Stolt

Ég er bara rosalega stolt af sjálfri mér í dag, Nú er komin mánuður síðan að ég hætti að reykja og mér finnst það yndislegt, hélt mér tækist aldrei að hætta að reykja en sko þetta geta allir, En ég einsog flestir aðrir hef bætt á mig síðan að ég hætti en ólíkt mörgum mátti ég sko alls ekki við því, er alltof þung, en það stendur til bóta, nú er sumarið að renna í garð og þá verður yndislegt að vera úti, það var yndislegt veður hérna í höfðuborg norðursins í gær, enda var dóttir mín búin að koma mér út á leikvöll í gær, svo var þetta litla skott úti allan dagin það mátti aldrei fara inn, hvaðan fá þau þessa orku? já á leikvöllin kl 8 í gærmorgun, þaðan að gefa öndunum brauð, svo komum við heim og þá reif hún afa sinn út á leikvöll aftur, svo kom hann henni heim en þá dró hun mig út að hjóla og vorum  við að því í dágóða stund, svo held ég á henni gargandi og veinandi inn, (hún var sko ekki á því að fara inn) og fékk ég hana til að borða smá svo kom hinn afi hennar og þá dró hun hann út að hjóla og svo fórum við á rúntin og á leikvöll, Vá hvað ég var búin í gærkveldi og auðvitað sú stutta líka, enda vorum við báðar sofnaðar kl 19:30 í gærkveldi og svaf hún til 06:15 í morgun en ég var vöknuð kl 04:00. En þetta er allt saman yndislegt elskurnar mínar. Nú er ég að fara að drýfa mig í sjúkraþjalfun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband