26.1.2009 | 17:15
Dagurinn í dag...........
Það eru nú meiri andsk. lætin í þessu þjóðfélagi okkar............. og skondið að Geir forsetisráðherra sagði í dag í beinni útsendingu að hann bæri ENGA ábyrgð á því hvernig komið væri fyrir ríkisstjórninni. Maður er ekki með réttu ráði. Kanski að krabbin sé á fleyri stöðum. ??????????????. Sko hann og Davíð eru einmitt góð sönnun fyrir þörf geðverndar í heiminum. ég veit að hann er veikur og er búin að vera ótrúlega sterkur að láta ekkert á því bera, en sem stjórnmálamaður held ég að það sé best að hann víki frá,enda er það það sem hann er að gera núna. En ég er ekki viss um að neinn hafi kjark til að reka Davíð, það mætti halda að hann væri EINVALDUR Íslands og allir svo ræddir við að stjaka við honum, sko persónulega treysti ég mér allveg til að fara suður og henda honum út úr seðlabankanum og draslinu á eftir honum, ég er ekkert rosalega hrædd við hann. Hann beitir Íslensku þjóðina andlegu ofbeldi, hvernig ætli þessum mönnum gangi að fara að sofa á kvöldin. Lagið dear mister president með söngkonunni Pink á vel við hérna.
Jæja, nóg með það, ég svaf afar takmarkað seinustu nótt fyrir bakverkjum en drullaði mér svo í sund í dag og það er ótrúlegt hvað Sund, heitur pottur og gufa getur gert. Ég synti 500m og fannst það bara ágætt. Annars er dagurinn búin að vera hinn rólegasti og mér líður bara nokkuð vel. passa mig bara á því að hafa nóg að gera til að dreyfa huganum.
kv. einfarinn, knús til ykkar...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.