkert gerist og biðin var orðin heldur löng, en þá allt í einu var ég aftur kölluð í aðra yfirheyrslu (halda þeir að það sé ekkað auðvelt að segja frá þessu aftur og aftur?) ég fer svo bara heim. svo c.a 3 mánuðum seinna fæ ég bréf sent heim, sem sagði það að málinu hefði verið vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum, það var mikið áfall fyrir mig og ég hreint skil þetta ekki því ef að mar á upphandleggjum sprunga/sár í leggöngunum og sæði úr honum eru ekki ekki nægar sannanir, hvað þarf þá?

Ég neitaði að gefast upp og vildii fá lögfræðinginn minn til að fá gjafasókn fyrir mig á þetta mál, og byrjaði að tala við hann í maí í fyrra með þetta og það var ekki fyr en í janúar núna að hann hafði tíma til að segja mér að hann þyrfti á skattarskýrslunni minna að halda, ég fer auðvitað og næ í hana fyrir hann, svo núna í mars berst mér bréf, og í því stendur að ég þurfi á finna mér annan lögfræðing, því hann hafi ekki tíma í þetta og einnig að þar sem ég færi búsett á Eigilstöðum að þá væri nær fyrir mig að fá mér lögfræðing þar, Hvaðan kom þetta hjá honum ég flutti frá Eigilstöðum í júlí lok árið 2004. þannig að frá því að hann hitti mig fyrst hef ég verið á Akureyri, ég varð verulega pirruð með þetta. En ég ætlaði ekki að gefast upp og fór á ónafngreinda lögmannstofu hérna á Ak til að kanna hvort þar myndi einhver vilja hjálpa mér, en svarið sem ég fékk þar var svo hljóðandi : við höfum ekki tíma fyrir svona rugl. Þannig að ég skil vel þær konur sem vilja ekki/geta ekki gengið í gegnum svona ferli, svo ég er búin að gefast upp. þannig að það eina sem ég fæ séð útúr öllu þessu er að það er leyfilegt að nauðga konum á Íslandi. Ég hata þetta, Örið sem þetta hefur skilið eftir sig (nauðgunin) er stórt og stækkaði við öll þessi áföll.

Þið konur/menn sem hafið orðið fyrir þessu eigið öll mína samúð skilið.

                                                   kv. sári einfarinn
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband