Lasin......

síðan seinasta sunnudag er ég búin að  liggja með hita , bronkítis, blöðrubólgu og veiru sýkingu í fætinum, ég hef greinilega akveðið að taka allt í einu svona fyrst ég var að verða lasin á annað borð. Í dag er mér svooooooooo kalt að ég er að sálast ég er í 3 buxum og 3 peysum og ullasokkum en er samt bara kalt. Svo er ég buin að vera að reyna að læra þar sem ég hef ekkert komist 'i skolann í vikunni og ég get sagt ykkur að það gengur EKKI vel, get ekki hugsað eða einbeitt mér. já ég veit ég tuða en það er visst meðal skal ég seigja ykkur, virkar fljótt og vel.

Ég fékk samt óvænt og afar ánægjulegt símtal i gær. sú sem er yfir gigtarfélaginu á Akureyir hringdi til að þakka mér fyrir ræðuna mína og lýsa ánægju sinni yfir henni, ég fór nú bara hjá mér, ég er ekki beint vön svona lofræðum um mig. ég sagði bara takk heeeeBlush ég vona að hún telji mig nú ekki hálf undarlega eftir þetta símtal ég gat voða lítið sagt annað en bara takk, jæja mér tókst það þó.

 

jæja ég ætlaði bara að láta vita að ég sé lifandi og sendi ykkur knús og koss á kinn hafið það gott og EKKI spá í kreppunni, sko ég meina ALLS EKKI gera það, það gerir mann þunglyndan.

 

kv. einfarinn


Kalt.......

Já mér er ískalt, ég fór heim úr skólanum áðan eftir samt að tala við kennara, ég var eitthvað dauf í morgun og hélt að kuldin stafaði af því, en málið er að ég held ég hafi verið dauf afþví  að ég er með 38,5 C hita, þess vegna er mér kalt og ég dauf maður er nú ekki beint hress þegar að maður er lasin, en samt ég átti ótrúlega gott spjall svo það hefur bara verið auka +  fyrir mig. Annars er dagurinn ágætur. ég var samt að hugleiða áðan í sambandi við kreppuna, afhverju hefur engum dottið í hug að kæra Davið og ríkistjórnina fyrir andlegt ofbeldi, það eru þúsunndir manna í landinu sem líður vítiskvalir andlega allt þessum mönnum og konum að kenna. Þetta er ekkert annað en andlegt ofbeldi og síðast þegar að ég vissi að þá eru til lög um það. Ef maki þinn beitir þig andlegu ofbeldi, ráðleggja margir þér að kæra hann bara fyrir það. En núna má ríkistjórnin taka okkur í rassgatið (sorry orðabragðið) og við brosum á meðan. Mótmælin sem hafa verið gegnum gangandi  frá því að þetta varð svona hafa jú verið ýkt og kanski fullgróf en ég er ekki að tala um að það sé það sem ég vilji. því þar bitnar mótmælin líka á okkur því Lögreglan er líka við og þeir lenda líka í kreppunni það sem við þurfum að gera er bein árás á þá sem gerðu þetta. brrrr

það fer mér reyndar ekki að tala um þetta, því ég verð bara pirruð og kem engu frá mér nema óskýrt.

 

kv. einfarinn (ætla undir sæng svo ég komist í skólan á morgun)


Dagurinn í dag...........

Það eru nú meiri andsk. lætin í þessu þjóðfélagi okkar.............  og skondið að Geir forsetisráðherra sagði í dag í beinni útsendingu að hann bæri ENGA ábyrgð á því hvernig komið væri fyrir ríkisstjórninni. Maður er ekki með réttu ráði. Kanski að krabbin sé á fleyri stöðum. ??????????????. Sko hann og Davíð eru einmitt góð sönnun fyrir þörf geðverndar í heiminum. ég veit að hann er veikur og er búin að vera ótrúlega sterkur að láta ekkert á því bera, en sem stjórnmálamaður held ég að það sé best að hann víki frá,enda er það það sem hann er að gera núna. En ég er ekki viss um að neinn hafi kjark til að reka Davíð, það mætti halda að hann væri EINVALDUR Íslands og allir svo ræddir við að stjaka við honum, sko persónulega treysti ég mér allveg til að fara suður og henda honum út úr seðlabankanum og draslinu á eftir honum, ég er ekkert rosalega hrædd við hann. Hann beitir Íslensku þjóðina andlegu ofbeldi, hvernig ætli þessum mönnum gangi að fara að sofa á kvöldin. Lagið dear mister president með söngkonunni Pink á vel við hérna.

 

Jæja, nóg með það, ég svaf afar takmarkað seinustu nótt fyrir bakverkjum en drullaði mér svo í sund í dag og það er ótrúlegt hvað Sund, heitur pottur og gufa getur gert. Ég synti 500m og fannst það bara ágætt. Annars er dagurinn búin að vera hinn rólegasti og mér líður bara nokkuð vel. passa mig bara á því að hafa nóg að gera til að dreyfa huganum.

 

kv. einfarinn, knús til ykkar...


Ég er svo sár.....

Ég er eitthvað svo sár og viðkvæm í dag, langar til að gráta en get það ekki, finn allveg nístandi sársauka í hjartanu, ég er svo sár við HANN, mér finnst hann hafa bara verið að nota mig og ég svo heimsk eins og venjulega að ég get aldrei trúað neinu illu og svo sjálfselsku upp á einhvernn annan. Ég sagði honum upp 18.des síðast liðin útaf því að mér fannst bara nota mig og ég fá í raun ekkert til baka en svo sama dag lendir hann í slysinu (velti steipubílnum) og ég er sú fyrsta sem hann hringdi í (og ég svo vitlaus að halda að það þýddi að hann elskaði mig). En svo er ég núna farin að sjá raunverulegu ástæðuna, ég hugsaði um hann allveg meðan að hann var að jafna sig af mestu verkjunum ég hjálpaði honum í og úr fötum, skar niður kjötið fyrir hann, hélt honum og hans krökkum jól og var til staðar, en svo núna þegar að honum er farið að skána og getur orðið gert flest allt að þá bara Bæ bæ Svala, þarf ekki lengur á húshjálp og hjúkku að halda.... og segir ég get bara ekki elskað þig né neina aðra konu, skilnaður fer illa með fólk og ég er sár og bitur. Okey í ljósi þess að honum líði svona að þá sé ég eitt. :: Það má ekki særa hann eða skilja við hann, en hann má særa aðra og henda þeim. Frábært ekki satt, ég hélt að maður ætti ekki að gera öðrum það sem maður vill ekki láta gera við sig. Ég skil vel og betur en margir halda að það sé sárt þegar að einhver stingur mann í bakið, og maður er yfirgefin, en það er samt allra val að sitja endalaust í sársaukanum og sjálfsvorkuninni, en auðvitað tekur það tíma að komast yfir versta hjallan.

Ég er allveg staðráðin í því núna að spá ekki meira í karlmönnum og ætla ekki að fara að eltast við einhvern karlpung, ég ætla að hugsa um MIG og HÖNNU. bara okkur 2. ég og hún getum allt saman. það væri örugglega skárrra í dag að hún væri heima en ekki í pabba helgi en hún kemur jú aftur í kvöld, því að hún sefur hér þó hún sé hjá honum yfridaginn. Það getur eingin eins og hún komið mér jafnauðveldlega að hlæja (þá meina ég hlæja). Hún er ótrúlega orðheppin. En ég hef nú samt verið eitthvað leiðinleg við hana seinustu daga, þar sem að ég er ekki allveg nógu sátt með sjálfa mig og eitthvað svo mikið ekki í jafnvægi að þá hef ég ekki náð að vera eins þolinmóð við hana, og svo þegar að ég verð svona að þá finnur hún það og sést það í hegðun hennar, þá reynir hún ALLT til að pikka og pota í mömmu sína og gá hvað gerist eða hversu langt hún geti gengið??????? Börn eru snillingar þau tjakka sko allveg hvar mörkin eru hjá manni og reyna endalaust að ná aðeins lengra.

ég er samt ekki að kvarta yfir þessu með dömuna. hún kom með einn ægilega góðan punkt í gær við mig.           Hún var hjá pabba sínum en fékk að hringja í mig hjá honum, og svo talar hún og talar, en ég seigi svo við hana : veistu mamma er orðin þreytt í eyranu á að tala svona í síman (þar fyrir utan var bara klukku tími þar til hún kæmi heim)

en hún svaraði : okey talaðu þá bara með munninum.

 

hehehehehe.....Tounge

 

 

kv. sári einfarinn...... (Ég tek það framm að ég vil EINGA vorkun, var bara að létta á mér)


Ég er lifandi.................

Já ég er lifandi þrátt fyrir ræðuhöldin. þó var bæði þriðjudagurinn og svo miðvikudagurinn voru kanski ekki beint skemmtilegir. Á þriðjudagskvöldið sleit HANN sambandinu  við mig, HANN var bara ekki tilbúin til að vera í sambandi. Svo á miðvikudagiinn, fór mamma á sjúkrahús og er hún með lungnabólgu rosa gaman. En þrátt fyrir þetta fór ég á miðvikudagskvöldið á hótleið þar sem þessi vefjargigtar fræðsla var og þar sem ég átti að tjá mig, Sjúkraþjálfarinn var búin að segja mér að það væri von á kanski svona 25 manneskjur max (eða það væri vaninn) en haldið þið að svo hafi verið ónei það var met mæting eða á milli 50-60 manneskjur það þuirfti að opna inn í aukasal fyrir fólkið, þegar að ég sá fólkið þyrpast að að þá hugsaði ég: FOKK, en auðvitað var þetta svona til að gera mér þetta aðeins erfiðara, en þrátt fyrir allt að þá fór ég með mína ræðu og tókst bara vel til, mér tókst að koma þessu frá mér allveg án þess að mismæla mig. Svo þarna var  ég í fyrsta skiptii STOLT af sjálfri mér, Þetta var mikill sigur fyrir mig og mína sjálfsýmind.

Skólin gengur fínt og bara gaman að vera þar. Ég er minna leið útaf sambandsslitinu en ég bjóst við, auðvitað þykir mér það leitt en það er smá stund síðan að ég sá í hvað stemdi, en við höfum samt ákveðið að halda öllu góðu okkar á milli. Hann er GÓÐUR maður og ég vona svo innilega að hann finni hamingjuna í lífinu og hann finni einhverja góða konu sem hann GETUR elskað. Ég á hef ekkert neikvætt að seigja um hann, okkur var bara ekki ætlað að vera saman, aldurs munurinn spilaði sterkt þar inní og kanski líka það að við erum bæði svo illa brennd af hinu kyninu að það var afar truflandi.

 

Snúllan mín segir bara allt ágætt og er bara lang fallegust eins og ég alltaf að segja.

 

Eigið góðan dag og góðar stundir. forðist allar neikvæðar tilfinningar. kv. Svala


Kvíðahnútur dauðans............

Já ég get eiginlega ekki lýst því hvernig ég er núna, ég er að fara yfir um að spennu og kvíða fyrir morgundeiginum, Þetta verður einn stærsti dagur í lífi mínu, mikil tímamót í mínu lífi, vá mér verður að takast vel til og ganga vel, og seigja enga vitleysu. en þar sem þetta er ég að þá veit ég að það mun eitthvað fara úrskeiðis ég mun mistala mig eitthvað, Sko eitt sinn var ég á AA fundi og ætlaði að vera svo cool og svo var verið að fara með æðruleysisbænin heyrðist hæst í mér og sagði  ég :Guð gefi mér KÆRULEYSI. og enn er verið að hlæja og stríða mér á þessu. En samt kanski gerast kraftaverk og allt gengur vel, ég ætla að vona það og biðja til guðs. (sorry þið skiljið auðvitað ekkert hvað þetta er mikið mál fyrir mig og finnst ykkur ég sennilega dramaqueen).

 

Fólkið hérna heima hefur fundið nett fyrir þessum kvíða í gærkvöldi var ég eitthvað hálf tregt og leyfði dóttir minni að feikja mer upp, hún vann nefnilega stíft að því (reyndar við alla aðra heimilsmenn líka). svo ég seigi við hana: jæja ég ætti nú að fara að taka og flengja þig eins og gert er við óþekku krakkana (hef samt aldrei gert það) Hún glott kankvís og sagði: ætlarðu að gera það? já eða nei? og ég sagði nei eftir smá umhugsun þar sem ég sá að þetta gerði hana bara enn staðránaðri að standa upp í hárinu á mér, svo skokkaði hún útur eldhúsinu og sagði: gerðu það bara ef þú nærð mér hehehe. og ég sat bara sem fastast og ansaði henni ekki, svo kom hún útúr stofunni eftir smá tíma og leit á mig og sagði hátt :ég er ekkert hrædd við þig.

Hvernig er hægt að skamma svona barn, mér fannst þetta nú meira fyndið hvernig hún svaraði, en auðvitað eiga börnin okkar að virða okkur og koma vel framm við okkur. En samt þetta er bara hún. frökk og sjálfri sér lík, hún veit hvað hún vill og hvað hún vill ekkki, og mér finnst það ekki vera í mínumverkahring að ætla að fara að breyta henni. En auðvitað stjórnar hún samt ekki heimilinu, allveg bara svona smá   Wink

 

Hafið það sem allra allra best þið þarna  úti í heiminum, verið nú ekki of svartsýn og ég kvet ykkur eindreigið að taka ykkur 2ja daga frí frá sjónvarpi, útvarpi og blöðum losna undan þessu kreppu væli og tali það gerir okkur geðveik

 

kv. einfarinn


Hvað er hægt að tengja við Tölvur????

Já ég var að læra um það í dag í skólanum í tölvutíma. sem sennilega hefur verið ætlaður manneskjum sem hafa aldrei séð tölvu áður, því ég fékk að vita það í tíma að það er hægt að tengja skjá,mús, lyklaborð, prenntara, síma, myndavélar, skanna og flakkara við tölvurnar, ég hefði aldrei geta vitað það,, ok kanski smá hroki en What can I say. Já og svo fékk ég út skýringar með hnappana á lyklaborðinu. Tölvutímarnir eru 4kl í senn svo ég hefði drepist hefði ég þurft að vera allan tíman að hlusta á þetta, Það var lán í óláni að daman er veik svo ég gat farið heim útaf því. auðvitað er EKKI gott að hún sé lasin en..................

 

Já Hanna mín er snillingur og soldið spes, hún er ekkert rosalega mikið fyrir að vera í fjölmenni eða hafa of marga í kringum sig, en ég hélt upp á afmmælið hennar á föstudagin sl. og komu þó nokkrir og var hún ofsa kát í veislunni, en svo um kvöldið þegar að kom að hátta tíma segir hún við ömmu sína: Afhverju kom allt þetta fólk hérna í dag? amman: nú afþví að þú áttir afmæli, Hún já en afhverju var það samt að koma? amman: nu til að fá kaffi, kökur og færa þér pakka í tilefni þess að þú ert nú orðin 5 ára. : Já en þurfti það að stoppa?

Henni fannst að fólkið hefði ekkert þurft að stoppa. hún er skondin. Svo sama kvöld var hún víst eitthvað rosa sár út í mig, fyrir að hafa eins og hún orðaði það: Bara rétt lækninum hendina á sér og hann hafi sprautað hana, Sko ummrædda tilfelli geriðst í ágúst þegar að hún lá inni á sjúkrahúsinu með magavírus. En hún þurfti allveg endilega að bridda upp á þessu aftur rosa sár. Hanna: maður á ekki bara að rétta einvherjum hendina ef maður vil það ekki. Jamm ég er enn að skammast mín fyrir þetta.

 

Af sjálfri mér er allt meinhægt að frétta bara róleg heit um helgina og eiginlega ekkert sem ég hef um hana að seigja, ég eyddi henni með HONUM. Sambandið er bara eins þar.

Það er ekkert að frétta af húsnæðismálum hjá mér, nema ég hringdi í morgun til að tjakka á því hvar ég færi í röðinni og er ég nr 6. Svo ég spurði hvenar ég gæti átt von á að fá íbúð, hvort það gæti gerst núna mánaðarmótin jan-feb eða þá feb-mars, hann sagði pottþétt ekki núna jan-feb og ólíklega feb-mars enn það yrði sennilega á þessu ári. Ég bara vá frábært að heyra. Ég er farin að þrá það ansi djöf. mikið að komast í mína eigin íbúð með snúllunni minni, Svo vinsamlega farið á hnéi með mér og biðji að það gerist sem fyrst. Wink Jæja ég er að fara að læra. hafið það sem allra best alltaf. og vonandi smitist þið af bráðabjarstsýni nú á kreppu tímum.

 

kv. ég svala einfari


Fer það ekki að blóta.....

Ég er allveg farin að ná því að það er ekki minn stíll að blóta og vera reið ég kann þetta ekki allveg nógu vel. jú ég get orðið allveg öskuill en ekki lengur en í svona 5-10 mín þá er það bara búið, og ég er ekki góð í að rífast svo ég fer ekki á þing.

 

En jæja Skólinn byrjaði hjá mér í gær, og var gærdagurinn bara fínn, heldur annasammur samt að mínu áliti, hlaupandi á milli staða, fyrst skólinn í 4ra tíma, svo tölvusneiðmynd svo sund, þaðan að ná í dömuna í leikskólan og þaðan til gigtarlæknis og svo bara læra og nóg að gera þó það hafi verið fyrsti dagurinn því ég tek þessu allvarlega og ætla mér að ná öllum prófum í vor, ég veit ég á að geta það. Já ég fór í sneiðmynd þar sem að ég er búin að vera allveg frá í bakinu og niður í hægri fótin í eina og hálfa viku ég gat varla gengið í 2 daga fyrir verkjum, en svo komumst við gigtar doksi að því að það sem var og er að mér eru rosalegar bólgur í öllum liðamótum og eru farin að þrýsta á taugar sem skýrir verkin niður í fót, ok það eru til bólgueyðandi lif við þessu en gallin við það er sá að ég má eingan veigin taka inn bólgueyðandi lyf útaf maganum. En jæja þetta lagast áður en ég gifti mig það er pottþétt því ég ætla ekki gera það.

Jæja svo er engilinn minn að verða 5 ára á föstudaginn og ætla ég að vera með smá afmælis kaffi fyrir hana, hún er orðin spennt. Ég veit ekki hvað hún heldur að gerist við það að verða orðin 5 ára en það er greinilega eitthvað rosalegt sem hún býst við að gerist. það verður fróðlegt að komast að því hvað breytist. ég veit bara að sætari getur hún ekki orðið, því hún er LANG fallegust.

 

já svo er ég að fara að halda ræðu á hóteli hérna á Ak í næstu viku og er ég soldið kvíðin, ég að tala fyrir framan almenning. hehe ef einhver hefði sagt það við mig fyrir 6 mánuðum þá hefði ég látist á staðnum úr hlátri og sagt bara SÉNSINN. en ég ætla að gera þetta, fyrir sjálfa mig það er skref á bata leði minni og til að auka sjálfstraust. Ég er auðvitað búin að semja ræðuna og fara yfir hana nokkrum sinnum og fyrir nokkrar og eru fólk allmennt hrifið af henni, vonandi er það satt. 

 

kv. einfarinn á skólabekknum


Kreppa, fari hún til helvísti (afsakið orðbragðið)

Ég er búin að fá mig full sadda af þessari kreppu. Stjórnarmenn landsins eru heppnir að ég næ ekki í þá. þeir hafa ekkert hjarta þessir andskotar. Er þeim bara allfarið sama hvað þeir eru að gera fólki, hvernig geta þessir menn sem komu þessum ósköpum yfir þjóðina sofið á nóttunni, vita þeir ekki að það eru ansir margir sem gráta sig í svefn á kvöldi, vilja jafnvel bara deyja, fólk er ekki bara búð að missa allan ævi sparnað sinn og annað heldur líka VONINA, sem er andsk. vont án hennar gerirðu ekki margt. ég er REIÐ, mjög REIÐ. Það er verið að seigja upp hundruðum manna frá vinnu sinni og loka hinum og þessu stofnunum bara í sparnaðar skyni, en það er ekki mikil sparnaður ef fólk þetta gefst bara upp og fer 6 fet niður.

Nú það sem er næst mér er hérna á Akureyri á minum heima velli. þar er nú verið að loka sjúkrastofnuninni Seli, Þeir sem bera ábyrgðina á þessu hefðu átt að vera viðstaddir þegar að fólkinu var sagt frá þvi hvað stefndi í að loka þessari stofnum, þeir hefðu líka kanski átt að vera manneskjan sem þurfti að seigja fólki þarna að nú ætti bara að loka, seigja upp starfsfólkinu, vitandi kanski það að með því að missa þessa vinnu sæti fólkið uppi með þann veruleika að missa kanski hús og eiga ekki mat ofan í börnin sín eða hvað annað, Svo auðvtiað heldra fólkið, það á bara að taka það eins og dauða hluti og henda því til og frá, og þau hafa ekkert um það að segja, það á að láta fólk veri í 2ja og 3ja mannaherbergjum, fólk sem hefur verið eitt og á stað sem þau þekkja, nu´er það búið bless. sko þessir andskotar sem ollu þessu hefðu átt að vera á Seli og horfa á fólkið þegar að það  vara að kveðja starfsfólkið og heimilið sem þau voru búin að taka í sátt og fara bara í eitthvað, fólk grét, jafnt vistmenn sem starfsmenn. Sorgin var yfriþyrmandi.

hvar er Hjartaði í ykkur asnar?

 

svo annað það á líka að loka Skólastíg sem er dagdeild geðdeildarininnar á Akureyri, þar er búið að seigja öllum upp, jafnt starfsmönnum og skjólstæðingum, þarna er 12 ára vinna farin í vaskin fyrir einhverja duttlunga. Ég fór þarna í gegn fyrir nokkrum árum og veit hvaða starf er unnið þar og hvað það hefur gefið mér mikið og ég veit að það hefur gefið öðrum heilmikið. starfið þar hefur fært fólki von sem það hafði kanski mist fyrir mörgum árum, von um betra líf. Það gerði ótrúlega mikið fyrir mig starfið þarna..

ég veit ég veð úr einu í annað, en ég er bara svo reið og sár. og....................................... endalaust margt meira ég seigi bara HELVÍTIS FOKKING FOKK


Setti stólin fyrir dyrnar.....

Já í gær setti ég stólin fyrir dyrnar hjá einum, og finnst mér allveg ótrúlegt að ég skildi gera það og standa með sjálfri mér og passa upp á mig, ótrúlegt man ekki hvenar það geriðst síðast, en það var ótrúlega erfitt og ég má sitja á mér með að taka það allt til baka og þóknast aðilanum. Málið er það að mér hefur funndist þessi manneskja  vera soldið að leika sér að mér og tilfinningum mínum, en ég er búin að fá nóg afþví í gegnum tíðina. það hefur alltaf verið einhver að leika sér að hausnum á mér, Svo áramóta heitið mitt í ár var að halda áfram á þeyrri braut sem ég er byrjuð að feta, standa með sjálfri mér og koma mér áframm í lífinu. Ég ætla að gera eitthvað úr mér í frammtíðinni, ég ætla að verða sjálfstæð og gera það sem mér dettur í hug, svo framalega sem það er eitthvað vit í því líka. ég ákvað þetta árið að sleppa reykbindindis áramótaheitinu, það virkar ekki og svo þar fyrir utan þá hætti ég þegar að ég verð búin að reykja nóg eða sollis.

 

Það var soldið erfitt í morgun að drífa sig aftur í ræktina eftir 2ja vikna frí frá henni, en það hafðist samt af, ég má ekki hætta ég er ekki búin að koma mér þangað sem ég ætla mér með þyngdina og ætlast ég til að ná því marki á þessu ári 2009 . jibí.

 

ble í bili hafið það gott og vonandi verður þetta gæfuríkt ár fyrir ykkur öll


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 692

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband