6.3.2009 | 16:21
Fyrirgefið.......
Já ég biðst innilegrar fyrirgefningar á seinasta blog-gi mínu. Það hljómaði mikið verr en ég hugsaði það. Kæru skólafélagar ég var ekki að tala niður til ykkar hreint alls ekki og mér þykir fyrir því að þetta leit svona út. ég er ekki að gera mig að meiri manneskju en ykkur og ég tel ykkur ekki heimsk einsog það leit út fyrir. Ég hef sagt það áður að ég hef aldrei verið í jafn góðum hóp og núna. Ég ætla ekki að fara að koma með neinar afsakanir bara biðjast velvirðingar og ég lofa að vanda betur það sem ég set frá mér og hugsa út í það hvernig það ber öðrum fyrir sjónir.
Annars er allt gott að frétt af mér, fékk mér reyndar hammara í hádeiginu og er með samviskubit útaf því og franskar vá hvað ætli það kosti mig margar magaæfingar??????????? eða langan göngutúr. góð spurning. Stóra systir fór í aðgerð í gær en sem betur fer gekk allt vel svo það er léttir yfri því. Í dag fór ég líka til miðils og var það afar áhugavert og ánægjulegt ef svo má segja.
Hanna mín er hress, hún er hja pabba sínum þessa helgi svo það verður örugglega fjör hjá þeyrri stuttu hann ætlar að fara með hana í afmæli á sunnudaginn til vinkonu hennar svo ég veit að henni mun finnast það skemtilegt.
annnars bara knús og allt það til ykkar. njótið helgarinnar.
kv Svala Bergmann.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 901
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.