Sólin er yndisleg

Sólin er yndisleg, þegar að ég opnaði augun blasti við mér fallegasta sjón í heimi, stelpan mín svaf við hliðina á mér, svo FALLEG hárið hennar var yfir allan koddan og þessi falllega sól sem ég er að tala um um vafði hana geislum sínum, og ég er að segja ykkur það að ég fékk tár í augun, ég hef aldrei séð neitt fallegra á æfinni en þennan eingil sem var svo friðsæl með smá glott, umvafða geislum, Ég vissi þá að það er rétt hjá mér hún er eingill. Ég naut þessa að liggja þarna og horfa á þessa fallegu sjón. svo  vaknaði hún og leit á mig og sagði mamma ég elska þig, þá fór ég að gráta, hún varð hissa auðvitað en ég var fljót að láta hana vita að þetta væru hamingju tár, hvað þarf maður annað í lífinu segið mér það. Kanski finnst ykkur þetta væmið, en mér er sama, ég blogga hér til að tjá mig, og ég er einlæg, ekki fyrir ykkur heldur fyrir mig.

Falleg!!!!!!!!!!!!!

Ég fékk gæsahúð og tár í augun er ég sá systir mína labba eftir gangi kirkjunnar í gær (og brúðarmeyjarnar). hún var svo FALLEG að ég á ekki orð yfir þetta, það geislaði af henni, hamingja og ást, það er greinilegt að þau elska hvort annað og ástin virðist bara aukast hjá þeim, nú hafa þau verið saman í 5 ár, svo voru þær brúðarmeyjarnar yndislegar svo fallegar þær litlur voru í bleikum kjól og með kórónu, bara yndislegar svo þessi fullorðna í svörtum og hvítum kjól hún var einnig yndislega falleg (enda systir mín) svo var það hringaberin sem systir mín hélt á hann var æðislegur, lítill 5mánaða gutti, (hann er eitt það fallegasta barn sem ég hef séð). Þannig að þetta var allt yndislegt svo fallegt og gott.

Mamma á sko heiðursorðu skilið, ég veit stundum ekki hvernig hún getur gert allt það sem hún gerir, hún hristi veisluna nú út úr erminni, ég er að segja ykkur það að hún hefur ekki stoppað síðan að hún kom héra á Akranes fyrir viku síðan, hún varð 50 ára síðastliðin laugardag (19. apríl) og eyddi hún , alltaf fyrir aðra, hún mætti hugsa meira um sig, því hún er eingill held ég barasta. Hún var líka stór glæsileg í gær, hún bar af í glæsileika, og eyddi hún veislunni inn í eldhúsi að bæta á og gera allt. Ég veit ekki hvort það sé hægt að fullþakka henni fyrir allt það sem hún gerir fyrir okkur, og ég veit heldur ekki hvort við metum allt það sem hún gerir, ef það er einhver manneskja sem ég myndi standa upp fyrir og hneigja mig að þá er það hún, ég er ekkert að segja henni þetta allt og ég veit að hún kann ekki á tölvu. sko afhverju ég seigi henni það ekki er vegna þess að ég myndi ekki koma orðum afþví.

 Þakklát, ég er bara þakklát guði fyrir fjölskyldu mína og að hafa leitt Systir mína og mág saman, Ég þakka auðvitað fyrir mína yndislegu dóttir sem er svo þæg,  hún trítlaði inn kirkjugólfið með hinum brúðarmeyjunum og svo fengu þær sér sæti og hún sat einsog dúkka, svo falleg og góð, meðan það þurfti aðeins að hafa fyrir hinum börnunum, sem er kanski eðlilegt þau voru öll yngri. svo eina orðið sem ég á yfir þetta allt er FALLEGT.


Nóg að gera.

Jæja það mætti segja mérað það verði meira en nóg að gera í dag,Brúðkaupið er jú á morgun. Enda er það svosem ágætt þá eru dagarnir fjótari að líða og styttra þangað till að við mæðgur förum heim aftur, hún spyr mig svona 10 sinnum á dag hvenar við förum heim og kl hvað við leggjum af stað á mánudeiginum, hana langar svo mikið til að komast heim í rúmið sitt, dótið sitt og til dýranna okkar, hún er jú líka mjög vanaföst og þarf að hafa allt í réttri röð annars verður hún óörugg. Fyndið hvað orðaforðin breytist hratt hjá svona krökkum og hvað þau verða roslaega stolt þegar að nýtt orð bætist í hópin, og þegar að það gerist að þá er það auðvita misnotað í smá tíma. nú er hún föst með orðið töffari og henni finnst ég nú engin smá töffarinn, krúttlegt. Ég gerði samt smá uppgvötun áðan, ég hef gleymt að kaupa gervineglur fyrir brúðkaupið en ég hlít að lifa það af.

Pirringur dauðans.

Vá hvað ég er pirruð núna, ég er búin að reyna í allan morgun að fá eina tiltekna verslun til að senda eitt lítið fax, og það er bara ekki að ganga virðist vera alltof flókið fyrir starfsmennina í þessari verslun. Alltaf sama svarið: já það verður gert, svo bíð ég og ekkert gerist, þetta pirrar mig því ég þarf virkilega á þessu að halda. Svo er ég búin að vera að drepast í kviðnum í dag og ekkert heyri ég frá magasérfræðingnum, enda kanski ekki skrítið ég komst aðþví áðan að hann er búin að vera veikur alla vikuna karlgeyið og ekki tekur hann vinnuna með heim. Hann hlítur að hringja á mánudaginn, mig langaði samt ekki að vera svona í brúðkaupinu á sunnudaginn. Jæja ég er að spá í að fara inn til reykjavíkur og slíta hausin af þeim sem eru að vinna þarna.


Akranes.

jæja Ég var komin á Akranes um hádeigi í gær, og lá mér svo á að komast út úr bílnum til að knúsa dóttir mína að ég var nærri komin út á ferð. og voru þetta mikilir fagnaðar fundir, hjarta mitt tók kipp þegar að ég sá þetta fallega barn koma brosandi á móti mér, Guð hvað ég elska hana mikið, dagurinn var líka þannig að ég mátti ekki líta af henni, því var að sannfærast um að ég væri ekki að fara aftur frá henni, þannig að það var heppilegt að ég var hætt að reykja og þurfti ekki að vera að eyða tíma í það að fara út að reykja. svo kom hjá henni : mamma það núna góð lykt af þér. yndislegt hvað börn eru hreinskilinn, henni fannst ekkert að því að segja mér að ég hafi verið illa lyktandi áður. Ég var búin að vera frá henni í mánuð núna og er ég sá hana í gær fannst mér ég hafa misst af svo miklu, fannst hún vera farin að tala öðruvísi (fullorðinslegra) og bara breytt. Svo var náttúrulega breyting hjá henni, ég fór með hana til augnlæknis heima áður en hún fór og sendi ég systir mína með bréfið upp á gleraugu handa henni. og var hún auðvitað komin með þau þegar að ég kom í gær, og vá hvað hún er sæt með þau, en það sem mestu máli skiptir er að hún er ánægð með þau. Svo í gær var ég bara sambandslaus við umheiminn það eina sem komst að var  hún. ég svaraði ekki einu sinni í síman eða neitt. Í dag ætla ég að fara út að ganga með hana og á leikvöll og ekkað, hafa bara skemtilegan dag, bara við mæðgurnar, þetta má samt ekki fara út í öfgar, ég á það til að verða heltekin af henni og ekkert komist að fyrir utan hana, finnst aðrir vera fyri mér og við séum/ættum að vera einu manneskjurnar í heiminum. sem er kanski soldið bilað. en nóg með það..

Ég reyndar fékk áfall í gær þegar að ég sá systir mína (þessa sem er að fara að gifta sig). hún var búin að vera að leggja af, svo var hún orðin brún af ljósum og með gerfineglur. svo ætlar hún að vera máluð í brúðkaupinu. ég er að segja ykkur það að það er kraftaverk, hún málar sig ALDREI eða fer í kjól eða gerir ekkað stelpulegt, það er bara einhvernveigin ekki hún. Ekki miskilja mig mér finnst hún samt yndisleg, þetta er bara svo ólíkt henni, ég hef sennilega bara fengið snyrtigenin fyrir okkur báðar því helst vildi ég alltaf vera máluð í fínum fötum (kjólum og sollis). og er eina af okkur 4 systronum sem er þannig, auðvita er mér búið samt að takast að koma því inn hjá dömunni minni (nei  hún fæddist reyndar þanni), henni finnst líka voða gaman að vera í kjólum og með naglalakk og sollis hún er ofboðslega pjöttuð, sér bletti í fötonum sínum sem engin annar sér, en samt er það möst að skipta um fót. hún er algjör perla. bla bla bla bla bal nú er ég hætt að bögga ykkur með þesu bulli í mér. ble 


Gleði tóm Hamingja réttara sagt.

Dagurinn í dag verður yndislegur, Ég er að fara Til Akranesar í dag til Stelpunnar minnar og einnig til að sjá systir mína gifta sig á sunnudaginn. svo förum við mæðgur norður aftur. VÁ hvað ég er búin að sakna hennar mikið. enda er hún búin að vera í mánuð hjá systur minni af því að ég er búin að vera veik og Mamma var í aðgerðinni sem ég var búin að nefna fyrr. sko hausin á mér hefur verið að snúast um það hvað aðrir hljóti að líta á mig sem hræðilega móðir af því ég sendi hana svona lengi í burtu frá mér, en ég held samt að eingin líti á það líkt og ég. sem gerir það að verkum að mig langar að koma með hugleðingu : ég hled að fordómar og annað því um líkt sé oftast sterkast hjá manni sjálfum, maður dæmi sjálfan sig mun verr en aðrir, aðrir eru kanski ekkert að spá í manni en maður sjálfur er allveg vissum að manneskjan sé að hugsa um mann og setja út á mann, sko hann/hún horfði á mig og svo kemur runann í hausnum á manni. og á endanum er maður orðin svo sár við þessa persónu að að maður getur ekki komið sómasamlega framm við hana.

T.d ef ég er í búð og stelst til að kaupa mér nammi að þá er ég vissum að allir séu að horfa á mig og hugsa: já auðvitað er feita stelpan að kaupa sér nammi, hvað annað ætti hún að kaupa, jú og sjáðu það' eru franskar,kokteilsósa og pizza líka. En ég held samt í rauninni að það sé ekki það sem fólk er að spá, heldur æji hún þyfti nú að breyta um mataræði eða ekkað svona smekklegt, eða að það spái nákvæmlega ekkert í mér.

 

Ég ætla að taka það framm að þetta var dæmi. ég er ekki alltaf að kaupa mér nammi, franskar,kokteilsóur og pizzu, mér datt þetta bara í hug sem hreina óhollustu.

 

            æji what ever. ég veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að fara, en ef þið náið því komiið þá endilega með comment.          til þess er leikurinn gerður. 


Dagurinn í dag.

Í dag ætla ég að láta deiginum nægja sína þjáningu go ekki taka ákvörðun lengra framm í tíman en næstu tólf stundir. Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lífs míns.

Í dag ætla ég að vera ánægð(ur). Ég ætla að trúa því sem Abraham lincoln sagði : Flestir eru eins ánægðir og þeir einsetja ser að vera:

 Í dag ætla ég að leitast við að fá andlegan styrk. Ég ætla að læra eitthvað nytsamt. Ég ætla a ð lesa eitthvað sem krefst áreynslu,hugsunar og einbeitningar.

Í dag ætla ég að laga mig eftir aðstæunum en ekki reyna að breyta öllu í það horf sem  mig langar til sjálfa(n).

Í dag ætla ég að þjálfa mig á þrennan hátt. Ég ætla að gera einhverjum gott, án þess að nokkur viti. Ég ætla að gera eitthvað sem mér leiðist, aðeins til þjálfunar. Og ef tilfinningar mínar eru særðar, ætla ég ekki að láta á því bera.

 Í dag ætla ég að vera eins snyrtileg(ur) og mér er unnt,tala rólega og koma kurteislega framm. Gagnrýna engan. Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjáfan mig.

Í dag ætla ég að fara eftir áætlun. Líklega fylgi ég henni ekki nákvæmlega,en ég ætla að fara eftir henni í höfuðdráttum. Ég ætla að forðast tvo kvilla: hraða og ráðaleysi.

Í dag ætla ég að hafa hálfrar stundar ró, aðeins fyrir sjálfan mig, til hugleiðingar og hvíldar, þessa hvíldarstund ætla ég að öðlast betra yfirlit um líf mitt.

Í dag ætla ég að vera æðrulaus. Ég ætla ekki að vera hrædd(ur) við að njóta þess sem fagurt er og trú því , að veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni.

Í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjartans og vera ekki hrædd(ur) við að viðurkenna breyskleika minn. 


Einkamál

Ég er búin að vera aðeins inn á einkamál og ég veit ekki hvað kynsytur mínar eru búnar að gera, en allavega virðist sem svo að þær séu búin að leyfa og gefa tilefni til að karlmenn komi framm við okkur sem druslur  sem eru með eingar tilfinningar bara gat, þeir virðast halda að þeir meigi seigja hvað sem er við okkur án  þess að við gerum neitt í því. ég er búin að vera að reyna að breyta þessu þarna inni en næ ekki miklum árangri ein því það eru hundruðir kvenna sem eru búin að koma þessum skilaboðum i ummheimin, Stelpur ekki gera ykkur að einhverju LEIKFANGI fyrir karlmenn og leyfa þeim að koma illa framm við ykkur og tala við ykkur sem druslur, við erum vonadi ekki svona. ég ætla að taka það framm að þetta á líka við um karlmenn, konur meiga heldur ekki koma svona framm við ykkur. flest okkar viljum eignast maka til frambúðar eða svo, og þá kemur gatið á konum ekkert málinu við, ekkert samband getur lifað eingöngu á því sem gerist í svefnherberginu í myrkri.

Það eru 90% allra sem senda mér póst á E-M sem eru eingöngu að leita að drætti, og þar skiptir víst eingu máli þó þeir eigi konur (þeir eru bara búinir að fá leið á þeim), hvað er að þar, svo halda þeir að maður hafi áhuga, fyrst þeir lítilsvirða konurnar sínar svona, hvað þá með hinar..

 

Í dag er í tísku að halda frammhjá og líka 4some eða bæta bara einum einstaklingi við grúbbuna, hvað skeði eiginlega? Ég er enn þeirra skoðunar að það er bara einn maður sem maður er með í einu, og þú virðir hann það mikið að þú gerir þeirri manneskju það ekki að halda frammhjá henni.

Svefnherbergið er bara fyrir 2, (kanski börnin líka)

 

                                                             jæja þetta voru bara mínar hugleiðingar 


Auka kílóin

Vá hvað ég HATA aukakíló og baráttuna við þau, þetta er svo erfitt og tekur svo langan tíma. Ég hef verið að berjast við þetta allt mitt líf og gengur ekkað hálf brösulega, er búin að prófa alla megrunarkúra sem til eru, farið í maga minkunn og allt. sko ég veit allveg hvað ég á að gera, hvað ég má borða og hvað ekki, kann þetta allt utanbókar en samt er bara einsog ég nái þessu engan veginn. Ég þyngist alltaf aftur sama hvað ég reyni að passa mig, að þá fer ég alltaf að slaka á inn á milli og gleyma mér, og vakna svo upp aftur þegar að ég átta mig á að fötin eru hætt að passa einaferðina enn. com on ég hef farið 3 í hveragerði á heilsu hælið þar í megrunarskyni og 1 sinni á Reykjalund áður en ég fór í fyrrnefnda aðgerð. Að aðgerð lokinni gekk allt einsog í sögu í um 1 ár ég var komin niður í tölu sem ég hafði ekki verið í áður, en að þessu ári loknu fór allt til fjandans aftur, tel að geðlæknirinn hafi átt stóran þátt í því, því hann lét mig á 4 listaukandi lyf (EINSOG 1 SÉ EKKI NÓG) og viti menn 30 kg komin til baka á no time, svo núna er ég enn og aftur að heyja mína baráttu við þetta, ég er að reyna að breyta lífstílnum, megranir duga ekki. taka út það óholla og reyna að troða einhverju grasi inn í staðin, kanski kanínufóður líka :)

Og hvað er málið með allar verslanir/sjoppur, Nammi allstaðar, Ég fer inn í verslun og er stolt þegar að ég kemst framm hja einum rekka til annars og svo verð ég svo stolt þegar ég er komin í röðina að kassanum, en það breytist því búðirnar þurfa allveg endilega að troða nammi við kassan, og þar fell ég alltaf. Ekki mikið verið að hugsa um okku feitabollurnar þar.

 

 


Lögreglan og dómar, hvað er að þessu drasli.

Veistu ég er búin að vera að velta svolitlu fyrir mér, Við konur sem verðum fyrir nauðgunum ( á líka við um karlmenn sem lenda fyrir því), fáum enga hjálp, þannig séð við erum látnar ganga í gengum ekkað ákveðið ferli og svo stoppar bara allt. Ég lenti síðast fyir þessu í ágúst 2006, og ég ætla aðs seigja ykkur frá ferli sem ég fór í gegnum. Eftir atvikið kem ég mér á sjúkrahúsið til rannsóknar og töku sönnunargagna, Það voru allir á sjúkrahusinu mjög góðir og hjúkkan sem sá um mig er yndisleg, en svo fæ ég að skjótast heim í sturtu áður en ég á að fara í skýrslu töku upp á lögreglustöð, er ég kem þangað tekur rannsókralögreglu kallinn á móti mér, ég fylgi honum inn í herbergi og skýrslan tekin, Hann var hræðilegur, talaði alltaf við mig eins og ég væri að ljúga eða að ég væri sökudólgurinn, Þetta var vitanlega hræðilega erfitt fyrir mig. En jæja ég fer svo bara heim og býð átekta, ekkert gerist og biðin var orðin heldur löng, en þá allt í einu var ég aftur kölluð í aðra yfirheyrslu (halda þeir að það sé ekkað auðvelt að segja frá þessu aftur og aftur?) ég fer svo bara heim. svo c.a 3 mánuðum seinna fæ ég bréf sent heim, sem sagði það að málinu hefði verið vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum, það var mikið áfall fyrir mig og ég hreint skil þetta ekki því ef að mar á upphandleggjum sprunga/sár í leggöngunum og sæði úr honum eru ekki ekki nægar sannanir, hvað þarf þá?

Ég neitaði að gefast upp og vildii fá lögfræðinginn minn til að fá gjafasókn fyrir mig á þetta mál, og byrjaði að tala við hann í maí í fyrra með þetta og það var ekki fyr en í janúar núna að hann hafði tíma til að segja mér að hann þyrfti á skattarskýrslunni minna að halda, ég fer auðvitað og næ í hana fyrir hann, svo núna í mars berst mér bréf, og í því stendur að ég þurfi á finna mér annan lögfræðing, því hann hafi ekki tíma í þetta og einnig að þar sem ég færi búsett á Eigilstöðum að þá væri nær fyrir mig að fá mér lögfræðing þar, Hvaðan kom þetta hjá honum ég flutti frá Eigilstöðum í júlí lok árið 2004. þannig að frá því að hann hitti mig fyrst hef ég verið á Akureyri, ég varð verulega pirruð með þetta. En ég ætlaði ekki að gefast upp og fór á ónafngreinda lögmannstofu hérna á Ak til að kanna hvort þar myndi einhver vilja hjálpa mér, en svarið sem ég fékk þar var svo hljóðandi : við höfum ekki tíma fyrir svona rugl. Þannig að ég skil vel þær konur sem vilja ekki/geta ekki gengið í gegnum svona ferli, svo ég er búin að gefast upp. þannig að það eina sem ég fæ séð útúr öllu þessu er að það er leyfilegt að nauðga konum á Íslandi. Ég hata þetta, Örið sem þetta hefur skilið eftir sig (nauðgunin) er stórt og stækkaði við öll þessi áföll.

Þið konur/menn sem hafið orðið fyrir þessu eigið öll mína samúð skilið.

                                                   kv. sári einfarinn
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband