Ég er svo sár.....

Ég er eitthvað svo sár og viðkvæm í dag, langar til að gráta en get það ekki, finn allveg nístandi sársauka í hjartanu, ég er svo sár við HANN, mér finnst hann hafa bara verið að nota mig og ég svo heimsk eins og venjulega að ég get aldrei trúað neinu illu og svo sjálfselsku upp á einhvernn annan. Ég sagði honum upp 18.des síðast liðin útaf því að mér fannst bara nota mig og ég fá í raun ekkert til baka en svo sama dag lendir hann í slysinu (velti steipubílnum) og ég er sú fyrsta sem hann hringdi í (og ég svo vitlaus að halda að það þýddi að hann elskaði mig). En svo er ég núna farin að sjá raunverulegu ástæðuna, ég hugsaði um hann allveg meðan að hann var að jafna sig af mestu verkjunum ég hjálpaði honum í og úr fötum, skar niður kjötið fyrir hann, hélt honum og hans krökkum jól og var til staðar, en svo núna þegar að honum er farið að skána og getur orðið gert flest allt að þá bara Bæ bæ Svala, þarf ekki lengur á húshjálp og hjúkku að halda.... og segir ég get bara ekki elskað þig né neina aðra konu, skilnaður fer illa með fólk og ég er sár og bitur. Okey í ljósi þess að honum líði svona að þá sé ég eitt. :: Það má ekki særa hann eða skilja við hann, en hann má særa aðra og henda þeim. Frábært ekki satt, ég hélt að maður ætti ekki að gera öðrum það sem maður vill ekki láta gera við sig. Ég skil vel og betur en margir halda að það sé sárt þegar að einhver stingur mann í bakið, og maður er yfirgefin, en það er samt allra val að sitja endalaust í sársaukanum og sjálfsvorkuninni, en auðvitað tekur það tíma að komast yfir versta hjallan.

Ég er allveg staðráðin í því núna að spá ekki meira í karlmönnum og ætla ekki að fara að eltast við einhvern karlpung, ég ætla að hugsa um MIG og HÖNNU. bara okkur 2. ég og hún getum allt saman. það væri örugglega skárrra í dag að hún væri heima en ekki í pabba helgi en hún kemur jú aftur í kvöld, því að hún sefur hér þó hún sé hjá honum yfridaginn. Það getur eingin eins og hún komið mér jafnauðveldlega að hlæja (þá meina ég hlæja). Hún er ótrúlega orðheppin. En ég hef nú samt verið eitthvað leiðinleg við hana seinustu daga, þar sem að ég er ekki allveg nógu sátt með sjálfa mig og eitthvað svo mikið ekki í jafnvægi að þá hef ég ekki náð að vera eins þolinmóð við hana, og svo þegar að ég verð svona að þá finnur hún það og sést það í hegðun hennar, þá reynir hún ALLT til að pikka og pota í mömmu sína og gá hvað gerist eða hversu langt hún geti gengið??????? Börn eru snillingar þau tjakka sko allveg hvar mörkin eru hjá manni og reyna endalaust að ná aðeins lengra.

ég er samt ekki að kvarta yfir þessu með dömuna. hún kom með einn ægilega góðan punkt í gær við mig.           Hún var hjá pabba sínum en fékk að hringja í mig hjá honum, og svo talar hún og talar, en ég seigi svo við hana : veistu mamma er orðin þreytt í eyranu á að tala svona í síman (þar fyrir utan var bara klukku tími þar til hún kæmi heim)

en hún svaraði : okey talaðu þá bara með munninum.

 

hehehehehe.....Tounge

 

 

kv. sári einfarinn...... (Ég tek það framm að ég vil EINGA vorkun, var bara að létta á mér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Þakka þér fyrir að deila þessu með okkur hinum, og sjálfsagt þekkja þetta margar , allavega þekki ég þetta .

Gangi þér vel elskan og já sá rétti kemur þegar þú átt síst von á honum. ;)

Aprílrós, 25.1.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 734

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband