Falleg!!!!!!!!!!!!!

Ég fékk gæsahúð og tár í augun er ég sá systir mína labba eftir gangi kirkjunnar í gær (og brúðarmeyjarnar). hún var svo FALLEG að ég á ekki orð yfir þetta, það geislaði af henni, hamingja og ást, það er greinilegt að þau elska hvort annað og ástin virðist bara aukast hjá þeim, nú hafa þau verið saman í 5 ár, svo voru þær brúðarmeyjarnar yndislegar svo fallegar þær litlur voru í bleikum kjól og með kórónu, bara yndislegar svo þessi fullorðna í svörtum og hvítum kjól hún var einnig yndislega falleg (enda systir mín) svo var það hringaberin sem systir mín hélt á hann var æðislegur, lítill 5mánaða gutti, (hann er eitt það fallegasta barn sem ég hef séð). Þannig að þetta var allt yndislegt svo fallegt og gott.

Mamma á sko heiðursorðu skilið, ég veit stundum ekki hvernig hún getur gert allt það sem hún gerir, hún hristi veisluna nú út úr erminni, ég er að segja ykkur það að hún hefur ekki stoppað síðan að hún kom héra á Akranes fyrir viku síðan, hún varð 50 ára síðastliðin laugardag (19. apríl) og eyddi hún , alltaf fyrir aðra, hún mætti hugsa meira um sig, því hún er eingill held ég barasta. Hún var líka stór glæsileg í gær, hún bar af í glæsileika, og eyddi hún veislunni inn í eldhúsi að bæta á og gera allt. Ég veit ekki hvort það sé hægt að fullþakka henni fyrir allt það sem hún gerir fyrir okkur, og ég veit heldur ekki hvort við metum allt það sem hún gerir, ef það er einhver manneskja sem ég myndi standa upp fyrir og hneigja mig að þá er það hún, ég er ekkert að segja henni þetta allt og ég veit að hún kann ekki á tölvu. sko afhverju ég seigi henni það ekki er vegna þess að ég myndi ekki koma orðum afþví.

 Þakklát, ég er bara þakklát guði fyrir fjölskyldu mína og að hafa leitt Systir mína og mág saman, Ég þakka auðvitað fyrir mína yndislegu dóttir sem er svo þæg,  hún trítlaði inn kirkjugólfið með hinum brúðarmeyjunum og svo fengu þær sér sæti og hún sat einsog dúkka, svo falleg og góð, meðan það þurfti aðeins að hafa fyrir hinum börnunum, sem er kanski eðlilegt þau voru öll yngri. svo eina orðið sem ég á yfir þetta allt er FALLEGT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigríður.

Þú færð heiður skilið fyrir hispurslausa,einlæga og fallega færslu,sem er allt of sjalgæft hér í BLOGGHEIMIUM, en og aftur heiður skilinn.

Gangi þér og þínum allt í haginn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 696

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband