22.4.2008 | 06:58
Sólin er yndisleg
Sólin er yndisleg, þegar að ég opnaði augun blasti við mér fallegasta sjón í heimi, stelpan mín svaf við hliðina á mér, svo FALLEG hárið hennar var yfir allan koddan og þessi falllega sól sem ég er að tala um um vafði hana geislum sínum, og ég er að segja ykkur það að ég fékk tár í augun, ég hef aldrei séð neitt fallegra á æfinni en þennan eingil sem var svo friðsæl með smá glott, umvafða geislum, Ég vissi þá að það er rétt hjá mér hún er eingill. Ég naut þessa að liggja þarna og horfa á þessa fallegu sjón. svo vaknaði hún og leit á mig og sagði mamma ég elska þig, þá fór ég að gráta, hún varð hissa auðvitað en ég var fljót að láta hana vita að þetta væru hamingju tár, hvað þarf maður annað í lífinu segið mér það. Kanski finnst ykkur þetta væmið, en mér er sama, ég blogga hér til að tjá mig, og ég er einlæg, ekki fyrir ykkur heldur fyrir mig.
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.