Fer það ekki að blóta.....

Ég er allveg farin að ná því að það er ekki minn stíll að blóta og vera reið ég kann þetta ekki allveg nógu vel. jú ég get orðið allveg öskuill en ekki lengur en í svona 5-10 mín þá er það bara búið, og ég er ekki góð í að rífast svo ég fer ekki á þing.

 

En jæja Skólinn byrjaði hjá mér í gær, og var gærdagurinn bara fínn, heldur annasammur samt að mínu áliti, hlaupandi á milli staða, fyrst skólinn í 4ra tíma, svo tölvusneiðmynd svo sund, þaðan að ná í dömuna í leikskólan og þaðan til gigtarlæknis og svo bara læra og nóg að gera þó það hafi verið fyrsti dagurinn því ég tek þessu allvarlega og ætla mér að ná öllum prófum í vor, ég veit ég á að geta það. Já ég fór í sneiðmynd þar sem að ég er búin að vera allveg frá í bakinu og niður í hægri fótin í eina og hálfa viku ég gat varla gengið í 2 daga fyrir verkjum, en svo komumst við gigtar doksi að því að það sem var og er að mér eru rosalegar bólgur í öllum liðamótum og eru farin að þrýsta á taugar sem skýrir verkin niður í fót, ok það eru til bólgueyðandi lif við þessu en gallin við það er sá að ég má eingan veigin taka inn bólgueyðandi lyf útaf maganum. En jæja þetta lagast áður en ég gifti mig það er pottþétt því ég ætla ekki gera það.

Jæja svo er engilinn minn að verða 5 ára á föstudaginn og ætla ég að vera með smá afmælis kaffi fyrir hana, hún er orðin spennt. Ég veit ekki hvað hún heldur að gerist við það að verða orðin 5 ára en það er greinilega eitthvað rosalegt sem hún býst við að gerist. það verður fróðlegt að komast að því hvað breytist. ég veit bara að sætari getur hún ekki orðið, því hún er LANG fallegust.

 

já svo er ég að fara að halda ræðu á hóteli hérna á Ak í næstu viku og er ég soldið kvíðin, ég að tala fyrir framan almenning. hehe ef einhver hefði sagt það við mig fyrir 6 mánuðum þá hefði ég látist á staðnum úr hlátri og sagt bara SÉNSINN. en ég ætla að gera þetta, fyrir sjálfa mig það er skref á bata leði minni og til að auka sjálfstraust. Ég er auðvitað búin að semja ræðuna og fara yfir hana nokkrum sinnum og fyrir nokkrar og eru fólk allmennt hrifið af henni, vonandi er það satt. 

 

kv. einfarinn á skólabekknum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Vá þú dugleg sko. Og bara fara halda ræðu, frábært sko. Ég var svo hugrökk í haust að ég stjórnaði fundi þar sem ég er í 12 spora andlegu ferðalagi, þetta gat ég alsekki gert sl vetur. Ég er ekki í nokkrum vafa um annað en að þú munir ná prófunum í vor , þú ert svo ákveðin ;)

Vona að þú getir fengið einhver gigtarlyf við gigtinni, ég þekki hana og hún getur sko verið all svaðalega vond.

Vildi að ég gæti verið með þér á föstudaginn í gleði prinsessunnar þinnar, svo gaman að fylgjast með kiðlingunum okkar og vera með þeim í gleðinni.

Eigðu yndislegan dag yndið mitt.

Aprílrós, 14.1.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 731

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband