Akranes.

jæja Ég var komin á Akranes um hádeigi í gær, og lá mér svo á að komast út úr bílnum til að knúsa dóttir mína að ég var nærri komin út á ferð. og voru þetta mikilir fagnaðar fundir, hjarta mitt tók kipp þegar að ég sá þetta fallega barn koma brosandi á móti mér, Guð hvað ég elska hana mikið, dagurinn var líka þannig að ég mátti ekki líta af henni, því var að sannfærast um að ég væri ekki að fara aftur frá henni, þannig að það var heppilegt að ég var hætt að reykja og þurfti ekki að vera að eyða tíma í það að fara út að reykja. svo kom hjá henni : mamma það núna góð lykt af þér. yndislegt hvað börn eru hreinskilinn, henni fannst ekkert að því að segja mér að ég hafi verið illa lyktandi áður. Ég var búin að vera frá henni í mánuð núna og er ég sá hana í gær fannst mér ég hafa misst af svo miklu, fannst hún vera farin að tala öðruvísi (fullorðinslegra) og bara breytt. Svo var náttúrulega breyting hjá henni, ég fór með hana til augnlæknis heima áður en hún fór og sendi ég systir mína með bréfið upp á gleraugu handa henni. og var hún auðvitað komin með þau þegar að ég kom í gær, og vá hvað hún er sæt með þau, en það sem mestu máli skiptir er að hún er ánægð með þau. Svo í gær var ég bara sambandslaus við umheiminn það eina sem komst að var  hún. ég svaraði ekki einu sinni í síman eða neitt. Í dag ætla ég að fara út að ganga með hana og á leikvöll og ekkað, hafa bara skemtilegan dag, bara við mæðgurnar, þetta má samt ekki fara út í öfgar, ég á það til að verða heltekin af henni og ekkert komist að fyrir utan hana, finnst aðrir vera fyri mér og við séum/ættum að vera einu manneskjurnar í heiminum. sem er kanski soldið bilað. en nóg með það..

Ég reyndar fékk áfall í gær þegar að ég sá systir mína (þessa sem er að fara að gifta sig). hún var búin að vera að leggja af, svo var hún orðin brún af ljósum og með gerfineglur. svo ætlar hún að vera máluð í brúðkaupinu. ég er að segja ykkur það að það er kraftaverk, hún málar sig ALDREI eða fer í kjól eða gerir ekkað stelpulegt, það er bara einhvernveigin ekki hún. Ekki miskilja mig mér finnst hún samt yndisleg, þetta er bara svo ólíkt henni, ég hef sennilega bara fengið snyrtigenin fyrir okkur báðar því helst vildi ég alltaf vera máluð í fínum fötum (kjólum og sollis). og er eina af okkur 4 systronum sem er þannig, auðvita er mér búið samt að takast að koma því inn hjá dömunni minni (nei  hún fæddist reyndar þanni), henni finnst líka voða gaman að vera í kjólum og með naglalakk og sollis hún er ofboðslega pjöttuð, sér bletti í fötonum sínum sem engin annar sér, en samt er það möst að skipta um fót. hún er algjör perla. bla bla bla bla bal nú er ég hætt að bögga ykkur með þesu bulli í mér. ble 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband