Kvíðahnútur dauðans............

Já ég get eiginlega ekki lýst því hvernig ég er núna, ég er að fara yfir um að spennu og kvíða fyrir morgundeiginum, Þetta verður einn stærsti dagur í lífi mínu, mikil tímamót í mínu lífi, vá mér verður að takast vel til og ganga vel, og seigja enga vitleysu. en þar sem þetta er ég að þá veit ég að það mun eitthvað fara úrskeiðis ég mun mistala mig eitthvað, Sko eitt sinn var ég á AA fundi og ætlaði að vera svo cool og svo var verið að fara með æðruleysisbænin heyrðist hæst í mér og sagði  ég :Guð gefi mér KÆRULEYSI. og enn er verið að hlæja og stríða mér á þessu. En samt kanski gerast kraftaverk og allt gengur vel, ég ætla að vona það og biðja til guðs. (sorry þið skiljið auðvitað ekkert hvað þetta er mikið mál fyrir mig og finnst ykkur ég sennilega dramaqueen).

 

Fólkið hérna heima hefur fundið nett fyrir þessum kvíða í gærkvöldi var ég eitthvað hálf tregt og leyfði dóttir minni að feikja mer upp, hún vann nefnilega stíft að því (reyndar við alla aðra heimilsmenn líka). svo ég seigi við hana: jæja ég ætti nú að fara að taka og flengja þig eins og gert er við óþekku krakkana (hef samt aldrei gert það) Hún glott kankvís og sagði: ætlarðu að gera það? já eða nei? og ég sagði nei eftir smá umhugsun þar sem ég sá að þetta gerði hana bara enn staðránaðri að standa upp í hárinu á mér, svo skokkaði hún útur eldhúsinu og sagði: gerðu það bara ef þú nærð mér hehehe. og ég sat bara sem fastast og ansaði henni ekki, svo kom hún útúr stofunni eftir smá tíma og leit á mig og sagði hátt :ég er ekkert hrædd við þig.

Hvernig er hægt að skamma svona barn, mér fannst þetta nú meira fyndið hvernig hún svaraði, en auðvitað eiga börnin okkar að virða okkur og koma vel framm við okkur. En samt þetta er bara hún. frökk og sjálfri sér lík, hún veit hvað hún vill og hvað hún vill ekkki, og mér finnst það ekki vera í mínumverkahring að ætla að fara að breyta henni. En auðvitað stjórnar hún samt ekki heimilinu, allveg bara svona smá   Wink

 

Hafið það sem allra allra best þið þarna  úti í heiminum, verið nú ekki of svartsýn og ég kvet ykkur eindreigið að taka ykkur 2ja daga frí frá sjónvarpi, útvarpi og blöðum losna undan þessu kreppu væli og tali það gerir okkur geðveik

 

kv. einfarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Elskan mín, þú brillerar. Þó svo að þú mismælir þig þá er það bara allt í lagi því við erum ekki fullkomin. Og að mismæla sig, á bara að gera gott úr því og gaman. :) En skil að þetta er þér mjög mikilvægt. Ég óska þér góðs gengis min kæra. ;) Eigðu ljúfan dag. ;)

Aprílrós, 21.1.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Dísaskvísa

Elsku vinkona - þú átt eftir að standa þig eins og hetja. Þegar að þetta er svo búið þá verðu þú svo montin með þig...vertu bara örugg, róleg , talaðu hátt og skýrt en hægt. Ef þú mismælir þig þá skaltu bara brosa og leiðrétta þig.  Ég er stolt af þér - að taka þetta stóra skref!

Gangi þér vel- ætla að hugsa til þín á morgun

Dísaskvísa, 22.1.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 735

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband