Að gefast upp.

Ég sver það ég er að gefast upp, Ég er alltaf að reyna að breyta mér og verða að betri manneskju, en það virðist vera nákvæmlega sama hvernig ég breyti mér þessi fjölsk. mín er aldrei ánægð með neitt sem ég geri og virðist reyna stöðugt að finna ekkað að mér, Dóttir mín hefur einnig breyst mikið á þessu mánuði sem ég lét hana í burtu frá mér, Hún hlýðir mér engan vegin og ögrar mér stannslaus, hún er farin að taka upp á því að bíta mig, slá til mín og er farin að sparka í dýrin sem er í kringum okkur. Veit ekki hvað ég að gera í þessu, ekki má ég beita aga, eða svo virðist sem ekki hérna á heimilinu og hjá pabba. Afhverju þurfa allir að skipta sér af? Ég bað ekki um það, það væri ágætt ef ég bara fengi að ala mitt barn upp einsog ég vil. Getur fólk ekki treyst því að ég geri það sem ég tel að sé best fyrir hana, Ég elska enga/nn jafn mikið og hana, ég vil henni allt það besta, sko ég var ekki til staðar fyrir hana þegar að ég var í neyslu, En ég hætti, ég hætti líka að reykja og ég er búin að vera að reyna að bæta mig, Mér varð á og ég hef oft ekki dottið út af línunni hledur hrunið af henni, en ég reyni að bæta fyrir brot mín, engum hefur samt dottið í hug að stoppa og segja mér að ég sé að gera vel eða að fólk sé stolt af mér, Ég hef tekið stökk breytnigu á síðustu mánuðum. Ég veit samt allveg og ég er ekki að fara framm á að mér veriði fyrirgefið öll mín mistök, sumt er ófyrirgefanlegt en ég er að reyna að bæta mig, nennir einhver að taka eftir því. Ég hef ekki sofið heila nótt síðan að ég veit ekki hvenar en samt er ég ekki búin að gera það sem hefði verið svo auðveldara fyrir mig, fara til læknis og fá svefnlyf, nei ég er að berjast, mig langar bara til að fá að búa EIN með dóttur minni (ekki það að ég sé að vanþakka það sem mamma og óli hafa gert fyrir mig/okkur) ég þarf bara að fá að spreyta mig sjálf, Ég hef reynt að sýna ósérhlífni og vera dugleg að gera fyrir aðra, ( vil samt ekki að neinn stökkvi á fætur fyirr mig og klappi fyrir því að ég geti gert ekkað fyrir aðra). Mig langar samt að geta launað mömmu það sem hún hefur gert fyrir mig og umborið, og ekki verið að leyta mér af íbúð og finna leið til þess að búa, því ég veit að það myndi fara illa í hana, hún vill auðvitað ekki missa stelpuna af heimilinu og ég hef allveg trú á /þó mér finnist það ekki í lagi að  þau líti á hana sem dóttur sína en ekki barnabarn, hvenar á ég samt að fara að hugsa um það sem mig langar að gera og hvað ég vill fá útúr lífinu? Ég veit samt allveg að fjárhagslega get ég eiginlega ekki búið sjálfstætt.

Ég er ekki sjálfsagður hlutur þó sumir virðast telja mig það. Mér þykir vænt um alla í fjölskyldunni það er ekki vandamálið og það mun ekkert breyta því, en mér getur samt sárnað. Ég reyni að stoppa og hrósa öðrum og dáðst að fólki. ég geri það ekki af kvöð heldur af þvi að það lætur mér líða vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl; Sigríður Svala, og velkomin, í spjallvinahóp minn.

Þakka þér; góða grein, hér að ofan. Megi þér; sem dóttur þinni, og allri fjölskyldu vel farnast, á komandi tímum.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 694

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband