Að kafna úr frekju.

Vá afkvæmið mitt er að kafna úr frekju. Ég er að verða ráðalaus með hana núna, veit ekki hvað kom yfir hana hún var ekki svona erfið við mig. Svo er ég að reyna að láta hana skyrlja að já er já og nei er NEI, ég forðast að nota orðin kanski og sjáum til því börn skilja þau ekki. en mér er ekkert að ganga þetta of vel, við búum inni hjá mömmu minni og fósturpabba og þau láta allt eftir henni, bara smá tár og þá er hún komin með það sem hún vildi, ég er samt alltaf að skamma þau fyrir þetta, það þýðir ekki að ég banni ekkað og svo leyfi þau það bara ef hún kreystir út tár, en þau hunsa óskir mínar með það. svo heimsækjum við oft pabba minn og þar er sama sagan hún er litla prinsessan hans og má allt og stjórnar öllu gjörsamlega og þannig er þetta líka hjá pabba hennar (hann býr einnig í foreldra húsum), þar ræður hún ríkjum lika enda eina barn föður síns og eina barnabarnið í þeirri fjölsk. Þannig að ég virðist vera sú eina sem er að reyna að ala barnið upp þannig að hún verði ekki óþolandi og eigi möguleika á því að eignast vini í framtíðinni, ef hún heldur áfram á þessari braut að þá mun ekkert annað barn nenna að hanga með henni, Ég veit ekki hvað ég á að gera,, ef ég gæti bara farið á leigumarkaðinn eða keypt, og verið ein með hana þá væri möguleiki á að hemja hana.

Ég ætla að taka það strax framm að ég elska hana meira en allt, og það er einmitt þessvegna sem ég vil taka á þessu hennar vegna, það er ekki hollt fyrir neinn að vera svona frek/ur. Hún er mér allt, og ég reyni að vera henni eins góð og ég get, öskra ekki á hana, tek ekki í hana og hef aldrei gert, ég reyni frekar að láta hana horfast í augu við mig, þegar að ég tala við hana og ég tala skýrt og hægt þannig að hún nái því sem ég er að segja. og ég gef mig ekki þó hún láti ill, og trúið mér hún lætur illa stundum, það getur verið erfitt að hlusta á grenjurnar og sjá fýlusvipinn hennar, en maður má samt ekki leyfa þeim að stjórna okkur foreldronum....        Ef þið eigið einhver ráð eða ekkað, endilega deilið því með mér.................. Svona rétt áður en að ég missi vitiðWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband