9.3.2009 | 14:29
Einfarinn Einstaki........
Já ég er Einfarinn Einstaki. fyndið hehe . Okey allavega að þá á laugardaginn fór ég að finna fyrir smá Tannpínu sem er skrítið þar sem að tennurnar í mér hafa alltaf verið heilar og ekki þurft að gera við eina einustu tönn, en allavega ég svaf lítið á laugardasnóttina fyrir verkjum svo ég dundaði mér við það í gær að reyna að hafa upp á einhverjum tannsa en auðvitað gekk það ekki svo ég fékk aðra svefnlitla nótt en náði svo á tannsanum mínum í morgun og fékk ég tíma hjá honum kl 10. Hann spyr hvað sé að frétta ég segi honum frá þessum verkjum mínum og hann : við skulum byrja á að taka mynd og sjá hvort það er eitthvað athugavert. og ég veit ekki hvort okkar fékk meira áfall, samt ég held ég. Ég er búin að vera hjá honum í mörg ár svo hann vissi vel að aldrei hefði neitt þurfta að gera fyrir sterku tennurnar mínar og ég var seinast hjá honum fyrir 9 mánuðum og þá tók hann líka mynd af sömu tönnonum en málið er að nú eru komnar 8 skemmdir á þessum stutta tíma bæði uppi og niðri, hann skilur þetta ekki og ennþá síður ég. Hann sagði meira að segja venjulega er miðað við 25 ára aldurinn og ef fólk sleppur framm yfir hann sé maður nokkuð save en ég er nú að verða 27 ára og er í fyrsta skipti með skemmd. Mig langaði að fara að skæla
. Hann byrjaði á aðgerðaráætluninni og gerði við 2 og svo á ég að fara aftur eftir viku og þá verður gert við 3 og svo verður bara haldið áfram. Þetta er vægast sagt undarlegt. Ef þið hafið heyrt af einhverju þessu líku og kanski orsökinni þá endilega deilið því með mér.
Þar fyrir utan er allt gott að frétta af mér og snúllunni minni, hún er falleg var ég nokkuð búin að segja ykkur það. Algjör engill (hávær eingill)
. Hún vaknaði klukkan hálf 4 í nótt og tilkynnti mér það að það væri bara ekki alltaf hægt að sofa svona mikið með lokuð augun og bætti svo við: Skilurðu það ekki???????. What can i say. Breytti kanski ekki öllu fyrir mig þar sem ég gat ekki sofið en ég held samt að þetta sé pínu of snemmt, En guð hvað ég gæfi fyrir að hafa bara helminginn af orku barna, Vá hvað ég væri sátt við það.
KV. Einfarinn Einstaki
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 901
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.