19.1.2009 | 16:36
Hvað er hægt að tengja við Tölvur????
Já ég var að læra um það í dag í skólanum í tölvutíma. sem sennilega hefur verið ætlaður manneskjum sem hafa aldrei séð tölvu áður, því ég fékk að vita það í tíma að það er hægt að tengja skjá,mús, lyklaborð, prenntara, síma, myndavélar, skanna og flakkara við tölvurnar, ég hefði aldrei geta vitað það,, ok kanski smá hroki en What can I say. Já og svo fékk ég út skýringar með hnappana á lyklaborðinu. Tölvutímarnir eru 4kl í senn svo ég hefði drepist hefði ég þurft að vera allan tíman að hlusta á þetta, Það var lán í óláni að daman er veik svo ég gat farið heim útaf því. auðvitað er EKKI gott að hún sé lasin en..................
Já Hanna mín er snillingur og soldið spes, hún er ekkert rosalega mikið fyrir að vera í fjölmenni eða hafa of marga í kringum sig, en ég hélt upp á afmmælið hennar á föstudagin sl. og komu þó nokkrir og var hún ofsa kát í veislunni, en svo um kvöldið þegar að kom að hátta tíma segir hún við ömmu sína: Afhverju kom allt þetta fólk hérna í dag? amman: nú afþví að þú áttir afmæli, Hún já en afhverju var það samt að koma? amman: nu til að fá kaffi, kökur og færa þér pakka í tilefni þess að þú ert nú orðin 5 ára. : Já en þurfti það að stoppa?
Henni fannst að fólkið hefði ekkert þurft að stoppa. hún er skondin. Svo sama kvöld var hún víst eitthvað rosa sár út í mig, fyrir að hafa eins og hún orðaði það: Bara rétt lækninum hendina á sér og hann hafi sprautað hana, Sko ummrædda tilfelli geriðst í ágúst þegar að hún lá inni á sjúkrahúsinu með magavírus. En hún þurfti allveg endilega að bridda upp á þessu aftur rosa sár. Hanna: maður á ekki bara að rétta einvherjum hendina ef maður vil það ekki. Jamm ég er enn að skammast mín fyrir þetta.
Af sjálfri mér er allt meinhægt að frétta bara róleg heit um helgina og eiginlega ekkert sem ég hef um hana að seigja, ég eyddi henni með HONUM. Sambandið er bara eins þar.
Það er ekkert að frétta af húsnæðismálum hjá mér, nema ég hringdi í morgun til að tjakka á því hvar ég færi í röðinni og er ég nr 6. Svo ég spurði hvenar ég gæti átt von á að fá íbúð, hvort það gæti gerst núna mánaðarmótin jan-feb eða þá feb-mars, hann sagði pottþétt ekki núna jan-feb og ólíklega feb-mars enn það yrði sennilega á þessu ári. Ég bara vá frábært að heyra. Ég er farin að þrá það ansi djöf. mikið að komast í mína eigin íbúð með snúllunni minni, Svo vinsamlega farið á hnéi með mér og biðji að það gerist sem fyrst. Jæja ég er að fara að læra. hafið það sem allra best alltaf. og vonandi smitist þið af bráðabjarstsýni nú á kreppu tímum.
kv. ég svala einfari
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég skal taka þig með í bænahópinn minn elskuleg. Hún er sannarlega yndisleg þessi dóttir þín ;) Ég ætla smitast af bráða bjartsýni hehehe. ;)
Aprílrós, 19.1.2009 kl. 19:54
þið eruð sætar stelpur þú og dóttir þín :)
Hanna (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.