Fólk

Já fólk er undarlegt, fyirst er kvartað yfir því að einginn blog-i einlæglega og sé hreinskilinn og svo núna heimtar fólk að maður þeygi og tali frekar um jón og Gunnu í næstahúsi, bara ekki tala um sig og líf sitt. Ég er búin að vera að fá frekar mjög neikvæð skilaboð útaf blog-inu mínu, fólki finnst ég tala of hreint út, sé montinn (af því ég seigi líka frá sigrum mínum jafnt sem ósigrum), ég sé með uppgerð gagnvart dóttir minni (þykist bara vera einhver frábær mamma). Ég er ekki besta mamman í heiminum en það sem ég hef sagt um samskipti milli mín og dóttur minnar er SATT. Vá hvað manni getur sárnað mikið, en ég má samt ekki láta aðra eyðilegja fyrir mér eða láta mér líða illa. Mér er sama um Jón og Gunnu í næsta húsi, mér langar ekkert að njósna um þau til að geta talað um það. mitt líf er bara nógu innihaldsmikið svo ég þarf ekki að lifa á annara manna lífum. Í rauninni finnst mér ekkert leiðinlegara heldur en að hlusta á kjaftasögur um nágungann. Ég og Gróa á leiti eigum ekki samleið í þeim málefnum.

 

Svo þið kæra fólk sem eruð að senda mér svona neikvæð skilaboð að þá seigi ég eitt: Fint þið meigið auðvitað hafa ykkar skoðun. það er ekki mitt að ákveða hvaða skoðanir þið hafið, en mér finnst samt að þið getið þá bara sent þessi neikvæðu gagnrýni í comment svo allir getir þá séð, en ekki senda mér prívat póst til að niðurlægja mig. Ég LOFA ykkur því að ég mun halda áfram að blogg-a eins og ég hef gert, þetta er mín blog síða og þið eruð svo heppin að þið þurfið ekki að lesa blog-ið mitt fyrst það fer svona fyrir brjóstið á ykkur.

 

vinarkveðja Einfarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þakka þér fyrir bloggið þitt þú ert einlæg og ég hef gaman að lesa þig

Hanna (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Dísaskvísa

Ég tek undir með Hönnu...þú ert einlæg og ég vil þakka þér fyrir að deila með okkur því sem er að gerast í þínu lífi, sigrar eða ósigrar. Ekki láta öfundsraddir draga úr þér, þú ert stórkostleg manneskja sem átt aðeins það besta skilið.  Knúsur og klemm á þig!

Dísaskvísa, 11.2.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 692

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband