Hvað er fegurð?

Eftir hverju farið þið þegar að þið ákveðið að einhver eða eithvað sé fallegt? Falleg manneskja, hjá mér er ekki útlitið heldur það sem er þar fyrir innann, maður hefur oft hitt einhvern sem er kanski ekki svo fríður að sjá í fyrstu en um leið og þú hefur kynns viðkomandi að þá verður hann/hún falleg, og svo öfugt þú sérð einhvernn einstakling sem er afar fríð/ur að sjá og svo er þú hefur kynnst viðkomandi að þá verður hann/hún ljót. við höfum öll lent í þessu held ég, en samt eru við enn að dæma fólk áður en að við kynnumst einstaklingnum. Fallegur hlutur, er ekki endilega eithvað sem hefur kostað morðfjár. er úr ekta gulli, ekta demantur, orginal mál verk o.s.fv það þarf ekki að hafa kostað mikið. bara ekkað sem kemur frá hjartanu, Mér fannst yndislegt um dagin, þegar ltila daman mín kom með visnaða gleymerei /blómið (kann kanski ekki að skrifa nafnið rétt) og rétti mér, og það var dýrmæt gjöf fyrir mig afþví að það kom beint frá hjartanu. Fólk er stanslaust að keppast um að gefa dýrustu gjafirnar og flottustu hlutina, það keppist svo um þetta að það getur einginn hugur fylgt gjöfinni, afhverju þurfum við alltaf að vera að keppast hvort við annað og reyna að vera alltaf betri og meiri en aðrir? Persónulega að þá er mér allveg sama /eða allt að því þó ég fengi einga afmælis gjöf bara ef fólkið sem mér þykir vænt um og ég elska komi til mín, eða tali við mig, það þykir mér vænna um og er mér meira virði.

 

Ástin eru svo falleg, það er fátt fallegra en ástfangið par, nema kanski sofandi barn. Mér þykir svo vænt um að hafa verið þarna í brúðkaupinu fyrir viku. því Ástin, hamingjan og gleiðin skein svo sterkt frá brúðhjónonum að þetta varð óendanlega fallegt. Systir mín getur ekki talist grönn/ekkert frekar en ég. En samt var hún óendanlega FALLEG, ég fékk allveg gæsa húð (sem sannar mál mitt að þétt fólk er líka fallegt), Og mágur minn er líka myndalegur (ef ég má dæma það). Ég hef ekki geta hætt að skoða myndirnar af þeim úr brúðkaupinu. Það var svo mikil gleði og hamingja í veislunni að allir voru rosalega fallegar mannverur, allveg sama hver það var. Þar sem er ást og hamingja er þar er fegurð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kommentið hjá mér um daginn

Það er svo fallegt að sjá hversu mikils virði fjölskyldan þín er þér.  Þú skrifar svo fallega og innilega um þau, þau eru heppin að eiga þig að!

Kveðja,

Dísaskvísa

p.s. Ég sæki um bloggvináttu við þig

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband