2.1.2009 | 17:21
Setti stólin fyrir dyrnar.....
Já í gær setti ég stólin fyrir dyrnar hjá einum, og finnst mér allveg ótrúlegt að ég skildi gera það og standa með sjálfri mér og passa upp á mig, ótrúlegt man ekki hvenar það geriðst síðast, en það var ótrúlega erfitt og ég má sitja á mér með að taka það allt til baka og þóknast aðilanum. Málið er það að mér hefur funndist þessi manneskja vera soldið að leika sér að mér og tilfinningum mínum, en ég er búin að fá nóg afþví í gegnum tíðina. það hefur alltaf verið einhver að leika sér að hausnum á mér, Svo áramóta heitið mitt í ár var að halda áfram á þeyrri braut sem ég er byrjuð að feta, standa með sjálfri mér og koma mér áframm í lífinu. Ég ætla að gera eitthvað úr mér í frammtíðinni, ég ætla að verða sjálfstæð og gera það sem mér dettur í hug, svo framalega sem það er eitthvað vit í því líka. ég ákvað þetta árið að sleppa reykbindindis áramótaheitinu, það virkar ekki og svo þar fyrir utan þá hætti ég þegar að ég verð búin að reykja nóg eða sollis.
Það var soldið erfitt í morgun að drífa sig aftur í ræktina eftir 2ja vikna frí frá henni, en það hafðist samt af, ég má ekki hætta ég er ekki búin að koma mér þangað sem ég ætla mér með þyngdina og ætlast ég til að ná því marki á þessu ári 2009 . jibí.
ble í bili hafið það gott og vonandi verður þetta gæfuríkt ár fyrir ykkur öll
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér að standa á þínu gagnvart þessum einstaklingi. Ég stend með þér elskan
Aprílrós, 3.1.2009 kl. 09:00
Gleðilegt ár kæra vinkona
Ég er glöð eftir að hafa lesið þessa færslu hjá þér og segi bara "Go Girl" - það er ótrúlega flott hjá þér að standa með sjálfri þér og þessi plön hjá þér eru bara brilljant. Klemm og knús á þig duglega kona
Dísaskvísa, 7.1.2009 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.