Er að leita.....

Já í dag er ég að reyna að leita að bithlíf sem ég fékk einu sinni hjá tannsa, Því í gær er ég fór til hans hélt hann því framm að tennurnar mínar væru bara á sama stað og þær voru, ég er ekki sammála og eingin heima heldur því allir tóku náttúrulega eftir  því að þær hefðu víst færst innar og ég meina ætti ég ekki að vita það best sjálf?????? ég er búin að sjá þær á hverjum deigi í nær 27 ár svo ég ætti að hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig þær líta út. En jæja skítt með það. Því í dag er ég með mun minni verki en seinustu daga svo hann hlítur að hafa náð að gera við verstu tönnina. allavega náði ég að sofa í 5 tíma í nótt Smile. Næsti tími hjá tannasa er svo bara á mánudag, því enn eru nógu margar skemdir eftir.

 

Að öllu öðru leiti hef ég það ágætt og líður sæmilega. Stelpan er yndisleg eins og venjulega, bróður sonur minn kom í fyrradag og svaf í nótt hjá mömmu og Hönnu minni. Hann er svaka lega sætur strákur soldið orkumikill en yndi samt. Gaman að sjá hann, hann kemur ekki það oft norður kanski mesta lagi svona 3-4 á ári. Þau ætla að vera saman alla helgina og leika sér svo það verður stuð.

 

kv. Svala Bergmann einfari


Ferðalangar.....

Já tennurnar mínar eru farnar í ferðalag í munninum, ég vissi ekki að þær ættu þetta til. Þetta er ótrúlega skrítið. þær ganga lengra inn í góminn kanski ætla þær að verða fyrir miðjum gómnum???? Ég er búin að vera andvaka í nánast alla nótt fyrir verkjum, á samt tíma í dag hjá tannsa vonandi finnur hann einhverja aðferð til að minka verkina.

 

Að öðru leiti er allt nokkuð við það sama. Bróðir minn og hans strákur komu í gær svo það er rosa gaman hjá snúllunni minni og bróðursynini mínum þau eru BESTU vinir. 

 

kv. einfarinn


Ég fékk kaupbæti..........

Já ég fékk kaupbæti með tannpínukvölinni, ég fékk flensu líka aftur, er komin með hita og slöpp en það er nú kanski samt ekki til að kvarta útaf nema þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á skólann, Ég fór í morgun því það stóð til að það yrði próf, þegar að kennarinn kom spurði ég hvort ég mætti ekki taka það bara strax svo ég gæti svo farið heim sökum hitans, en hún var betri en svo leyfði mér bara að taka prófið með heim og lauk ég því þar. Ég er búin að vera ansi trekt undanfarið og ekki liðið allveg nógu vel á sálinni minni og í ójafvægi og þá er það einmitt sem hausinn fer að búa til einhverja vitleysu til. T.d í morgunn þegar að ég var svo að fara úr skólanum að þá sagði hausin sjáðu: það eru allir að horfa á þig og spá i hvað þú ert mikil auli alltaf lasin og er bara aummingi. En ég vissi sem betur fer að það var bara hausin í mér sem sagði þetta, EINGIN í skólanum sagði neitt við mig eða neitt svoleiðis, ég er bara að sýna ykkur hvernig hausin í mér getur virkað. Svo hélt þetta áfram og ég kom heim, Mamma horfði eitthvað á mig þegar að ég kom heim og hausin fljótur: þú líka skilurðu ekki að ég er lasin og hvaða rétt hefur þú á því að dæma mig fyrir að vera lasin. (þetta gerðist í hausnum á mér, en mér tókst sem betur fer samt að láta það ekki sleppa lengra). Ég er að átta mig á þessu og læra á þetta, takast á við höfuðið á mér. Mér líður ekkert vel núna og langar mest til að gráta, líf mitt er í svo miklu ójafnvægi að ég er að bugast en samt veit ég að þetta mun líða hjá, það tekur bara tíma, á meðan ætti ég bara að syngja: Daginn i dag, Daginn í dag gerði drottin guð,gerði drottin guð gleðjast, ég vil og fagna þennandag, (já eða einhvern annan Póllýönu söng).

Reyndar í morgun var ótrúlega falleg stund og sérstök, Þegar við mæðgur vorum að fara á fætur í morgun að þá strauk hún mér blítt um vangann og sagði : Mamma þú ert besta mamman í heiminum og það er góður dagur, guð passar okkur.  Hún hefur greinilega skinjað hvernig ég er andlega, Ég kyssti hana bara, hún er yndisleg, mér finnst leiðinlegt og fæ samviskubit yfri því að líða samt illa á sálinni þó ég eigi lítin engill. En mér leið samt auðvitað betur við þetta móment okkar.

 

Æji ég ætla ekki að pikka meira og fara að halda áframm baráttunni við hausin.

 

þykir vænt um ykkur öll, kv einfarinn


Einfarinn Einstaki........

Já ég er Einfarinn Einstaki. fyndið heheWink . Okey allavega að þá á laugardaginn fór ég að finna fyrir smá Tannpínu sem er skrítið þar sem að tennurnar í mér hafa alltaf verið heilar og ekki þurft að gera við eina einustu tönn, en allavega ég svaf lítið á laugardasnóttina fyrir verkjum svo ég dundaði mér við það í gær að reyna að hafa upp á einhverjum tannsa en auðvitað gekk það ekki svo ég fékk aðra svefnlitla nótt en náði svo á tannsanum mínum í morgun og fékk ég tíma hjá honum kl 10. Hann spyr hvað sé að frétta ég segi honum frá þessum verkjum mínum og hann : við skulum byrja á að taka mynd og sjá hvort það er eitthvað athugavert. og ég veit ekki hvort okkar fékk meira áfall, samt ég held ég. Ég er búin að vera hjá honum í mörg ár svo hann vissi vel að aldrei hefði neitt þurfta að gera fyrir sterku tennurnar mínar og ég var seinast hjá honum fyrir 9 mánuðum og þá tók hann líka mynd af sömu tönnonum en málið er að nú eru komnar 8 skemmdir á þessum stutta tíma bæði uppi og niðri, hann skilur þetta ekki og ennþá síður ég. Hann sagði meira að segja venjulega er miðað við 25 ára aldurinn og ef fólk sleppur framm yfir hann sé maður nokkuð save en ég er nú að verða 27 ára og er í fyrsta skipti með skemmd. Mig langaði að fara að skælaFrown. Hann byrjaði á aðgerðaráætluninni og gerði við 2 og svo á ég að fara aftur eftir viku og þá verður gert við 3 og svo verður bara haldið áfram. Þetta er vægast sagt undarlegt. Ef þið hafið heyrt af einhverju þessu líku og kanski orsökinni þá endilega deilið því með mér.

 

Þar fyrir utan er allt gott að frétta af mér og snúllunni minni, hún er falleg var ég nokkuð búin að segja ykkur þaðJoyful. Algjör engill (hávær eingill)Halo. Hún vaknaði klukkan hálf 4 í nótt og tilkynnti mér það að það væri bara ekki alltaf hægt að sofa svona mikið með lokuð augun og bætti svo við: Skilurðu það ekki???????. What can i say. Breytti kanski ekki öllu fyrir mig þar sem ég gat ekki sofið en ég held samt að þetta sé pínu of snemmt, En guð hvað ég gæfi fyrir að hafa bara helminginn af orku barna, Vá hvað ég væri sátt við það.

 

KV. Einfarinn Einstaki


no title.........

Svo virðist sem ég sé með það á heilanum að reyna að finna það út hver ég sé og hver ég vilji vera og svo frammvegis. Eg held að það sé ekki gott að spá alltof mikið í þessu heldur bara vera eins og maður er á hverjum tímapunkti. Oft er maður HUND leiðinlegur en svo getur maður líka verið HUND skemmtilegur heheWink. Allavega ætla ég að fara að leggja frá mér slökkvitækið orðin þreytt á því að bera það (sko ef það skildi kvikna í út fra pælingonum). Lol, ég sé líka að ég eyði alltof miklum tíma í það að spá í öðrum í kringum mig og reyna að átta mig á hver þau séu og séu ekki. Ég er ekki sálfræðingur svo ég þarf í raun ekki að vera að eyða svona miklum tíma í þessar hugveltur mínar. Svo hef ég líka tekið eftir því að eg get bara verið allveg hreint ÓGEÐSLEGA hrokafull og dómhörð jafnt á aðra sem og sjálfa mig, það er ekki auðvelt að skrifa þetta en svona er þetta nú samt. Maður eyðir ótrúlega löngum tíma í að reyna að vera BESTUR í ÖLLU og láta ALLA elska mann en í alvöru er það vitfyrring að halda að þetta sé hægt. Já og fyrst ég er nú byrjuð að þá á maður líka að hætta að reyna að vera persónuleikalýta læknir = Hætta að reyna að breyta öðrum, við hugsum sennilega flest ég veit og ég er ekki að reyna að breyta neinum en samt ef þið gáið betur að þá er ég viss um að það sé allavaga einhver 1 persóna sem maður er að reyna að bjarga (með því að breyta henni í einhverjar hugaróra okkar) því ég er viss um að ef okkur tækist að móta einhverja manneskju algjörlega eftir okkar eigin höfði að þá að þegar að því væri i lokið værum við enn ósátt og vildum breyta meiru.

 Mér finnst í raun og veru allt fólk frábært á sinn hátt, sumir eru frábærlega skemmtilegir og góðir og svo framm vegis og aðrir frábærlega leiðinlegir og pirrandi. Það sem er frábært við alla er að ALLIR geta kennt okkur eitthvað nýtt.

 

Sú sem hefur haft hvað mest að segja um það hver ég er í dag er lítil fallega 5 ára stelpa. Þegar að hún kom í heimin fór eitthvað ferli í gang, fyrst afneitun á sjálfri mér og barninu og allri ábyrgðinni en svo fór ég og er en að reyna að gera mitt besta í því að vera henni sem best bæði sem móðir og fyrirmynd. Vera sú sem hún mun geta litið upp til og verið stolt af því að ég sé mamma hennar. þessi skóli sem ég er búin að vera í frá fæðingu hennar er búin að vera afar fjölbreytilegur og erfiður á köflum. Það er súrt að þega að ég er að stundum að tala við hana að þá er eiginlega meira vit i henni en mér, Stundum held ég að hún sér áttræð miðað við hvernig hún talar. þetta egg hikar sko ekki við að kenna hænunni ó nei langt því frá. Ég elska þessa litlu dömu ofur heitt. 

 

Jæja þetta eru bara spögleringar mína þennan morguninn, hafið það sem allra best kæra fólk.

 

kv Svala Bergmann.


Fyrirgefið.......

Já ég biðst innilegrar fyrirgefningar á seinasta blog-gi mínu. Það hljómaði mikið verr en ég hugsaði það. Kæru skólafélagar ég var ekki að tala niður til ykkar hreint alls ekki og mér þykir fyrir því að þetta leit svona út. ég er ekki að gera mig að meiri manneskju en ykkur og ég tel ykkur ekki heimsk einsog það leit út fyrir. Ég hef sagt það áður að ég hef aldrei verið í jafn góðum hóp og núna. Ég ætla ekki að fara að koma með neinar afsakanir bara biðjast velvirðingar og ég lofa að vanda betur það sem ég set frá mér og hugsa út í það hvernig það ber öðrum fyrir sjónir.

 

Annars er allt gott að frétt af mér, fékk mér reyndar hammara í hádeiginu og er með samviskubit útaf því og franskar vá hvað ætli það kosti mig margar magaæfingar??????????? eða langan göngutúr. góð spurning. Stóra systir fór í aðgerð í gær en sem betur fer gekk allt vel svo það er léttir yfri því. Í dag fór ég líka til miðils og var það afar áhugavert og ánægjulegt ef svo má segja. 

Hanna mín er hress, hún er hja pabba sínum þessa helgi svo það verður örugglega fjör hjá þeyrri stuttu hann ætlar að fara með hana í afmæli á sunnudaginn til vinkonu hennar svo ég veit að henni mun finnast það skemtilegt.

 

annnars bara knús og allt það til ykkar. njótið helgarinnar. 

 

kv Svala Bergmann.


Þyrfti kanski að vera heimskari....................

Já ég held ég þyrfti að vera aðeins heimskari til að falla inn í skólan, því ákveðinn hópur í skólanum er farin að loka á mig og fara á bak við mig. Eina ástæðan sem ég get ýmindað mér er það að ég sé ekki nógu vitlaus. Því ég hef heyrt að ég eigi að vera montin kennarasleikja sem þykist vita allt. 1 lagi veit ég ekki allt en ég er bara búin með sumt af náminu og tek því ekki það fag í skólanum og svo er ég aðeins á undan í tölvum og fékk stærðfræði bók sem 1 áfanga á undan þeim svo þar er ég líka aðeins á undan. Ég tel mig ekki gáfaðari eða betri en hina en ég ætla samt ekki að fara að spila mig vitlausari en ég er bara til að falla inn í hópinn.

En ég er búin að ná í gegn breytingu á nafninu mínu sem ég sótti um í Desember og heiti því ekki lengur Sigríður Svala Hjaltadóttir heldur heiti ég nú Svala Bergmann H. Mér fannst það vel við hæfi ég er að og er búin að vera að breyta svo miklu í lífi mínu undanfarið að mér fannst þetta líka góð breyting, mér hefur aldrei tekist að fella mig við Sirgríðar nafnið þó bæði móðir mín og amma beri það nafn að þá næ ég engri tengingu við það. 

Í gær var jú öskudagurinn eins og allir vita og byrjað morgunin með því að vekja dótluna og koma henni á fætur, greiða hár hennar og mála og auðvitað klæða í prinsessu búninginn. og var hún svakalega sæt og fín, bara allveg eins og Alvöru prinsessa. Svo fór hún auðvitað í leikskólan framm að hádegi og fóru við svo um 1 leytið á Glerártorg að sjá köttin selgin úr tunnunni og var þetta rosalega gaman og skemmtum við mæðgur okkur vel.

 

Hafið það rosalega gott. kv. Svala Bergmann


Flensan endalausa......

Já ég fékk eitt stikki af flensunni endalausu allavega er þetta þriðjavikan sem hún er hjá mér, alltaf þegar að ég held að mér sé að batna, að þá versnar mér, ég er komin á pensilín og var í lungnamyndatöku í morgun, er með tvenn púst, svo til að krydda þetta aðeins að þá fékk ég blöðrbólgu um dagin og svo er ég líka búin að fá magavírus saman við þetta svo það er algjört STUÐ hjá mér þessa dagana, ég er að verða vitlaus sorry vitlausari á þessu bulli öllu saman, þetta er búið að kosta mig fjarveru úr skólanum, sem er ekki gott. En auðvitað er ljós punktur í þessu eins og öllu öðru því ég hef mist 1 og hálft kg á þessum vikum. En ég held samt að ég ætli ekki að notast við þessa megrunar aðferð frammveigis.

En jæja í aðra sálma, fyrir utan þetta allt segi ég samt bara gott sko, þó ég sé búin að missa úr skólanum að þá ér ég ekki á eftir í neinu hef passað mig á að læra heima. 

Daman mín er hress og kát líkt venju. en mikið rosalega getur hún verið mikið SKASS, já já þið sem þekkið spurjið örugglega "og hvaðan skildi hún hafa það?"" ég veit að það kemur sennilega soldið frá mér sjálfri en VÁ. Hún getur gert mig crazy en samt er hún yndisleg og svo ótrúlega orðheppin stundum að það er snilld að hlusta á hana. hún sagði við mig í gær: veistu það er vinsælt þegar fullorðnir kunna ekki að tala"" Hún hefur sennilega ekki verið að fíla mig á því augnabliki. Já og um daginn allt svo sl. laúgardag þegar að evrovision var að þá sagði hún þegar að Jögvan steig á svið : Þarna kemur sykurpúðinn.  Mér fannst það óendanlega fyndið. Hún ætlar að verða söngvari þegar að hún verður stór svo að við getum unnið evro vision. gott að einhver ætli að sigra þar.

 

Jæja langaði bara að láta vita að ég væri enn á lífi þó ég hafi ekki blogg-að um tíma.

kv. einfarinn


Kuldi....

Kuldi virðist vera mín helsta fyrirsögn þessa dagana. En nú er búið að vera yfirstandandi sá lengsta og kaldasta tímabil síðan ég veit ekki hvenar. það er bara um 10 C frost alla daga. Mér og gigtinni finnst það bara ekkert fyndið, það líður ekki sá dagur núna sem ég kvelst ekki í skrokknum. uhuuuu Gasp. mig langar að eignast snjógalla og búa í honum. Eða flytja til heitara lands.

 

Það gegngur allt bara ágætlega í skólanum. og í lífinu mínu, engar stór breytingar á neinu þar, nema ég er ´buin að vera í basli með hreyfinguna allt svo að sinna henni. en það  kemur. 

Stelpan er bara hress eiginlega of hress fyirr minn smekk. ég skil ekki hvaðan börn fá alla þessa orku? nei engan vegin upp í það, þau virðast hressast eftir því sem líður á daginn en ekki þreytast. Hún heldur líka bara áfram að koma með gullkorn. Hún fór suður í seinustu viku með mömmu og hennar manni svo er þau voru á heimleiðinni spurðu hún hvort hann gæti ekki keyrt aðeins hraðar, fóstri svaraði : nei. þá heyrðist eftir smá stund í henni : Afi og amma geti þið ekki bara farið út og ýtt bílnum.

þá vitum við á hvaða hraða henni hefur fundist þau vera á. Hún er bara yndisleg litla skottið.

 

Hef ekkert meira að seigja í bili.  hafið það gott mínu kæru blog- vinir.

kv. Einfarinn


Fólk

Já fólk er undarlegt, fyirst er kvartað yfir því að einginn blog-i einlæglega og sé hreinskilinn og svo núna heimtar fólk að maður þeygi og tali frekar um jón og Gunnu í næstahúsi, bara ekki tala um sig og líf sitt. Ég er búin að vera að fá frekar mjög neikvæð skilaboð útaf blog-inu mínu, fólki finnst ég tala of hreint út, sé montinn (af því ég seigi líka frá sigrum mínum jafnt sem ósigrum), ég sé með uppgerð gagnvart dóttir minni (þykist bara vera einhver frábær mamma). Ég er ekki besta mamman í heiminum en það sem ég hef sagt um samskipti milli mín og dóttur minnar er SATT. Vá hvað manni getur sárnað mikið, en ég má samt ekki láta aðra eyðilegja fyrir mér eða láta mér líða illa. Mér er sama um Jón og Gunnu í næsta húsi, mér langar ekkert að njósna um þau til að geta talað um það. mitt líf er bara nógu innihaldsmikið svo ég þarf ekki að lifa á annara manna lífum. Í rauninni finnst mér ekkert leiðinlegara heldur en að hlusta á kjaftasögur um nágungann. Ég og Gróa á leiti eigum ekki samleið í þeim málefnum.

 

Svo þið kæra fólk sem eruð að senda mér svona neikvæð skilaboð að þá seigi ég eitt: Fint þið meigið auðvitað hafa ykkar skoðun. það er ekki mitt að ákveða hvaða skoðanir þið hafið, en mér finnst samt að þið getið þá bara sent þessi neikvæðu gagnrýni í comment svo allir getir þá séð, en ekki senda mér prívat póst til að niðurlægja mig. Ég LOFA ykkur því að ég mun halda áfram að blogg-a eins og ég hef gert, þetta er mín blog síða og þið eruð svo heppin að þið þurfið ekki að lesa blog-ið mitt fyrst það fer svona fyrir brjóstið á ykkur.

 

vinarkveðja Einfarinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband